Hvað er inntakið eða merkingin í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar? Á fræðslusamverum í Hallgrímskirkju í mars var rætt um erindi sálma Hallgríms, uppbyggingu þeirra, tilgang, listfengi, barokk, málfar og ást. Guðríður Símonardóttir, kona Hallgríms, kom líka við sögu. Þrjár hljóðskrár urðu til í þessum samverum og hafa verið birtar á kirkjuvarpi þjóðkirkjunnar. Rætt er við Steinunni B. Jóhannesdóttur, dr. Margréti Eggertsdóttur og að auki flytur Sigurður Árni Þórðarson yfirlitserindi um um ástina í Passíusálmunum. Hægt er að nálgast og hlusta á samtölin og erindi að baki þessari smellu.
Greinasafn fyrir flokkinn: Podcaast
Vitringar, kóngar eða vitleysingar?
Helgisöguna um vitringana sem komu til Maríu, Jósefs og Jesú á ekki að taka bókstaflega heldur alvarlega. Svona sögur á ekki að kreista því þá brotnar allt, líka skilningurinn. Þetta er ekki saga um gull, reykelsi eða myrru og ekki heldur um bull, ergelsi og pirru. Í þessu hljóðvarpi tala ég um vitringahelgisöguna.