Það mér ánægjuefni að ganga fram á ritvöllinn til að veita sr. Sigurði Árna til Biskups Íslands. Sr Sigurð hef ég þekkt lengi af góðu einu. Við kynntumst í deildinni forðum og greindu menn glöggt að þar fór snemma efnilegur guðfræðingur. Sigurður gerðist síðan farsæll prestur ef ekki vinsæll án þess að verða populisti. Þá er hann aukinheldur einn doktor sem ekki mun skaða. Sr Sigurður er góður ræðumaður, flytur lýsandi og skírar predikanir, er ágætur brúarsmiður í forbífarten ekki sakar að hann kann að vera skemmtilegur í leiðinni.
Hann er alþýðlegur og heimsborgari í senn ekki ósvipaður dr Þóri Kr. heitnum og er ekki leiðum að líkjast. Mildur en fastur fyrir, kann að vera orthodox án þess að vera um of en jafnframt óvenju liberal sem gamall kfummari.
Ég trúi því að hann búi yfir þessum mjúku stjórnunarhæfileikum er nú reynir á á erfiðum tímum. Ég treysti þessari fallegu sál fyir hinu stóra embætti biskups Íslands og tel að ekki verði ónýtt að hvíla í faðmi hans og þá meina ég auðvitað hinum kirkjulega faðmi.
Með frómum óskum.
Hannes Blandon