Greinasafn fyrir flokkinn: Greinar og pistlar

113 pistlar SÁÞ eru inn á tru.is og aðgengilegt á slóðinni trú.is.

Hjarta og hugrekki

hjarta2Vilborg Arna Gissurardóttir fór alla leið á pólinn. Hún hefur grunngildi sín á hreinu og skráði þau á heimasíðu sína. Hún skrifaði þau innan á tjaldið sitt líka. Þau blöstu því við henni alla daga og minntu hana á hver hún væri og í krafti hvers: „Með gildi mín: jákvæðni, áræðni og hugrekki ætla ég að ná markmiði mínu.“ Stefnan var því skýr og í samræmi við innri afstöðu. Ofurkuldi, slæm færð, stórviðri, veikindi, svengd og kal brutu ekki niður, heldur urðu fremur verkefni Vilborgar til að vinna með. Lesa áfram Hjarta og hugrekki

Takk fyrir aðferðina – hún bjargaði mér alveg

limitNorrænir guðfræðingar, trúfræðingar og siðfræðingar, þinguðu í Háskóla Íslaands og Neskirkju 10-13. janúar 2013. Um sjötíu manns sóttu fundi og Neskirkja hentaði vel og fangaði hópinn vel. Fjöldi áhugaverðra fyrirlestra voru fluttir og umræður blómstruðu. Mér var falið að flytja setningarfyrirlesturinn í Hátíðarsalnum og er þakklátur fyrir þann heiður. Lesa áfram Takk fyrir aðferðina – hún bjargaði mér alveg

Wet theology

IMG_2195Vatn á erindi við guðfræði og guðfræðin erindi við vatnið. Norrænt guðfræðiþing hófst í kvöld og fjallar um stjórnmál í guðfræð og guðfræði í stjórnmálum. Mér var falið að flytja opnunarfyrirlesturinn í hátíðasal háskólans. Og það er mikill heiður sem ég er þakklátur fyrir. Hluti úr innganginum er hér á eftir. Viðfangsefnið var vatn í guðfræði og trúartúlkun samtímans.

Lesa áfram Wet theology

Að gera allt eins

skuggamyndÞorum við út fyrir þægindaramma hins þekkta og fyrirsjáanlega? Við ættum reglulega að endurskoða þau mynstur lífsins sem eru á okkar valdi. Vani er góður en til lítils ef hann skilar ekki lífsnautn. Ég tók afleiðingum af hugsunum mínum í upphafi árs. Í ár sleppi ég væntanlega jólakortaskrifum og reyni að láta af vanakvillum. Stóra áramótaheitið sem ég strengdi er:

Á þessu ári ætla ég að breytast.

Slóð á bakþanka dagsins í visir.is er að baki þessari smellu og birtist á trú.is að baki þessari smellu.