Ferill og fræði

Sigurður Árni fæddist á Þorláksmessu, 23. desember, 1953. Foreldrar Svanfríður Guðný Kristjánsdóttir og Þórður Halldórsson. Sigurður Árni gekk í skóla í Vesturbænum, Melaskóla, Hagaskóla og lauk stúdentsprófi frá M.R.

Starfsferill

  • Sóknarprestur Hallgrímskirkju frá 2014-2023.
  • Prestur við Neskirkju frá 2004-2014.
  • Prestur við Hallgrímskirkju, ágúst – desember 2003.
  • Verkefnisstjóri guðfræði og þjóðmála á Biskupsstofu frá 2001 – 2004.
  • Verkefnisstjóri safnaðaruppbyggingar á vegum Þjóðkirkjunnar 1995-2001.
  • Fræðslustjóri Þjóðgarðsins á Þingvöllum 1992-1995.
  • Rektor Skálholtsskóla 1986-1991.
  • Sóknarprestur í Staðarfellsprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi 1985-1986.
  • Sóknarprestur í Ásaprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi 1984-85.
  • Vígður prestsvígslu í Dómkirkjunni 19. apríl, 1984. 

Önnur störf

  • Kirkjuþingsmaður 2014-18.
  • Fulltrúi þjóðkirkjunnar í Porvoo-kirknasambandinu 2014-2022.
  • Formaður framtíðarhóps kirkjuþings 2010-12.
  • Í samkirkjunefnd þjóðkirkjunnar 2010-14.
  • Kirkjuþingsmaður og varamaður í kirkjuráði þjóðkirkjunnar 2010-2014.
  • Prófdómari við guðfræðideild HÍ 2006-08 og 2017-2022
  • Í vinnuhóp um rannsókn á trúarlífi Íslendinga 2004.
  • Formaður vinnuhóps um símenntun presta 2000-2001.
  • Formaður Samkirkjunefndar þjóðkirkjunnar og verkefnisstjóri samkirkjumála þjóðkirkjunnar 2001-04.
  • Framkvæmdastjóri fjölþjóðlegrar ráðstefnu um trú og vísindi: Iceland 2000: Faith in the Future, sem haldin var í Reykjavík í júlí 2000.
  • Fulltrúi þjóðkirkjunnar í tengslahóp Porvoo-kirknanna (norrænar og baltneskar, lútherskar kirkjur og anglikanskar kirkjur), frá 1999 – 2004.
  • Afleysingarþjónusta, s.s. Þingvallaprestakall, ágúst-september, 2000.
  • Formaður þjálfunarteymis biskups vegna kandídataþjálfunar prestsefna 1998-2000.
  • Fulltrúi þjóðkirkjunnar á aðalfundum Nordisk Ekumenisk Råd, 2000-2004.
  • Fulltrúi þjóðkirkjunnar á fundum framkvæmdasjóra samkirkjustofnana norrænu þjóðkirknanna frá 1999 – 2003.
  • Formaður vinnuhóps um erlend samkirkjumál 1999-2001.
  • Stundakennari á vegum Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar 1997-2000.
  • Stundakennari við guðfræðideild H.Í. 1995-1999, 2010, 2016 -20.

Menntun

  • Magnavita, Opni háskólinn, HR, 2023-2024.
  • Markþjálfi ACC – Evolvia 2014.
  • Doktorspróf, Ph.D. 1989, frá Vanderbilt University, Nashville, Tennessee í Bandaríkjum NA. Sérsvið hugmyndasaga 1750-1980, trúfræði og heimspeki.
  • Framhaldsnám í guðfræði- og heimspekisögu (Post-Enlightenment history of Religious Thought) við Vanderbilt University, M.A. 1984.
  • Cand. theol. frá Háskóla Íslands, 1979, ágætiseinkun, 9.10.
  • Nám við Menighetsfakultetet og Indremissionsselskabets Bibelskole í Oslo, 1973-1974.
  • Námskeið í þýsku í Goethe Institut í Staufen 1974 og í Mannheim 1980.
  • Stúdent frá M.R. 1973.
  • Grunnskólar: Melaskóli og Hagaskóli í Reykjavík.

Félags- og trúnaðarstörf

  • Í fagráði Samtalssetursins 2021-2023.
  • Í Alviðrunefnd Landverndar 2024-
  • Varamaður í stjórn Mannréttindastofu Íslands 2000-2002.
  • Í stjórn Foreldrafélags Hagaskóla í Reykjavík 2000-2001.
  • Í stjórn Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju 2001 og 2003.
  • Í stjórn vinnuhóps um nútímaguðfræði á vegum Nordisk Forskerakademi 1991-1995.
  • Í stjórn Menningarsamtaka Sunnlendinga 1990-1995, formaður 1993-1995.
  • Í Skálholtsnefnd 1990-1991.
  • Í samstarfsnefnd guðfræðideildar og þjóðkirkjunnar 1989-1990.
  • Meðlimur AAR (American Academy of Religion) frá 1989.
  • Í barnaverndarnefndum í tengslum við prestsþjónustu 1984-1986.
  • Formaður Félags guðfræðinema 1977-1978.
  • Í stjórn KSF, Kristilegs stúdentafélags, 1974-1976, formaður 1975-1976.
  • Fulltrúi nemenda á deildarfundum guðfræðideildar Háskóla Íslands 1974-1975.
  • Í stjórn KSS, Kristilegra skólasamtaka 1972-1973.

Börn 

Katla, f. 1984, arkitekt. BA arkitekt frá Listaháskóla Íslands og MA frá KTH í Stokkhólmi. 

Saga, f. 1986, ljósmyndari. BA í ljósmyndun frá London School of Fashion.

Þórður, f. 1990, organisti. 

Móðir þeirra er Hanna María Pétursdóttir, prestur og kennari.

Jón Kristján f. 2005

Ísak f. 2005

Móðir þeirra er Elín Sigrún Jónsdóttir, sjá hér að neðan.

Maki

Elín Sigrún Jónsdóttir, f. 22. apríl 1960. Elín Sigrún er lögfræðingur og lögmaður. Elín Sigrún á og rekur lögfræðistofuna Búum vel, sem þjónar fólki við sölu og kaup fasteigna, kaupmála, erfðaskrár og uppgjör dánarbúa, www.buumvel.is. Elín Sigrún var í fimm ár framkvæmdastjóri Útfararstofu Kirkjugarðanna, í ellefu ár framkvæmdastjóri Dómstólaráðs. Þar áður var Elín Sigrún stofnandi og forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna sem nú er Umboðsmaður skuldara, deildarstjóri í húsnæðisdeild félagsmálaráðuenytisins. Hún var um tíma lögmaður Byko og vann hjá Lögmönnum Höfðabakka.