Ég birti margar útfararræður mínar en þó ekki allar – og sumar með hljóðskrá. Nálgast má minningarorð á: http://sigurdurarni.annall.is/flokkur/utfararraedur/
Prédikanir hér og prédikanir þar
Nálgast má eldri prédikanir mínar á tru.is. Þar er mikið safn af prédikunum og hægt að greina frá hvaða sunnudegi og hvenær í kirkjuárinu: http://tru.is/sida/hofundar/sigurdur_arni_thordarson Á eldri heimasíðu minni er líka safna prédikana: http://sigurdurarni.annall.is/flokkur/predikanir/ |
Mataruppskriftir
Inga Sigurjónsdóttir 1929 – 2012
Inga var sumarbarn, eiginlega sumargjöf og svo dó hún inn í haustið. Lífið er að láni og svo skilum við af okkur og hverfum inn í eilífðina. Hvernig er það?
Sunnudagurinn síðasti er gjarnan kallaður páskadagur á hausti. Við þekkjum jú páskana, dag lífsins, dag upprisunnar, dag vonar og gleði. En páskar eru á vorin þegar vetri lýkur og lífið vaknar að nýju. En páskadagur á hausti? Af hverju? Þann dag er lesið hið merkilega guðspjall um konu, son hennar og lausnarann. Lesa áfram Inga Sigurjónsdóttir 1929 – 2012
Alnæm kvika
Þegar við lesum góða bók mælum við gjarnan með henni við vini og kunningja. En fæst okkar segjum þó hvernig bókin endar eða plottið er. Í dag langar mig til að mæla með frábærri bók sem ég las í sumar og líka segja ykkur frá einu af mörgum viðfangsefnum bókarinnar en án þess þó að eyðileggja lesturinn! Lesa áfram Alnæm kvika