Nándin

Ég talaði við marga í dag um væntingar og vonir fólks til kirkjunnar. Og það sem stóð upp úr voru óskir fólks að sá biskup sem verði kosinn í kjörinu í vor verði ekki fjarlægur heldur nálægur. Biskupinn eigi ekki að týnast í snuddinu í kringum féð og framkvæmdir heldur vera meðal fólks. Og biskup (og reyndar var bætt við allir prestar) á líka að tala mannamál en ekki bara himnesku. Biskup þjóðkirkjunnar á að þora og þola breytingar en á þó ekki að efna til byltingar. Lesa áfram Nándin

Ummyndun til heilla

Hvað er heilagt? Svörin við slíkri spurningu eru mörg og margvísleg. En einfalda skólasvarið er að það sem er heilagt sé það sem er frátekið fyrir Guð, t.d. staður eins og þessi kirkja eða fólk sem er sett í ákveðið starf í þágu guðsríkisins. Eitthvað sett til hliðar til að þjóna Guði. Og hvað er þá Guði þóknanlegt? Er það bara eitthvað afmarkað og sérstakt fremur en öll veröldin, allt sem í henni er, allt fólk? Lesa áfram Ummyndun til heilla

Heilagur – heilagur

Hvað er hið heilaga? Frátekið fyrir Guð. Eitthvað, sem er sérstaklega sett til hliðar, til að þjóna Guði. Nú er framundan síðasti sunnudagurinn eftir þrettánda. Guðspjallið er um reynslu lærisveinanna á fjallinu. Ummyndun er viðburðurinn gjarnan kallaðr á kirkjumálinu. Umbreyting, umformun og ummyndun varða að eitthvað verður annað en áður, að breyting hefur orðið. Lesa áfram Heilagur – heilagur

Fjögur þúsund flettingar

Miðlun á vefnum er mikilvæg fyrir alla, kjörmenn, kirkjuvini og líka biskupsefni. Því var stuðningsvefurinn www.sigurdurarni.is gerður. Það tók ekki nema tvo daga að vinna grunn vefsins, enda máttarfólk að baki. Og margir vildu skrifa. Svo var vefurinn opnaður síðdegis mánudaginn 23. janúar. Til hliðar urðu til fálmarar og tól á facebook, twitter, youtube, myndhlaða á Flickr og auðvitað netföng og annað sem er hluti heimasíðu. Lesa áfram Fjögur þúsund flettingar