Greinasafn fyrir flokkinn: Greinar og pistlar

113 pistlar SÁÞ eru inn á tru.is og aðgengilegt á slóðinni trú.is.

Við heitum að …

Kynferðisleg áreitni og ofbeldi hefur verið til umræðu hérlendis og erlendis síðustu vikur. Margir hópar karla í ýmsum fag- og þjóðfélagshópum hafa skrifað undir loforð að standa með konum gegn ofbeldinu. Hópur karlkyns presta og djákna skrifaði undir heit að gera allt sem sé á þeirra valdi að tryggja konum öryggi í þjóðkirkjunni og þar sem þeir hafa völd eða áhrif. Þeir heita að líða ekki kynferðislega áreitni og valdbeitingu og að tilkynna ef þeir verða vitni að.

Þessi undirskriftalisti var settur fram í lokuðum umræðuhópi presta, djákna og guðfræðinga á netinu. Margir guðfræðimenntaðir, djáknar og prestar hafa valið að vera ekki aðilar að þessum nethópi og skammur tími var gefinn til undirritunar. Listinn tjáir því aðeins heit þeirra sem sáu undirritunarboðið og segir ekkert um afstöðu annarra sem ekki höfðu möguleika á að skrifa undir.

Sigurður Árni Þórðarson

Ávarpið og listi þeirra sem skrifuðu undir er eftirfarandi:

Við, karlprestar og karldjáknar í þjóðkirkjunni, heitum því að gera allt sem við getum til að tryggja konum öryggi innan þjóðkirkjunnar og þar sem við höfum völd og áhrif. 

Þöggun um kynferðislega áreitni og valdbeitingu verður ekki liðin af okkar hálfu.

Við munum tilkynna áreitni sem við verðum vitni að.

Aðalsteinn Þorvaldsson

Axel Á. Njarðvík

Arnaldur Bárðarson

Árni Svanur Daníelsson

Baldur Kristjánsson

Bolli Pétur Bollason

Bragi J. Ingibergsson

Davíð Þór Jónsson

Eiríkur Jóhannsson

Fjölnir Ásbjörnsson

Friðrik Hjartar

Fritz Már Jörgensen

Grétar Halldór Gunnnarsson

Guðni Már Harðarson

Guðni Þór Ólafsson

Guðmundur Brynjólfsson

Guðmundur Örn Jónsson

Gunnar Stígur Reynisson

Gylfi Jónsson

Halldór Reynisson

Hans Guðberg Alfreðsson

Haraldur M. Kristjánsson

Hreinn Hákonarson

Ingólfur Hartvigsson

Jón Dalbú Hróbjartsson

Jón Ármann Gíslason

Jón Ómar Gunnarsson

Kjartan Jónsson

Kristján Björnsson

Magnús Björn Björnsson

Magnús Erlingsson

Magnús Magnússon

Oddur Bjarni Þorkelsson

Ólafur Jóhann Borgþórsson

Ólafur Jón Magnússon

Páll Ágúst Ólafsson

Sigfinnur Þorleifsson

Sigfús Kristjánsson

Sighvatur Karlsson

Sigurður Arnarson

Sigurður Árni Þórðarson

Sigurður Grétar Helgason

Skúli S. Ólafsson

Svavar Alfreð Jónsson

Sveinn Alfreðsson

Vigfús Bjarni Albertsson

Viðar Stefánsson

Þorgeir Arason

Þorvaldur Víðisson

Þór Hauksson

Þórhallur Heimisson

Þráinn Haraldsson

 

Þórður Sigurðarson – organistinn og presturinn

Okkur prestum eru organistarnir nánir samstarfsmenn. Það er ekki aðeins mikilvægt að organistarnir séu góðir tónlistarmenn, heldur er alltaf betra ef þeir eru skemmtilegir, kátir og hvetjandi. Og ég er lukkuhrólfur því þannig hafa organistarnir verið sem ég hef unnið með. Guðni í Bakkakoti var dásamlegur originall, Andrés í Hruna líka. Friðrik Jónsson var heillandi músíkalskur og tónskáld (Við gengum tvö) og Inga Hauksdóttir náttúrutalent. Hilmar Agnarsson, ja hvílíkur snilli. Steingrímur Þórhallsson fjölgáfaður og svo eru Hörður Áskelsson og Björn Steinar Sólbergsson risar í músíklífi heimsins.

Alltaf þykir mér skemmtilegt að hitta nýja organista og ég upplýsi hér með að ég hef aldrei hitt organista sem er leiðinlegur. En vissulega eru þeir misjafnir að áherslum, allir hafa þeir sinn eigin tón, spilastíl, geðslag, mismunandi nálgun og eigin hátt í undirbúningi athafna og helgihalds.

Vinur minn hringdi fyrir skömmu og bað mig að þjóna við útför föður hans. Þar sem fólkið var mér kunnugt sagði ég já. Spurði svo hverjir kæmu að undirbúningi. Hann sagði mér hver kórinn væri, hver væri útfararstjóri – og svo væri organistinn úr sveitinni. Og þar sem útförin átti að verða í Mosfellskirkju í Mosfellsdal spurði ég áfram hver hann væri. „Hann er fínn, þetta er nýr organisti, nýkominn, flottur tónlistarmaður.“ Og ég spurði: „Getur verið að hann heiti Þórður“? „Já.“ Mér þótti skemmtilegt að segja vini mínum að þetta væri sonur minn. Honum þótti það merkilegt og bar fölskyldunni tíðindin.

Svo þegar ég var búin að hitta ástvini og heyra óskirnar undirbjuggum við Þórður tónlistarþáttinn og fórum m.a.s. á Rokið, þann skemmtilega veitingastað á Skólavörðuholti, til að ræða um flæði og form. Fjölskyldan var með hugmyndir sem rímuðu ágætlega og við settum svo saman tillögu að athöfn sem allir urðu sammála um. Gott flæði og vel mótuð athöfn – það skiptir líka máli.

Svo kom að kistulagningu og útför sem fóru fram sama dag í Mosfelli. Organistinn var mættur snemma, hjó klakann frá kirkjudyrum svo hægt væri að komast inn, kveikti ljósin í kirkjunni og hitaði upp hendur og hljóðfæri. Svo dreif að fjölskyldufólkið á köldum og hvítfögrum degi. Vindurinn var sterkur og hvein í húsinu þegar við lásum, báðum, krossuðum og blessuðum.

Svo lék organistinn af fingrum fram. Ég beið í skrúðhúsinu fyrir útför og hugsaði um þessa fingur sem löðuðu fram tóna sem fylltu kirkjuna. Hugurinn leitaði aftur. Ég mundi eftir drengnum þegar hann byrjaði að spila, þessu bullandi músikaliteti sem kom fram þegar í bernsku og fágætri heyrn og tónvísi. Ég mundi líka eftir harmoníkuleikaranum Þórði. Svo þegar hann var í lausagangi vegna verkfalls kennara tók hann sig til og spilaði á píanó samfellt í nokkrar vikur og tók risaskref í músíkinni. Hann fékk góða kennslu, fór svo í gegnum Tónskóla þjóðkirkjunnar og á stjúpu sinni, Elínu Sigrúnu, mikið að þakka að hann kláraði. Hún tók aldrei í mál að hann hætti í tónskólanum og hann kláraði því. Svo tók við nám í New York, organistastörf á Þórshöfn og Neskaupstað. Hann lærði mikið og í tengslum við margt fólk. Og svo hljómaði spunagetan hans dásamlega í Mosfellskirkjunni við útförina. Hann fylgdi Karlakór Kjalnesinga þétt. „Þetta er heilmikill músíkant“ sagði einn kórkarlinn og nikkaði viðurkennandi. Sálmarnir hljómuðu, og „Við gengum tvö“ (lagið hans Friðriks Jónssonar, Fikka) var fagurt og Heimkoma var vel sungin. Þórður laumaði gullþráðum í undirspilið – sem liðuðust svo heillandi vel í tónaflóðið, slíkar línur hafði ég aldrei upplifað áður. Ég er kominn heim – sungu karlarnir og margir í söfnuðinum með – veðurgnýrinn var horfinn og sólin fyllti helgidóminn. Það fór straumur um okkur öll – og öll skildum við að heimkoman var hin himneska. Það er gott þegar allt er stillt svo vel saman og innri líðan hvílir vel í faðmi umhverfis og athafnar. Helgidómurinn var raunverulegt hlið himins. 

Ég naut þess að hlusta á Þórð organista spila. Þetta var fyrsta útfararathöfnin sem við unnum saman að. Pabbinn gladdist, presturinn í mér var sáttur og fjölskyldunni var vel þjónað á erfiðri kveðjustund. Svo fórum við saman í erfidrykkjuna og flæddum milli hlutverka feðga og kirkjulegra samstarfsmanna. Samstarfsfólk organistans (sem sagðist eiga hann og ég sagðist eiga hann líka) taldi að það yrði að taka mynd – þetta væri sögulegt. Við feðgar unnum vel saman og höfum skoðanir á störfum hins. Takk Þórður Sigurðarson.

2017 Porvoo Communion Primates’ Meeting

Á hverju ári, í október, fer ég til fundar við félaga mína í stjórnarnefnd kirknasambands lútherskra og anglikanskra kirkna í norður og vestur-Evrópu. Sambandið nefnist Porvoo Communion og kennt við borg í Finnlandi þar sem Porvoo-samkomjlagið var undirritað. Fundirnir eru skemmtilegir fundir og nærandi. Þetta kirknasamband hefur enga skrifstofu og er fyrst og fremst stuðningsnet. Í ár var fundurinn í Kaupmannahöfn og við nutum gestrisni hins gefandi og glaðsinna Kaupmannahafnarbiskups, Peter Skov-Jakobsen sem sést hér fara yfir skemmtiefnin í Kaupmannahafnarsögu. Hér að neðan er frásögn um fundinn. 

The Presence, Role and Mission of the Church in a Secular or Post-Secular Society

The Primates and Presiding Bishops of the Churches of the Porvoo Communion met in Copenhagen, Denmark, at the invitation of the Bishop of Copenhagen on 12 and 13 October 2017. The Porvoo Contact Group, made up of a representative of each of the churches of the Communion met at the same time, jointly chaired by the Rt Revd Peter Skov-Jakobsen, Bishop of Copenhagen and the Most Revd Dr Michael Jackson, Archbishop of Dublin. The meeting began with the Eucharist in Copenhagen Cathedral, followed by an opening dinner at which the guest of honour was Ms Mette Bock, Minister of Ecclesiastical Affairs in the Government of Denmark. On the second evening the party attended a service of sung evensong at St Albans’ Church, Copenhagen, a church of the Church of England’s Diocese in Europe. As they walked back through the city centre the doors of all the churches were open for Copenhagen’s ‘Culture Night’. Thousands of people poured through the churches during that evening.

The churches of the Porvoo Communion exist principally in Europe and, therefore, in the increasingly secular societies of the European nations. Primates and Presiding Bishops shared the stories of the relationship between the sacred and the secular in their own particular settings and found common ground both in needing to face challenges to Christianity and the voice of the Church in the modern world and also in experiencing an awakening of spiritual yearning in an age often characterised as becoming less and less religious. A secular society need not be a threat to the thriving of the Church. Rather, the secular may provide hospitable space to religion, allow the religious voice to be heard and protect the freedom of religious faith and practice. As always there was a focus on the local context and papers were delivered outlining the particular challenges facing the Church of Denmark both in finding the right expression of the relationship of Church and State and in exercising its mission and ministry in local communities.

This meeting fell just before the commemoration of the five hundredth anniversary of the beginning of the Protestant Reformation. Bishop Helga Haugland Byfuglien of the Church of Norway delivered a paper on the contribution of Lutheranism in the modern world, highlighting the Lutheran notion of ‘being liberated’. ‘Being liberated’ is a concept that speaks of being liberated from the boundaries of the world, as well as being liberated into service to the world.

The Churches of the Porvoo Communion exist within and outside the European Union. The question of ‘Brexit’ and the withdrawal of the United Kingdom from the European Union was a key point of discussion. The Archbishop of Canterbury made the clear point that whilst the United Kingdom was leaving the European Union it was not leaving Europe.

The next consultation for the churches of the Porvoo Communion will be in Estonia in October 2018 with the theme ‘Minorities and Majorities: A Challenge to Church and Society.’

List of Participants

Primates and Presiding Bishops

  • Rt Revd Peter Skov-Jakobsen, Bishop of Copenhagen, Evangelical Lutheran Church in Denmark (Lutheran Co-Chair)
  • Most Revd Dr Michael Jackson, Archbishop of Dublin, Church of Ireland (Anglican Co-Chair)
  • Rt Revd Dr Martin Lind, bishop, Lutheran Church in Great Britain
  • Most Revd Lauma Zusevics, Archbishop Latvian Evangelical Lutheran Church Abroad
  • Most Revd Mark Strange, Primus, Scottish Episcopal Church
  • Most Revd and Rt Hon Justin Welby, Archbishop of Canterbury, Church of England
  • Most Revd Dr Kari Mäkinen, Archbishop of Turku, Evangelical Lutheran Church of Finland
  • Rt Revd Helga Haugland Byfuglien, Presiding bishop, Church of Norway
  • Rt Revd Dr Jorge Pina Cabral, Diocesan Bishop, Lusitanian Church, Portugal
  • Most Revd Dr Antje Jackelén, Archbishop, Church of Sweden
  • Rt Revd Carlos López Lozano, bishop, Spanish Reformed Episcopal Church

Porvoo Contact Group members

  • Revd Dr Tomi Karttunen, Evangelical Lutheran Church in Finland
  • Revd Helene Steed, Church of Ireland
  • Very Revd Dr Andris Abakuks, Dean, Latvian Evangelical Lutheran Church Abroad
  • Revd Dr Thorsten Rørbæk, Evangelical Lutheran Church in Denmark
  • Ms Miriam Weibye, Church Relations Officer, Scottish Episcopal Church
  • Revd Dr Sigurdur Arni Thordarson, Evangelical Lutheran Church in Iceland
  • Revd Jenny Sjögreen, Church of Sweden
  • Revd Tauno Teder, Estonian Evangelical Lutheran Church
  • Revd Ainārs Rendors, ecumenical secretary, Evangelical Lutheran Church of Latvia
  • Revd Tuomas Mäkipäa, Chaplain, Chaplaincy of St. Nicolas, Helsinki, Diocese in Europe
  • Revd Dr William Adam, Church of England (Anglican Co-Secretary)
  • Ms Beate Fagerli, Church of Norway (Lutheran Co-Secretary)
  • Revd Dr Maria Klasson Sundin, Church of Sweden (Lutheran Co-Secretary)

Apologies received from

  • Most Revd Richard Clarke, Archbishop of Armagh, Church of Ireland
  • Rt Revd Agnes M. Sigurðardóttir, bishop of Iceland
  • Most Revd Janis Vanags, Archbishop, Evangelical Lutheran Church of Latvia
  • Most Reverend John D E Davies, Archbishop of Wales
  • Most Revd Urmas Vilma, Archbishop, Estonian Evangelical Lutheran Church

Guests and Presenters

  • Ms Mette Bock, Minister of Ecclesiastical Affairs and Member of the Parliament for Liberal Alliance Secretary to the Minister of Ecclesiastical Affairs Ms Anna Sophie Wiese
  • Mr Christian Dons Christensen, Head of Department, Minstry of Ecclesiatical Affairs
  • Ms Karen Klint Chairman of the ecclesiatical commission of the Danish Parliament and Member of the Parliament for Socialdemokratiet
  • Dr jur Hans Gammeltoft-Hansen, Evangelical Lutheran Church in Denmark
  • Revd Rikke Juul, Evangelical Lutheran Church in Denmark
  • Rt Revd Marianne Christiansen, Evangelical Lutheran Church in Denmark
  • Dr Mogens S. Mogensen, chairman of the Council of International Relations of the Evangelical Lutheran Church in Denmark
  • Mr Birger Nygaard, general secretary of the Council of International Relations of the Evangelical Lutheran Church in Denmark

Porvoo Communion Primates’ Meeting

Copenhagen

12-13 October 2017

Ástarsögur

Ég stóð einu sinni við hlið manns í Skagafirði og ræddi við hann um kirkjuna í heimabyggð hans. Orð hans voru eftirminnileg og opnuðu mér glugga að viðhorfi fólks um allt land, jafnvel óháð trú eða vantrú. Hann sagði: „Þetta er kirkjan okkar. Kirkjan er hluti af okkur. Við viljum halda í hana og hafa hana fallega.“ Svo skýrði hann mál sitt og mér vitraðist að kirkjan var honum mun meira en bara guðsþjónusturými. Hún var manninum tákn um líf fólksins hans, sögu þeirra og menningu. Víða hef ég heyrt fólk tala með svipuðum hætti um kirkjuna sína. Sögur þeirra eru ástarsögur, ekki um spýtur, steypu og gler, heldur um líf fólks og menningu.

Kirkjuhúsin þjóna ekki einu heldur mörgum og mismunandi hlutverkum. Ferðafólk á leið um landið vitjar þeirra. Margir skoða kirkjur og garðana umhverfis þær vegna þess m.a. að þar eru menningarminjar. Þær tjá sjálfsviðhorf fólks í sókninni og getu samfélagsins. Fólk vill, að kirkjuhúsin séu falleg og þykir ótækt að þau grotni niður þó erfitt sé að finna fé til að kosta viðgerðir. Þeim er jafnvel haldið við eftir að allt fólk er flutt úr sveitinni. Svo eru þessi hús umgjörð um mikilvægustu athafnir í lífi fólks, staðir lifandi orðs og samfélags. Ytri umgjörð á að vera í samræmi við inntakið.

Kirkjur eru tákn um sögu viðkomandi byggðar og samhengi þeirra kynslóða, sem eiga sér sameiginlegan helgidóm, jafnvel um aldir. Kirkjur eru tákn, sem vísa til gilda og tilgangs. Hvert samfélag þarfnast skírskotunar um sið, hlutverk og tilgang. Kirkjur þjóna ekki aðeins því hlutverki að teikna línur í landslag, vera kennileiti í sveit eða augnhvílur fólks á ferð. Kirkjuhús eru tákn um að mannfélag eigi sér dýpri rök og gilt samhengi, sem ekki bregst þó flest sé í heiminum hverfult. Það er skírskotun – hin guðlega vídd – helgistaða.

Ástartjáning fólks gagnvart kirkjum þeirra er heillandi. Og rímar við ástarsögu Guðs, sem kemur fram í erkifrásögn kristninnar um að lífið er gott því Guð leggur til allt sem þarf til góðs lífs. Við mannfólkið erum aðilar og persónur þeirrar sögu. „Meðan kirkjan stendur mun þessi byggð standa,“ var sagt um kirkju í Vestur-Skaftafellssýslu. „Ég elska þessa kirkju,“ sagði kona við mig og átti bæði við húsið og erindi hennar. Góðar ástarsögur hrífa. Ástarsaga Guðs skapar líf kirkjunnar og varðar okkur öll. Kirkjuhúsin tjá hvaða viðhorf höfum við til menningar okkar. Við seljum ekki eða förgum því sem við elskum heldur verndum og gætum.

+Ólafur Jóhann Jónsson+

Hvernig var Ólafur Jóhann Jónsson? Það er mikilvægt fyrir andlegt heilbrigði að dekra við og vinna með minningar um ástvini og fólk sem skiptir okkur máli. Hvernig var myndin af Ólafi? Myndin, sem þjóðin man, er dregin upp í Englum alheimsins, margslungnu og áleitnu verki Einars Más Guðmundssonar. Þar er sagt frá lækninum Brynjólfi, sem kom fram við sjúklinga öðru vísi en aðrir í starfsliði spítalans. Og það er vitað og staðfest að fyrirmynd Brynjólfs var Ólafur. Lýsing læknisins er eftirminnileg í bókinni og skilar sér vel í kvikmynd Friðriks Þórs síðar. Ólafur kom alltaf fram við sjúklinga eins og jafningja. Mannvinsemd hans var svo skýr og mannvirðing hans svo þroskuð. Hann stóð með sjúklingunum, skildi vanda þeirra bæði vitsmunalega og tilfinningalega. Og þessi niðurlúti maður, sem söguhetjur í Englum alheimsins sáu, átti bágt. Já, mikið hlýtur hann að eiga bágt var mat þeirra. Þeir sögðu: „Hann gengur með okkur á herðunum.“ Það er fallegur minnisvarði sem Ólafur reisti sjálfum sér en var svo fagurlega fram settur í Englum Alheimsins.

Og nú Ólafur er farinn. Og þínar minningar kvikna. Hvað var hann, hvernig var hann og hvað getum við lært af honum? Hvernig var hann sem fjöskyldumaður, faðir, eiginmaður og félagi? Hvað stýrði mótun Ólafs í bensku og hvernig vann hann úr? Af hverju var hann svona góður læknir? Var það af því að hann kunni fræðin betur en margir kolleganna? Eða var það af því hann hafði sjálfur horft niður í myrkrið og átti svarta hundinn að félaga á æviskeiðinu? Var það mannúð og ræktuð mannelska sem stýrði geði hans, afstöðu og tengslum?

Bréfið – þú bazt um sárið

Ólafur sagði gjarnan að hann hefði valið erfiða grein læknisfræðinnar því það væri erfiðara að lækna geðsjúkdóma en marga aðra kvilla. Til eru merkilegar umsagnir um lækninn Ólaf og til að veita ykkur nokkra innsýn í færni hans sem læknis les ég bréf frá fyrrum sjúklingi hans sem ég fékk að sjá:  

„Ólafur.

Áraskipti í lífi manna eru sem vörðuskipti hjá ferðalöngum. Hjá vörðum staldra ferðalangar við og líta yfir farinn veg. Vegna þess, að ég hitti þig á leiðinni að þessari vörðu og fékk að nokkru leyti að verða þér samferða að henni, langar mig nú að eiga við þig orð. Þegar þú gekkst fram á mig, lá ég utan vegarins. Ég var vonlaus og treystist ekki til að halda áfram. En ég hitti þig – og þú bazt um sárin. Og þú gerðir meira: Þú studdir mig fyrstu sporin á ný unz ég fékk kraft og gat haldið áfram. – Ég minnist þess einnig, hve gaman var var að tala við þig um veginn og hve hann virtist auðfarnari á eftir. – Fyrir þetta þrái ég að þakka þér.  – Þinn vinur XX “

Þannig hljóðar þetta bréf sem Ólafi var sent á miðjum starfsferli hans. Og það dregur saman með kröftugum hætti hvílíkur andlegur græðari hann var. Í störfum var hann sem lærisveinn læknisins besta, Jesú Krists. Líf manna er vegferð frá einni stiklu til annarrar, hvort sem það eru vörður í landi eða skil í tíma.

Æfistiklur

Ólafur Jóhann Jónsson fæddist í Reykjavík 9. október árið 1928. Foreldrarnir voru Vilhelmína Kristjánsdóttir og Jón Jónsson. Ólafur var fjórði í röð systkinanna. Sigríður og Guðmundur Kristján  voru eldri og sömuleiðis systirin Ólafía Jóhanna en hún dó í frumbernsku og Ólafur þáði nafn hennar. Og nafnið varð honum líka eins og skuggi vegna missis systurinnar. Yngst var Hanna.

Mamman var dugmikil, glögg og blíðlynd og pabbinn kraftmikill bygginga- og athafna-maður. Jón byggði ekki aðeins hús, heldur flutti einnig út fisk. En tíminn var óheppilegur því fjárhagskreppa millistríðsáranna skall á með fullum þunga og tap útgerðarinnar varð stórt. Öll ráð voru dýr en ákveðið var að flytja vestur til Flateyrar árið 1932 til að ná að glíma við skuldahalann. Og þar sem Jón var hamhleypa til vinnu varð honum vel ágengt og vann að byggingum víða um Vestfirði. Og hann fékk meira að segja viðurnefnið „Jón á öllum fjörðunum“ sem tjáir vel dugnað hans.

Uppvöxtur fyrir vestan

Flateyrarárin urðu Ólafi mikil hamingjuár. Hann eignaðist vini, lærði að skilja hjartslátt og sálargáfur Vestfirðinga. Hann lærði að meta lífið í dreifbýlinu. Hann stóð sig afar vel í skóla. Var svo sendur í sveit í Tungu í Valþjófsdal og var falið að sitja yfir sauðfé. Ólafur talaði seinna um að hann hafi verið einna síðastur smala á Íslandi. Hann lærði að treysta sjálfum sér, lærði að vera einn í víðáttu fjallanna, varð að stæla hug gegn allri vá veðra og dulmagna heimsins og lærði að axla ábyrgð. Svo var lak breitt á þak bæjarins þegar hann átti að koma með búsmalann heim til mjalta. Ólafur lærði því ekki aðeins að vinna heldur aga sig. Vegna veikinda um tíma átti Ólafur erfitt með gang. En honum til happs las hann grein í tímariti um að menn gætu þjálfað sig til heilsu. Hann tók því til óspilltra mála og agaði sig og æfði og tókst að ná styrk að nýju. Alla tíð mátti merkja afleiðingar veikinda í göngulagi Ólafs en hindraði þó ekki hinn viljasterka æfingamann að hlaupa langhlaup síðar á æfinni. Fáum hefði dottið í hug að lömunarveiki drengurinn ætti eftir að vera elsti langhlauparinn í hálfmaraþoni áratugum síðar.

Skólanám Ólafs á Flateyri og á Núpi tókst vel og hann byrjaði að læra á píanó, sem varð honum hugfró. Glíman við nótur, hljómborð og tónlist varð honum farvegur tilfinninga æ síðan og til sálarbóta.

Suður

Jóni „á öllum fjörðunum“ og Vilhelmínu gekk flest að sólu og efnin bötnuðu. Þá fóru þau að huga að suðurferð. Þau fluttu til baka til Reykjavíkur á miðju stríðinu, eða árið 1942, eftir gæfuríkan áratug fyrir vestan. Pabbinn byggði hús við Ránargötu og þangað flutti fjölskyldan. Ólafur fór í Menntaskólann í Reykjavík og sóttist nám vel. Svo tóku við háskólaárin. En Ólafur glímdi ekki aðeins við efnafræði læknadeildar heldur efnaskipti eigin heila, dapran hug og þunglyndi. Eins og við lömunarveikina gerði hann sitt besta, agaði sig og tók það til bragðs sem gat eflt hann. Og allar götur síðan vissi hann um gildi þess að vilja bregðast við meinum sínum. Þegar hann sem læknir merkti vilja í sjúklingum sínum að vinna með vanda sinn þá hvatti Ólafur og studdi eins og hann mátti. Ólafur lauk hluta læknisnámsins við Háskóla Íslands og fór svo til Düsseldorf í Þýskalandi og þar lauk hann námi.

Hjúskapur, börn og ástvinir

Á milli nátta voru dagar. Og þau Ingibjörg Þórðardóttir fundu hvort annað á dansleik og dönsuðu sig til hjúskapar. Þau gengu í hjónaband 19. janúar árið 1952 og bjuggu nokkur ár í kjallara á Víðimel 44. Ingibjörg Þóra (1947) kom með móður sinni og Ólafur ættleiddi hana. Þóra starfaði sem skrifstofumaður. Börn hennar eru Ragnar Sigurbjörnsson og Dabjört Edda Barðadóttir. Gylfi fæddist árið 1955. Hann er verkfræðingur og býr í Bandaríkjunum. Hann á með Ingibjörgu Sigrúnu Einisdóttur, konu sinni, þrjú börn; Jóhann Inga, Þorbjörn og Guðrúnu Björgu. Vala fæddist árið 1962. Hún er myndlistarmaður og býr í Bandaríkjunum. Kristján Ívar fæddist árið 1964. Han er nuddfræingur og hans kona er Heba Helgadóttir og þau eiga synina Stefni Húna og Dag Fróða. Jón Ívar, einkaþjálfari, er yngstur systkinanna, fæddur í ársbyrjun árið 1970. Kona hans er Ingunn Ásta Sigmundsdóttir og þau eiga börnin Ívar Inga, Anítu Kristínu og Sylvíu Kristínu.

Nám og störf

Ólafur fór utan á undan fjölskyldunni til náms í Þýskalandi. Veran á Rínarbökkum varð honum mikil reynsla. Hann var agaður í fræðunum, teygaði í sig tónlistina og opnaði veru sína fyrir menningunni, sem var um margt í molum eftir hrylling stríðsins. Ólafur varð fyrir sporvagni og hryggbrotnaði. Hann varð að endurþjálfa sig líkamlega og svarti hundurinn, eins og Churchill kallaði þunglyndið, var aldrei langt undan. Þau Ingibjörg urðu að halda vel á öllu, bregðast við flóknum aðstæðum og það varð ekki þrautalaust að geta klárað námið. Það tókst þó fyrir harðfylgi þeirra beggja. Þau voru reynslunni ríkari þegar þau fóru svo heim til Íslands. En Ólafur vildi gjarnan bæta við sig í námi. Það varð að ráði að þau fóru til Silkeborgar og Óðinsvéa og Ólafur stundaði m.a. lyflækninganám þar á árunum 1964 – 68. Danmerkurárin voru góður birtutími allri fjölskyldunni.

Svo heim til Íslands að nýju á hippaárinu 1968. Þá settust þau að í reisulega fjölskylduhúsinu Bræðraborgarstíg 19 sem faðir Ólafs hafði reist handa börnum sínum. Ólafur setti á stofn lækningastofu í Garðastræti og Ingibjörg vann með honum. En reynslan af víddum sálarmeina dró Ólaf æ meir að geðlækningum og hann söðlaði um. Hann fór að vinna á Kleppi og var deildarlæknir þar í mörg ár. Síðar starfaði hann svo á Landspítalanum til starfsloka.

Þau Ingibjörg og fjölskyldan bjuggu um tíma í Bólstaðarhlíð en fluttu svo á Kvisthaga þar til þau hjón skildu árið 1985. Þá keypti Ólafur sér húsnæði við Eiríksgötu í nágrenni Landspítalans og þessar kirkju.

Hugðarefnin

Þegar Ólafur lét af störfum hafði hann meira næði til að sinna hugðarefnum sínum. Hann las sögu af miklum ákafa, hikaði ekki við að kafa í nýjustu kenningar í mannfræði og var vel að sér. Hann tók stundum að sér afleysingastörf út á landi og vakti umtal fyrir getu á skíðum norður í Ólafsfirði þegar hann lét ekki fannfergi hindra læknisvitjun. Og svo hljóp Ólafur. Mörg okkar munum hann og hlaupastíl hans. Og hann vakti aðdáun margra fyrir öll hálfmaraþonin sem hann hljóp. Og síðast – er hann hljóp – var hann á níræðisaldri.

Svo var það öll tónlistin sem umvafði sál hans og líf. Hann var fær píanisti. Þýska tónlistin rann honum í blóð rétt sem Rín og þýsk menning. Schuman, Beethoven og Brahms voru vinir hans. Og svo var Chopin í uppáhaldi. Tregafull næturtónlistin umlauk sálarbylgjur Ólafs og hann fékk útrás fyrir toppana með því að veita þeim um huga, hendur og inn í dýrðarheim hljómanna. Tónlistin sefaði og veitti lífi í það sem vildi daprast og stirðna. Ólafur spilaði sig eiginlega inn í himininn. Og þegar hann gat ekki lengur haldið heimili á Eiríksötunni fór píanóið með honum og endaði á Skjóli. Þegar sjónin fór á undan honum til Guðs gat hann þó sest við hljóðfærið og orðið sér og öllum vistmönnum gleðigjafi því honum var gefið að spila með tilfinningu.  

Minningarnar

Og nú eru skil. Og nú mega minningar flæða. Manstu dökku augun hans? Manstu hvernig hann stóð alltaf með sjúklingum? Manstu mannvinsemd, mannvirðingu og mannelsku Ólafs? Manstu hve vel hann hvatti og kom mörgum á fætur og til ferðar í lífinu? Manstu skíðamanninn Ólaf eða hlaupamanninn? Manstu kröfulausa gjafmildina? Naustu þess einhvern tíma að hlusta á hann spila og hve veitull hann var í tónlist sinni? Manstu næmni Ólafs, greiningargetu og athyglisgáfu? Saknaðir þú einhvern tíma að hafa ekki verið honum nærri? Manstu hvernig hann agaði sjálfan sig og strammaði sig af þegar hann þurfti að gæta sín? Manstu hvernig hann breyttist þegar hann eltist og hvernig hann opnaði sig gagnvart barnabörnum og framvindu kynslóðanna. Og manstu líka getu hans til að vera einn? Naust vináttu hans? Varstu vitni að orgelleik Ólafs í kirkjum Íslands? Varstu vitni að eldmessu hans í Hofskirkju í Öræfum? Manstu andstæðurnar í Ólafi? Manstu hve hann passaði upp á grömmin og eigin þunga? Naust þess einhver tíma að halda í hendi hans, finna hlýjuna streyma frá þeim og slá á einsemd eða vanlíðan. Manstu hve natinn hann var við ættmenni og fjölskyldufólk sitt þegar hann hafði kraft til?

Himininn

Ólafur er farin inn í hina miklu tónstöð himins. Þar eru næturljóð en líka dagljóð – öll besta músíkin. Hann leikur ekki lengur fyrir þig. En tónlistin hans lifir. Hann sem var svo mikill náttúrumaður gengur ekki á nein fjöll framar eða hleypur. En minningin er svo sterk af honum í faðmi stórbrotinnar náttúru Íslands að hann kemur til okkar þar og minningarnar flæða.

Guð geymi Ólaf Jóhann Jónsson – og Guð geymi þig.

Minningarorð 1. nóvember, 2017. Hallgrímskirkja. Erfidrykkja i Hallgrímskirkju eftir útför. Jarðsett samdægurs í Garðakirkjugarði, Álftanesi.