Pönnusteiktir þorskhnakkar

Ég fór í Melabúðina og sá fallegan, vellyktandi og þar með nýveiddan þorsk. Eldaði svo að hætti Heilsurétta fjölskyldunnar, afbragðs matreiðslubókar Berglindar Sigmarsdóttur. Breytti uppskrift ofurlítið – er jafnan hvatvís í kokkhúsinu. En matgæðingarnir voru svo sáttir við útkomuna að ég læt uppskriftina flakka og hún miðar við fjóra. Þetta er matur uppá 10 sagði kona mín. Ég hlusta á hennar mat.

800 gr. þorskhnakkar eða góður þorskur

Viðbitið

3 msk sítrónusafi

½ dl agave eða hunang

2 msk góð ólífuolía

1 rauð paprika

4 stórir rauðlaukar

½ – 1 grænn chilli fínsaxaður

10 ólífur – verða vera góðar! ljómandi að skera þær í tvennt

½ msk Maldonsalt

Hráefnið soðið í ca 10 1-15 mínútur – eða þar til laukurinn hefur náð að meyrna.

Tómatkryddjurtasósa

1 dós saxaðir tómatar

3-4 hvítlaukslauf pressuð eða fínskorin

½ búnt kóríander saxaður

½ búnt basilíka einnig söxuð (basileus á grísku þýðir kóngur – konunglegt krydd!)

1 dl. hvítvín

1 tsk. grænmetiskraftur

Tómtar, hvítlaukur, hvítvín og grænmetiskraftur soðið og í lokin er kryddjurtum bætt út í.

Þorskurinn, skorinn í ca. 200 gr stykki, svo saltaður og kryddaður eins og fólk vill og síðan pönnusteiktur í ólífuolíu við háan hita. Brúna fiskinn fyrst í þrjár mínútur og snúið og steikt – en ekki of lengi.

Tómtkryddsósan sett á disk, fisknum komið fyrir ofan á, og síðan viðbitið yfir fiskinn.

Yngri kynslóðin fékk reyndar ofnsteiktar sætar kartöflur með fiskinum – kartöflur fylla fiskihatara.

Þorskhnakkar 1

Bæn: Þökkum Drottni, því að hann er góður – því miskunn hans varir að eilífu – Amen.

Gunnar Þorsteinsson – minningarorð

Gunnar ÞorsteinssonFarmaður á leið heim. Fram hjá Vestmannaeyjum – svo farið fyrir Reykjanestá og til hafnar. Akurey, Engey og Viðey fyrir stafni. Í stillu speglar Flóinn feimna Esju og hægt að sjá smáhvali leika sér. Í augum er tilhlökkun og fegurðin umfaðmar. Hvað hugsar áhöfnin og hvað hugsar vélstjórinn? Hann þekkti bæinn sem við blasti, hvað var hvers og hvurs var hvað. Hann þekkti húsin og sá líka turnana á guðshúsunum. Hann var á leið inn á höfn og heim til síns fólks. En kirkjuturnarnir bentu til annarar hafnar. Bentu reyndar upp til hæða. Í lífinu er gott að vita hvar höfn er að finna og í eilifa lífinu eru önnur mið sem vert er að veita athygli. Lesa áfram Gunnar Þorsteinsson – minningarorð

Hjarta og hugrekki

hjarta2Vilborg Arna Gissurardóttir fór alla leið á pólinn. Hún hefur grunngildi sín á hreinu og skráði þau á heimasíðu sína. Hún skrifaði þau innan á tjaldið sitt líka. Þau blöstu því við henni alla daga og minntu hana á hver hún væri og í krafti hvers: „Með gildi mín: jákvæðni, áræðni og hugrekki ætla ég að ná markmiði mínu.“ Stefnan var því skýr og í samræmi við innri afstöðu. Ofurkuldi, slæm færð, stórviðri, veikindi, svengd og kal brutu ekki niður, heldur urðu fremur verkefni Vilborgar til að vinna með. Lesa áfram Hjarta og hugrekki

Takk fyrir aðferðina – hún bjargaði mér alveg

limitNorrænir guðfræðingar, trúfræðingar og siðfræðingar, þinguðu í Háskóla Íslaands og Neskirkju 10-13. janúar 2013. Um sjötíu manns sóttu fundi og Neskirkja hentaði vel og fangaði hópinn vel. Fjöldi áhugaverðra fyrirlestra voru fluttir og umræður blómstruðu. Mér var falið að flytja setningarfyrirlesturinn í Hátíðarsalnum og er þakklátur fyrir þann heiður. Lesa áfram Takk fyrir aðferðina – hún bjargaði mér alveg

Wet theology

IMG_2195Vatn á erindi við guðfræði og guðfræðin erindi við vatnið. Norrænt guðfræðiþing hófst í kvöld og fjallar um stjórnmál í guðfræð og guðfræði í stjórnmálum. Mér var falið að flytja opnunarfyrirlesturinn í hátíðasal háskólans. Og það er mikill heiður sem ég er þakklátur fyrir. Hluti úr innganginum er hér á eftir. Viðfangsefnið var vatn í guðfræði og trúartúlkun samtímans.

Lesa áfram Wet theology