Provence – kalkúnn

Þakkargerðarmáltíð á fimmtudegi – að amerískum hætti – gekk ekki upp á mínum bæ. En ég lærði á námstíma vestra að meta ameríska þakkarhátíð og langaði til elda kalkún í ár. Og þar sem við heilsteikjum kalkún á jólum fór ég að íhuga aðrar útgáfur og ákvað að elda franskt og með Coq au Vin-vídd. „Fimm stjörnur“ sagði mín káta kona eftir matinn – með stjörnur í augum – og „mundu að skrásetja sósuna líka!“

Lesa áfram Provence – kalkúnn

Ég ætlaði ekki…

„Þetta er spurning um skipulag,“ voru prédikunarviðbrögð eins dugmesta verkefnastjóra þjóðarinnar í messulok. Rétt og trúin er ekki utan við lífið heldur lífsmiðjan, varðar allt líf manna, líka skugga, illsku og afbrot. Jesúsagan er um tvo hópa meyja – sem brugðust ólíkt við – en líka um okkur. Hvernig er skipulagið? Hvernig er með okkar kyndla og eld? Prédikun á næstsíðasta sunnudegi kirkjuársins er hér að neðan og á tru.is að baki þessari smellu. Lesa áfram Ég ætlaði ekki…

Kjúklingabringur í rasphjúp

Í hlaðborðsveislum er upplagt að bjóða kjötrétt sem fingrafæði. Á okkar heimili er rautt kjöt á undanhaldi og flestum þykir hvítt kjöt gott. Ég steiki stundum þennan kjúklingarétt sem fingrafæði en hann dugar ágætlega í kvöldmat líka. Ég hafði stuttan tíma í eldamennsku í kvöld og á 45 mín. var komin þessi ágæta máltíð.

 

Lesa áfram Kjúklingabringur í rasphjúp