Greinasafn fyrir flokkinn: Greinar og pistlar

113 pistlar SÁÞ eru inn á tru.is og aðgengilegt á slóðinni trú.is. Þá var talsvert af pistlum einnig á sigurdurarni.annall.is Sá vefur er nú lokaður.

Hvenær byrjar dagurinn?

Einu sinni sat lærimeistari með nemahóp hjá sér og spurði: „Á hvaða augnabliki endar nóttin og dagurinn byrjar?“ Einn neminn svaraði: „Það er þegar nógu bjart er til að hægt sé að greina milli hunds og kindar.“ Annar sagði: „Það er þegar nógu bjart er til að greina milli ólífutrés og fíkjutrés.“ En meistarinn sagði: „Þetta eru góð svör en þó ekki þau réttu. Svarið er: Þegar ókunnur maður kemur og við höldum að hann sé bróðir okkar og allar deilur hætta, þá er nákvæmlega stundin þegar nóttin endar og dagur byrjar.“ Lesa áfram Hvenær byrjar dagurinn?

Hvað á barnið að heita?

Að eiga nafna eða nöfnu er stundum dýpsta þrá eldra fólksins. Af hverju? Litlir nafnar eða nöfnur staðfesta fyrir fólki gildi þess í keðju kynslóða. Á barnið að heita Gaga, nátturunafni, út í loftið eða í höfuð á ömmu eða út í loftið? Að baki smellunni er grein um nafngjöf, tilfinningar og samhengi. http://www.tru.is/pistlar/2012/11/hvad-a-barndid-ad-heita

Bæn á degi gegn einelti

Kæri Guð sem sérð fólk, skilur og elskar – og tekur þér stöðu með þeim sem líða vegna eineltis.

Styrk þau sem eru niðurlægð, vanvirt, hædd, hjálparlaus, misskilin og yfirgefin. Hjálpaðu þeim að treysta þér sem nærfærnum vini sem verndar.

Gef okkur augu til að sjá, vitund sem nemur og huga sem skilur. Hjálpa okkur að standa alltaf með fórnarlömbum og verja þau. Lesa áfram Bæn á degi gegn einelti