Sunnudagurinn í dag er tvíbentur dagur sem er hvorki né – hvorki jól né nýár. Upprifin tilfinning aðfangadagsins er að baki og skaup og spaug gamlárskvölds, með tilheyrandi bombum, ekki enn komið. Sunnudagur sem er hvorki né – er þó líka bæði og – því það eru jól, heilög jól. Og enn ekki komið óflekkað nýtt ár með nýja möguleika og því engin vonbrigði heldur. Þetta er sérkennilegur dagur – og ljómandi að nota hann til íhugunar, setjast niður og hugsa. Lesa áfram Stóra upplifunin
Baldur Berndsen Maríusson – Minningarorð
Baldur bjó við Tómasarhagann síðustu áratugi. Á góðviðrisdögum var gott að ganga eða hjóla Tómasarhagann og hitta Baldur. Hann var oft úti við og gladdi okkur vegfarendur með kátlegum athugasemdum. Svo var hann alltaf til í að ræða málin, fara yfir stöðu KR, frammistöðu ríkisstjórnarinnar, sumarbústaðamál í Grafningi, heimspólitíkina – nú eða kirkjumálin. Við gátum meira að segja staðsett KR í kristninni. Lesa áfram Baldur Berndsen Maríusson – Minningarorð
Gætirðu sleppt jólunum?
Enn á ný höfum við upplifað jól, þessa undursamlegu hátíð ljóss og lífs. Enn einu sinni höfu við fengið að upplifa undrið, söguna um þegar barnið fæðist og himinn lýtur jörðu. En hvað um vafaatriði jólasögunnar? Er kannski jafnvel kominn tími til að leggja jólin niður? Lesa áfram Gætirðu sleppt jólunum?
Hvenær til okkar?
Dönsku konungshjónin komu til Íslands í opinbera heimsókn árið 1956. Vel var tekið á móti þjóðhöfðingjum gömlu herraþjóðarinnar. Fánar og veifur blöktu og mannfjöldi var þar sem gestirnir fóru um. Lesa áfram Hvenær til okkar?
Koss á aðventu
Anna Sif fermdist áðan. Það er hægt að segja já við Jesúspurningunni allt árið, líka á fyrsta sunnudegi í aðventu. Ég hitti foreldra hennar fyrst þegar hún var fóstur í móðurkviði. Ég man vel eftir fundi okkar. Það var í San Fransisco. Ég var þar á guðfræðiráðstefnu og þau hjón bjuggu í borginni á þessum tíma. Lesa áfram Koss á aðventu