Greinasafn fyrir flokkinn: Greinar og pistlar

113 pistlar SÁÞ eru inn á tru.is og aðgengilegt á slóðinni trú.is.

139

Byrjum á vitund þinni? Ertu hér? Fylgja þér einhverjar hugsanir úr lifun morgunsins sem hindra að þú komir? Lentir þú í einhverju sem þú ert enn að vinna úr? Sagði einhver eitthvað við þig sem þú ert enn að greina og skilja?

Ertu hér eða ertu þar? Margir rýna í símann í messu eða á kyrrðarstundum. Horfðu í kringum þig, fjöldi er að taka myndir og senda. Í sumum dönskum kirkjum kíkir meira en helmingur kirkjufólksins í símann í hverri messu. Fyrir skömmu síðan sá ég konu vafra í miðri prédikun. Á að banna síma í kirkju og láta alla setja símana í kassa við innganginn eins og í dönskum barnaskóla? Nei. Símnotkun vex alls staðar og kirkjurýmið er næðisrými sem hentar vafrinu. Og þar sem síminn er á lofti er víða farið að nota hann sem skjá fyrir sálmabók og biblíutexta. Þau sem koma í messu í Hallgrímskirkju geta flett á hallgrimskirkja.is í messunum til að veiða sálmanúmer, sálma og bilíutexta.

En hver er nálægð þín? Hvað fangar hug þinn? Er það netið, at morgunsins, reynsla daganna eða nærðu að vera í núinu? Hvað er næst þér? Viltu dýpra í þér? Alla leið?

Marteinn Lúther sagði að Davíðssálmarnir næðu að tjá allar tilfinningar manna. Allt sem menn reyndu í lífinu væri orðfært í þessum sálmunum. Það er rétt. Í sálmi 139 segir:

Drottinn, þú rannsakar og þekkir mig,
hvort sem ég sit eða stend, þá veist þú það,
þú skynjar hugrenningar mínar álengdar.
Hvort sem ég geng eða ligg, þá athugar þú það
og alla vegu mína gjörþekkir þú.
Eigi er það orð á tungu minni 
að þú, Drottinn, þekkir það eigi til fulls.
Þú umlykur mig á bak og brjóst 
og hönd þína hefur þú lagt á mig…

Hvað er innst í þér? Hvað um guðlega alnánd? Guð er svo nærri þér að ekkert fer fram hjá þeirri vitund. Engar hugsanir eru Guði óþekktar. Þú segir ekkert sem elskunæmni Guðs nemur ekki. Þú gerir ekkert svo kvika Guðs verði þess ekki áskynja. Nándin er alger. Guð er þér nær en kvíði daganna. Þó þú lyftir þér á vængi netsins eða morgunroðans er Guð þar. Þegar þú forðast kirkjur, guðshús og heilaga staði heimsins er samt guðlegur meðhlaupari nærri. Og ef þú rásar burt frá þínu persónulega altari – er Guð þar – nær en sjálf þitt.

Hvert get ég farið frá anda þínum, 
hvert flúið frá augliti þínu?
Þótt ég stigi upp í himininn, þá ertu þar,
þótt ég gerði undirheima að hvílu minni, þá ertu einnig þar.
Þótt ég lyfti mér á vængjum morgunroðans
og settist við hið ysta haf,
einnig þar mundi hönd þín leiða mig 
og hægri hönd þín halda mér…“

Guð er þér nærri – alls staðar – alltaf – hér og líka í þér.

Íhugun í kyrrðarstund 5. október, 2017.

Mennskan og bernskan

Eitt af bestu og litríkustu ævintýrum lífsins er að fylgjast með þroskaferli barna. Það er ekki aðeins skemmtilegt að vera með þeim heldur getum við lært margt af þeim því þau eru fundvís á aðalatriðin. Og börnin nærast af samskiptum, þau þrá samtöl og nánd og gefa mikið af sér. Það staðfesta væntanlega foreldrar og ástvinir fermingarungmennanna sem sögðu já áðan. Og flest hér í kirkjunni í dag hafa einhvern tíma hlegið með börnum og furðað sig á skerpu þeirra.

Spurningar og niðurstöður barna hafa löngum orðið mér íhugnarefni. Texti dagsins minnti mig á samtöl við drengina mína fyrir nokkrum árum. Þó ungir séu hafa þeir lengi fylgst með íþróttum og ofurhetjum íþróttanna. Fyrir nokkrum árum hófu þeir nákvæmar rannsóknir á öllum helstu hetjum knattspyrnuheimsins. Þegar þeir voru búnir að skoða boltatækni og youtube-klippurnar af Messi og Ronaldo vildu þeir ræða um hvernig þeir væru og hvað væri innan í þeim líka. Þeir spurðu mikilla spurninga: „Pabbi, er Messi góður maður?“ „Er Ronaldo góður maður?“ Og þar sem pabbinn var og er bæði hrifinn af fóbolta og stóru lífsspurningunum urðu umræðurnar fjörlegar. Við ræddum um hvað það væri að vera góður maður og um félagsþroska, hjúskaparstöðu og barnamál fótboltakarlanna. Hafa þeir bara töfra í tánum eða hafa þeir líka orðið góðir í samskiptum við annað fólk og sjálfa sig. Kunna þeir að nýta fjármuni fyrir fleira en spilakassa og dót? Í samtölunum kom fram að mínir drengir voru að máta sig, reyna að móta sér skoðanir um hvað væri eftirsóknarvert. Fyrirmyndin var metin til að móta eigið sjálf og markmið.

Hlutverk allra manna er að þroskast og verða að manni. Og siðfræðin er ekki aðeins fag nörda í heimspekideild og guðfræðideildum háskólanna heldur kemur við sögu snemma í bernsku flestra. Góður maður? hvað er það og til hvers? Er þetta mál og spurning sem varðar þig og þitt líf? Hefur þú þörf fyrir að íhuga stöðu þína og hvað þú ert og hvað þig langar til?

Lið Jesú
Lærisveinar voru fyrirmyndir frumkirkjunnar. Rit Nýja testamentisins veita innsýn í veröld þeirra. Á öllum öldum hafa síðan komið fram einstaklingar, konur og karlar, sem hafa þótt skara framúr í rækt og iðju trúarinnar. Þessir einstaklingar hafa verið fyrirmyndir. Um þau hafa verið sagðar sögur til að veita öðrum hugmynd um hvernig eigi og megi lifa og til að vel sé lifað. En dýrlingamyndir helgisóknar fyrri alda hafa misst samhengi. Og ef ofurhratt er farið í menningarsögu vesturlanda á tuttugustu öld þá féllu “heilagir sérvitringar“ úr tísku en aðrir tóku við. 

Á öllum tímum verða einhverjir í úrvali athyglinnar. Hetjurnar þjóna einhverju hlutverki, ef ekki siðferðilegu, þá þjóðernislegu eða peningalegu. Þegar ég var barn voru leikaramyndir algengar og við krakkarnir skiptumst á myndum af Brigitte Bardot, Roy Rodgers og Sophiu Loren rétt eins og síðar var skipst á myndum af knattspyrnugoðum. Dýrlingarmyndir miðalda fengu framhald í leikaramyndum og myndum af popgoðum. Íkónar samtímans eru fótboltakappar og aðrar ofurhetjur. Þegar íkónar himins hverfa verða til nýir himnar en þó innan þessa heims.

Í leit að mennsku

Börn leita þroska og við erum svo innréttuð að við leitum að merkingu og meiningu með lífinu. Allir krakkar og á öllum aldri þurfa eitthvað meira en ofurþjálfaða fótboltafætur. Allir leita hamingju og lífsfyllingar. Og hjörtun eru söm hvort sem er í Súdan eða Grímsnesinu – hjörtu okkar eru óró þar til þau hafa fundið hina dýpstu sælu sem seður sál og líf. Það er alveg sama hvað menn puða við að blekkja sig með ytri nautnum, ytri velsæld, völdum, sjálfsdýrkun og hossun eigin gildis. Allir leita merkingar og tilgangs í lífinu. Og fermingarungmennin sem sögðu já í dag vinna að hamingju sinni. Og við erum öll í sömu sporum og þau – alla daga.

Guðspjallið
Inntak guðspjalls dagsins varðar það mikla mál að vera manneskja. Jesús sagði snilldarsögur til að skerpa vitund fólks um hlutverk í lífinu. Og sagan er um að einn er skipaður fyrirliði og fær stjórnunarhlutverk. Og svo þegar viðkomandi eru orðinn stjóri þá vakna siðferðisspurningar og ýmsir möguleikar gefast til að misnota aðstöðu sína og stöðu. Hvernig er innrætið? Misnotar ekki fólk yfirleitt stöðu sína og vald? Alla vega þau, sem aldrei hafa fengið önnur skilaboð en þau, að markmið lífsins sé að afla sér mestra peninga, sinna hvötum þegar færi gefst og reyna að koma sér sem best fyrir án þess að vera gómaður. 

Jesús Kristur var mannþekkjari og sagði stundum sögur um sjálfhverfvert fólk. En Jesús þráði að við yrðum öll þroskaðir einstaklingar sem værum  ekki bara upptekin af sjálfum okkur heldur því að efla lífið í kringum okkur.  

Gildi einstaklinga er ekki einskorðað við innangildi heldur tengslagildi. Manneskjan er dásamleg sem einstaklingur en verður þó ekki til nema í tengslum. Þau tensl varða jafnvægistengsl hins andlega og líkamlega, einstaklings og hóps, manneskjulífs og lífs í náttúrunni. Og enginn verður alheill – skv. túlkun kristninnar – nema í heilum tengslum við lífgjafann sjálfan, Guð. Þetta er inntak lífslistarinnar. Guð elskar og við klúðrum öllu nema við lifum í því ljósi. Við græðum ekkert með því að hugsa aðeins um eigin hag heldur sjá okkur í heild, gegna stöðu okkar með stæl og njóta þess að þjóna. Og endanlega erum við tengd lífinu, gegnum ábyrgð og eigum ekki að drottna heldur vera í tengslum. Það er skikkanin og þannig fer best. Allt hitt eru misnotkun, ofbeldi, vonska. 

Aðalmálið er að vera góð manneskja. Það eru ekki aðeins litlir drengir sem spyrja stóru spurninganna. Hvað viltu? Hlutverk þitt er að hætta að lifa í sjálfhverfu núi, læra að njóta hins mikilvæga og axla ábyrgð og iðka lífsholla og lífseflandi ráðsmennsku. Í allri lífsreynslu og átökum hljóma spurningar sem þú mátt heyra og taka mark á: Ertu góð kona? Ertu góður karl? Þetta er sú spurning sem bæði fermingarungmenni og við hin líka þurfum að svara með einhverju móti alla daga ævi okkar. Og Guð heyrir og gleðst þegar við segjum já og tjáum fegurð í lífi okkar í tengslum.

Amen.  

We live in peace

Some years ago a muslim was brutally killed in Glasgow, Scotland. His name was Ashad Shag. According to the police he was an Ahmadyian-muslim. It was also revealed that he was murdered because of his religion. As an Ahmadyian muslim his belief were not in line with the “orthodoxy” of some other muslim communities in Glasgow. This man was murdered not for something he did but rather for what he believed. The police arrested muslims of other traditions of interpretation and the case was processed as a murder.

How to react to evil?

In this awful series of events there was one and a most beautiful dimension. Faith-communities in Glasgow decided to fight against fanaticism, narrow-minded religious approaches and use of violence in settling differing opinions and views. Representatives from the big faith communites decided to attend the meeting. And they talked and shared their prayers and emotions – just as we do this evening. Representatives of all the major faith communities announced that they would participate in a gathering of faith-representatives and by that to show solidarity to the family and community of the victim and also make clear that violence is not the means for peace nor method of religion or religious people.

But in the last minutes prior to the event representatives for two important muslim communities sent their apologies. They did not come and they were not represented by others in the event. The sheer lack of representation added to the awfulness of the slaying. The communities of the killer did not stick to peace but rather to a stand-by over against violence. The murder was horrible and the aftermath even more so. But majority of the religious communities in Glasgow were responsible, their voices against violence were clear. The Church of Scotland was represented and other Christian churches as well.

Does this tragedy in Glasgow concern us? How is the situation in Iceland? Are some people in Iceland willing to kill people of other faith? No Christian has the right to kill people of other faith for religious beliefs. If they would they would be departing from the Christian path. Are any muslims in Iceland willing to kill an Ahmadyian muslim? Killing a person is not only an offence to our society, it is illegal, it is immoral and it is – in our Icelandic views – an offence to religion, dignity of all humans and our type of society. We do not kill people because of their religious views nor do we kill or act violently over against people who think differently or practice other types of religion.

Love

I was asked to talk about Christianity and peace. It should be stated and spelled out as clearly as possible: Christianity is a religion of love. The Christian God is essentially love. According to Jesus’ message: Love is that which charachterizes how humans understand the internal life of the Godhead. That which is the style or bond within God is caring love. That love also embraces that which is the world. This embracing love is what we Christians believe to be the reason for God’s coming into the world in Jesus Christ and empowering all people to that which is good and life-giving. This is no simple-minded dream of children but a stubborn approach and style of life of those who have faith in God of love. And how does this apply to faith relations: According to Christianity an Ahmadyian muslim is also a as much a child of God as all other humans in the world. To meet a Sunni muslim is to meet a sister or brother of Jesus Christ. To meet a member of the Asatrú-community is to meet a member of God´s humanity. So the basic approach is a positive one. But a strain of this type of approach is a realistic awareness that no-one is perfect and we need to work on our creeds, faith-systems, interpretations and morals in order to nurture togetherness and healthy relationships. It is never acceptable that a person kills others or retreats to violence over against other thinking people.

Always striving for peace is a highly practical matter for us here in Iceland. We have a job to do together. We have – as representatives of faith communities – a duty to make sure that violence is never just, right or moral. The members of our communities have to be aware of that and also in practical agreement with that too. Fanaticism of any sort, social, ideological or religious should not be tolerated and we should stick together on working on that. The task of the religious communities in Iceland is to be non-violent communities, proponents of just peace and practicing moral communities.

Respecting and accepting the other

Are we willing to work on just peace, work on eradicating hate speech from our communities, degrading other beliefs and creeds? Are we willing to work on changes in ourselves and our groups to mature for something new and important? Are we willing to change views if good arguments are stressed against old views and practices? I think our task for working for local peace and sharing is of basic importance, not only for stabilizing society but because this is the way of being humans, accepting differences and never retreat to violence of any sort.

In the world of football – EUFA – there is a program on respect – a program of accepting the full human dignity of the other. In religion there should be a similar love-program – a nurturing and educating program of respecting and accepting the other. For fully respecting the other we need to know each other, discuss the limits of belief, creeds and social rules and reactions. We need to know the traditions and culture of the others. I call all of us to work on love-programs that will make clear to all faith-communities and all people in Iceland that murdering, violence and fanaticism is the opposite of all true faith – the absolute enemy of God and religious people.

Working on peace – just peace – is a task for all Christians – and truly for people of faith. God bless you and keep you in peace.

Address of Sigurdur Arni Thordarson in a meeting of religions. April 2016. Hotel Plaza, Reykjavík. 

http://www.theguardian.com/uk-news/2016/apr/18/scottish-muslim-groups-ahmadi-anti-extremism-campaign-launch-glasgow?utm_source=esp&utm_medium=Email&utm_campaign=GU+Today+main+NEW+H&utm_term=167804&subid=9798877&CMP=EMCNEWEML6619I2

Páskaegg og Leifur Breiðfjörð

„Gott er að vera prestur um páska og engill í ofviðri.“ Þetta er spakmælið utan á stórkostlegasta páskaeggi sem ég hef séð. Sigríður Jóhannsdóttir og Leifur Breidfjord komu með þetta undraegg í gær og afhentu okkur heimilisfólkinu í Litlabæ. Já, kraftaverkin gerast enn. Og eins og glöggir sjá hefur Leifur málað eggið og hafði vitið utan á en ekki á bréfi innan í egginu. Máltækið er frá Friðmundi Engiljón, sem var vitrasti smiður í heimi skv. Ólafi Jóhanni Sigurðssyni. Og svo rataði textinn á þetta undursamlega listaverk sem hefur glatt alla sem komið hafa á heimili okkar þessa páskana.

Leifur Breiðfjörð hefur málað mörg páskaegg um dagana. Og þau eru með ýmsu móti. Sum eru með textum úr Passíusálmum, önnur með svona útanáliggjandi speki og sum á grensunni! Það er kominn tími á að veröldin fái að kynnast þessari eggjalist Leifs Breiðfjörð.

Af hverju egg á páskum, páskaegg? Egg hafa í þúsundir ára verið tákn um frjósemi og líf. Og af því táknin voru til í menningunni voru þau notuð í kristninni til að túlka eða miðla hinni kristnu lífsafstöðu. Hin ávölu egg voru sem tákn um að Kristur var ekki lengur í grafarhvelfingu sinni heldur lifandi.

Og egg hafa lengi verið skreytt. Í Afríku voru strútsegg skreytt fyrir sextíu þúsund árum. Egg voru meðal fornþjóða við Tigris og Efrat skreytt með gulli og silfri og komið fyrir í gröfum. Kristnir menn á þessum slóðum máluðu egg til að minna á að Jesús Kristur hefði úthellt blóði sínu og skapað líf (táknað með eggi). Víða lögðu kaþólskir menn áherslu á föstur fyrir páska og ekki mátti neyta eggja á þeim tíma. Hænur gerðu gjarnan hlé á varpi yfir háveturinn og tóku svo til við varpið nærri páskum. Eggin voru full af lífnæringu og þótti siðlegt fagurt að gefa þeim efnaminni egg til matar. Páll V. páfi ákvað skömmu eftir 1600 að páskaegg skyldu tengd upprisunni. Og þau egg voru gjarnan máluð. Í kjölfarið varð farið að skreyta eggin með trúarlegum myndum og lífsspeki. Svo var miðum komið fyrir í útblásnum eggjunum með hamingjuóskum og jafnvel ástarjátningum. Trúarefnið var á útleið en prívatmálin á innleið.

Alls konar aðferðir voru notaðar til að lita egg. Ef þau voru soðin í heyi urðu þau gul og litir til bandlitunar virkuðu líka við eggjalitun. Kaffi gerði eggin brún. Á nítjándu öld voru egg síðan búin til úr pappír en fyllt með sælgæti. Súkkulaðieggin komu í kjölfarið.

Upp úr aldamótum 1900 fóru páskaegg að berast til Íslands. En fyrstu páskaeggin voru seld í Björnsbakaríi í Reykjavík. Að setja málshætti inn í páskaegg er íslenskt fyrirbæri en má rekja til spakmæla í eggjum 17. aldar.

Þessa páskana höfðu drengirnir mínir ekki áhuga á venjulegum súkkulaðieggjum en þeir voru sáttir við að fá bæði körfubolta og fótbolta! Svo fóru þeir í ratleik í garðinum við hús okkar á páskamorgni og fundu dönsk málmegg full af uppáhaldsnamminu. En foreldrarnir fengu dásamlegt egg frá Hafliða og stórkostlegt málað hænuegg frá Sigríði og Leifi Breiðfjörð. Og í þeim eggjum nær list páskaeggjanna hæstu hæðum. Ég býst við að englum farnist vel í ofviðri og það er dásamlegt að vera prestur um páska – og reyndar allt árið. Takk Sigríður og Leifur.

 

Ferming Svansí ömmu

Svanfríður Kristjánsdóttir fæddist á Brautarhóli í Svarfaðardal 22. mars 1910.  Í dag er því 107 ár frá fæðingu hennar. Þórður, sonarsonur hennar, tók þetta viðtal við hana árið 2003 þegar leið að fermingu hans. Og þau sátu saman, hún á tíræðisaldri og hann á leið inn í manndómsárin. Það var heillandi sýn. Í aðdraganda fermingar er merkilegt að strekkja tímann og sjá allt í stóra samhenginu. 

Svanfríður fermd á Völlum

Ég fermdist þegar ég var fjórtán ára.  Það voru nú allir fermdir á þeim aldri þá. Ég fæddist 1910 svo þetta hefur verið 1924. Ég var fermd á hvítasunnu. Ég hafði gengið til prestsins á Völlum fyrir ferminguna. Pretsturinn, sr. Stefán Kristinsson, spurði okkur út úr í kirkju og hlýddi okkur yfir. Ég kunni nú marga sálma, milli fjörutíu og fimmtíu sálma. En sumir krakkarnir kunnu fáa sálma. Flestir fermingarkrakkarnir höfðu metnað og vildu kunna sem flesta, því presturinn vildi það nú líka.

Fermingarmessurnar voru alltaf fjölmennar. En á þessum hvítasunnudegi var hríðarveður. Það var nú troðfull kirkja samt og þurfti að setja inn aukastóla. Börnin voru miklu fleiri í sveitinni þá en nú er orðið. Systkinin voru mörg á öllum bæjum.

Ég var í hvítum kjól og mér var kalt. Kjóllinn var svo þunnur og fínn. Ég átti ekki kjólinn og hann var fenginn að láni. Fermingarkjólarnir voru hvítir og ónothæfir fyrir aðra daga og voru því lánsföt. En ég fékk svo sparikjól fyrir önnur tilefni. Og þetta var áður en kyrtlarnir komu. Ég var í dönskum skóm, sem kallaðir voru. Þeir voru svartir og ágætir. Við fórum út að Völlum þar sem presturinn bjó og svo skiptum við stelpurnar um föt inn á kontór prestsins. Vinkona mín var með kyrtil og í skautbúning.

Þegar við vorum búin að fara í fermingarfötin gengum við út í kirkju með fjölskyldum okkar. En við fengum sérstakt sæti í messunni. Þegar stólræðan var búin var sunginn fermingarsálmur: “Lát þennan dag, ó Drottinn, nú.” Þá færðum við okkur upp að altarinu og settumst þar. Presturinn hélt ræðu númer tvö, fermingarræðuna, og talaði beint til okkar allra. Svo vorum við fermd. Við þurftum ekki að svara prestinum með öðru en jáyrði því yfirheyrslur voru búnar í spurningum. Svo tók presturinn í hönd okkar um leið og hann var búinn að ferma. Það var engin altarisganga í guðsþjónustunni, en svo var í vikunni á eftir gengið til altaris.

Þetta var eftirminnilegur dagur og ég tók ferminguna mjög alvarlega. Við vinkonurnar – og ég held allir krakkar á þessum tíma – tóku fermingarheitið alvarlega. Við vildum tilheyra Guði og vera hans. Það var engin veisla. En börnunum, sem fermdust, og foreldrum þeirra var boðið inn á prestssetrið. Svo þegar við vorum komin heim skipti ég um föt. Það var nú sauðburður á þeim tíma svo allir voru að sinna skepnunum. Ég fór að ná saman kindunum sem voru úti. Það var ekki vonskuveður en nauðsynlegt að koma skepnunum inn.

Það var ekki til siðs að gefa margar gjafir á þessum tíma. En ég fékk fermingarkort og Gísli bróðir hafði keypt notað úr, sem hann gaf mér. Pabbi og mamma gáfu mér kind. 

Já, hver er nú óskin til Þórðar? Jú ég vil að fermingardrengurinn haldi það sem hann lofar, haldi sér við Guð og verði góður og nýtur maður. Það er mest hamingjan að gera það.

Þórður Sigurðarson tók þetta viðtal við Svansí ömmu, 5. apríl, 2003, daginn fyrir fermingu hans. Hún var fermd á Völlum í Svarfaðardal og hann í Neskirkju í Reykjavík. Viðtalið var birt í minningabók um Svanfríði Kristjánsdóttur. Myndin af Þórði hér að ofan var tekin á gönguferð á  Rima, en amma hans hafði oft farið áður upp á þetta mikla fjall. Brosmyndin af mömmu er tekin sumarið 1953. Kristín, systir mín, stendur hjá móður sinni óléttri og fagnandi við Litlabæjarhlöðuna við hlið húss okkar við Tómasarhaga. Yfirlitsmyndin við upphaf greinar er af Rimum. Þar má sjá bæina sem tengjast fjölskyldu og sögu Svanfríðar, Brautarhól þar sem hún er fædd, Gröf, Skriðu, kirkjustaðinn Velli, næst utan við Brautarhól, Uppsali, Hánefsstaði og síðan aðra bæi utar í dalnum. Hinum megin ár glittir í Húsabakka og kirkjustaðinn Tjörn.