Greinasafn fyrir flokkinn: Greinar og pistlar

113 pistlar SÁÞ eru inn á tru.is og aðgengilegt á slóðinni trú.is.

Skírn – niður og upp

Vertu Guð faðir, faðir minn,

í frelsarans Jesú nafni.

Hönd þín leiði mig út og inn

svo allri synd ég hafni.

Þessi bænavers Hallgríms standa á hinum stórkostlega skírnarfonti Hallgrímskirkju. Og í dag beinum við huga að skírn. Mér þykir dásamlegt að taka þátt í skírn, horfa í augu hvítvoðungs og sjá í þeim himin og framtíð. Í skírn kyssast allar góðar víddir mennsku og lífs. Tími og eilífð faðmast. Því er skírn hátíð.

Barnið, nýkomið frá Guði, er fært í klæði hreinleikans og hvílir í fangi ástvinar. Svo eru lesnir miklir textar, sem varða lífið og lífslánið. Vatnið í skírnarfontinum er hreint og vekur oft athygli hins unga lífs. Svo gutlar í vatninu og tilfinningar bylgjast í ástvinum, bros læðast í munna og augu. Og flestar skírnarathafnir eru gjörningur hins óvænta. Flestum nema foreldrunum fannst mjög fyndið þegar stóri bróðir átti að segja nafn barnsins en honum fannst nafnið sem pabbi og mamma höfðu ákveðið bara ekki gott. Hann sagði hátt og skýrt það nafn sem honum fannst flottast. Foreldrarnir hrópuðu neiiiiiiii. En svo var allt leiðrétt, nafnið var nefnt frammi fyrir Guði og mönnum. Skírn er gjörningur og fyrir lífið og ástvinir umvefja barnið með vonum og bænum. Krúttið er blessað og ég lyfti því gjarnan upp. Oft klappa allir. Já, mikil hátíð og tilfinningaþrungin.

Umstang – lífgjöf

En til hvers að skíra börn? Hátíð já en fyrirhöfn líka. Á kannski bara að einfalda? Nú er hægt að fara inn á vef þjóðskrár og ganga frá skráningu. Ekkert mál, tekur fimm mínútur, búið og gert. Er það ekki snjallast – eða hvað? Fólk segir líka stundum, að það vilji leyfa barninu að ráða hvort það verður skírt eða ekki. En er einhver ástæða að bíða með að gefa stærstu gjafirnar þar til krakkarnir eru unglingar? Skírn er ekki hættuleg heldur stórkostleg gjöf. Það er hægt að bíða með skírn ef fólk vill bara sætta sig við lágmörkin. Skírn er meira en nafngjöf eða skráning. Nafngjöf er lagaskylda en skírn er lífgjöf.

Skírnarsagan

Og þá fyrst sagan. Jesús var skírður í ánni Jórdan. Það var afgerandi stórviðburður í sögu skírnarinnar, raunar miðjan, sem skilgreinir allt hitt sem á eftir kom. Jóhannes, nefndur skírari af starfanum, var út í á og jós vatni á fólk eða dýfði því niður. Kristnir gerðu eins og meistarinn. Frumkirkjan sótti út í vatnið og vantssullið hefur einkennt allar stóru – raunar flestar – kirkjudeildir heimsins síðan. Skírn hefur alltaf verið meira en skráning, stærri bónus og djúktækari plús en bara að líma nafn við fólk. Skírn varðar hið stóra en nafngjöf hið smærra og best að þau fari saman. Skírn er það að leyfa öllum lífsvíddum að umfaðma barnið en ekki bara að setja nafn á það. Og í skírn er auðvitað beðið um að Guð verði alltaf vinur barnsins.

Orðið skírn er gegnsætt og tandurhreint orð. Sögnin að skíra merkir að hreinsa. Jesús talaði um skírn og ritarar Nýja testamenntisins líka. En í þeirra túlkun var skírn ekki eins og laugardagsbað til að þrífa skítugan kropp. Skírn var mál hins ytra og innra, tíma og alls þess sem er eftir dauða. Páll postuli var róttækur og skapandi hugsuður. Í Rómverjabréfinu, sem var lesið áðan, segir hann: „Eða vitið þið ekki að við öll, sem skírð erum til Krists Jesú, erum skírð til dauða hans?“ Barn skírt til dauða! En svo bætir hann strax við: „Og eins og faðirinn vakti Krist frá dauðum með dýrðarmætti sínum, eins eigum við að lifa nýju lífi.“ Skírð til lífs í tíma og eilífð.

Það er eitthvað mikið meira og dýpra á ferðinni í þessum orðum heldur en að pikka nafn á netinu í þjóðskrá. Jesús notaði raunar nefninguna skírn um allan feril sinn og hlutverk, þetta sem við íhugum á föstunni, skírdegi, föstudeginum langa og páskum. Jesús sagði vinum sínum að honum yrði dýft ofan í voðalegan hyl. Hann yrði beinlínis að fara á kaf svo hann mætti klára hlutverk sitt. Af orðum hans ályktuðu hugsuðir frumkristninnar að skírnin væri þátttökugjörningur. Skírn væri beintenging við allt sem Jesús Kristur stæði fyrir, kenndi, upplifði og afrekaði. Fullkomin samábyrgð og tenging.

Fer niður getur komið upp

Ólíkt reglunni í hagfræðinni sem segir, að það sem fari upp komi niður, er í kristninni andstæðar hæðarlýsingar og hreyfitjáning. Kristnin kennir, að það sem fer niður getur komið upp. Hugsuðir aldanna tóku eftir þessum merkilega ferðastíl kristninnar. Engin þjáning, engin neyð er til dauða í Jesúreisunni, heldur getur allt, sem við upplifum neikvætt, snúist til góðs af því Guð er nærri. Alþýðuvísdómurinn hefur túlkað þetta svo, að lífið sé harður skóli og engin viska verði til nema vegna lífsreynslu. Heimspekingurinn Hegel notaði þessa lífsspeki í heimspekikerfi sínu og talaði um aufhebung– upphafingu. Líf fólks og þjóðfélaga er aldrei samfelld hamingjusaga heldur baráttusaga. Lífið er agandi skóli. Hetjan verður ekki til nema í átökum, hetjan verður aðeins skírð í eldi baráttunnar. Sem sé, það sem fer niður getur farið upp ef Guð er nærri. Farsælar lyktir af því Guð er. Líf er ferli í stórum tíma en líka eilífð.

Sköpun, blessun vatns og ógn

Þegar við skoðum frásögur Biblíunnar og guðfræði fyrstu alda sjáum við, að skírnarboðskapur Jesú hafði stýrandi áhrif á hvernig bað kristninnar var skilið og túlkað. Skírn Jesú var frá fyrstu tíð tengd við sköpunarsögu Gamla testamentisins. Jesúskírnin var skilin með vísan til upprunasköpunar sem ný sköpun. Guð endurhelgaði heiminn. Við, sem höfum lesið miðaldaprédikanir Hómilíubókarinnarskynjum, vitum að kristnir miðaldamenn töldu að öll vötn veraldar væru helguð með skírn Jesú. Framhald – sköpunargjörningur.

Allir vita að ekkert lifir án vatns. En vatn getur líka fært í kaf og drekkt lífi. Syndaflóðasögur tjá þá ógn. Flóðbylgjur aldanna hafa eytt lífi. Í öllum landdýrum býr óttinn við of mikið vatn. Vatn slekkur ekki aðeins þorsta lífs, heldur er jafnframt tákn um að lífið er óöruggt. Nútímamengun sjávar og æðakerfis vatnsheimsins er svo syndaflóð samtíma okkar, sem við menn berum alla ábyrgð á.

Stórviðburðir – adráttarafl og túlkun

Skírn Jesú var ofurviðburður sem kallaði á skýringar, tákn og túlkun. Jesúskírnin var  slíkur samsláttur kraftanna að stór tákn soguðust til þeirrar miðju. Skírn dró að sér túlkun og tákn. Myrkur, þjáning, dauði, vatn og þorsti hafa verið skýrð með margvíslegu móti. Svo er dúfa líka tengd hinum lífgefandi en einnig lífsógnandi vötnum í táknheimi Biblíunnar. Í hinum fornu ritningum var rok tákn um návist Guðs. Fyrst var kaos, óreiða, en orð og blástur Guðs komu skipan á og til varð veröld. Úr líflausri frumvatnaveröld varð til blái hnöttur hinnar góðu sköpunar. Guð sá, að allt var harla gott. Frumkristnin tengdi skírn Jesú og skírn allra manna við þessa sköpun heimsins. Í skírn var tengt inn í lífið, sem Guð hafði gert svo gott. Vatnið var ekki bara ógnandi heldur líka lífgefandi. Harla gott. Veröldin væri ekki aðeins til dauða heldur var og er stefna kristninnar stefna Guðs upp úr dauðadalnum og til lífs og hamingju. Svo skildi fólk, að allir sem tóku þátt í þessum skírnargjörningi voru kysstir af himninum og eilífðinni. Og ættarmótið er heyrum kunnugt og opinbert: „Þetta er sonur minn.“„Þetta er dóttir mín.“ Fólk á Guðs vegum. Líka börn í samtíð okkar – ekki bara nöfn í skrá, heldur elskuð og kysst af himinum. Það sem fer niður kemur upp af því að Guð hefur áhuga á hinu ríkulega og stóra – sem er meira en nafngjöf. Guð skapar líf í risastóru samhengi.

Fonturinn geislar

Er lífið einfalt? Nei. Hefur þú einhvern tíma átt erfitt, misst marks eða orðið fyrir áfalli? Já. Ekkert okkar flögrar átakalaust í gegnum lífið. Það er raunsæisboðskapur skírnarinnar. Það, sem fer niður, getur farið upp vegna þess að Guð er nærri. Enginn er einn og óstuddur. Guð er alltaf nærri, fer með okkur á kaf þegar við þjáumst, heldur í hendi okkar þegar við erum að kafna, sleppir aldrei og er alltaf tilbúinn. Það, sem fer niður, fer upp ef Guði er leyft að vera með. Líf hins skírða er opið líf, með bónus, fullt af möguleikum. Aðalmál skírnarinnar er að Guð fær að vera nálægur vinur. Það er hægt að hafna skírn og afþakka þá nálægð, en Guð er nærri og býður hlýja návist.

Skoðaðu hinn dásamlega skírnarfont Hallgrímskirkju. Á hann er ekki aðeins letrað bænaversið – líka með stafagerð höfundarins Leifs Breiðfjörð – sem við báðum áðan. „Vertu Guð, faðir faðir minn…“ Hitt, sem er líka letrað, er versið í Markúsarguðspjalli : „Sá sem trúir og skírist mun hólpinn verða.“ Ekkert lítið heldur stórt, beintenging við lífið í tíma og eilífð. Upp, upp mín sál.

13. janúar, 2019. 

 

Bænir – Porvoo-kirknasambandið

page1image25830016page1image25825792

PORVOO PRAYER DIARY 2019

The Porvoo Declaration commits the churches which have signed it ‘to share a common life’ and ‘to pray for and with one another’. An important way of doing this is to pray through the year for the Porvoo churches and their Dioceses.

The Prayer Diary is a list of Porvoo Communion Dioceses or churches covering each Sunday

of the year, mindful of the many calls upon compilers of intercessions, and the environmental and production costs of printing a more elaborate list.

Those using the calendar are invited to choose one day each week on which they will pray for the Porvoo churches. It is hoped that individuals and parishes, cathedrals and religious orders will make use of the Calendar in their own cycle of prayer week by week.

In addition to the churches which have approved the Porvoo Declaration, we continue to pray for churches with observer status. Observers attend all the meetings held under the Agreement.

The Calendar may be freely copied or emailed for wider circulation.

The Prayer Diary is updated once a year. For corrections and updates, please contact Revd Johannes Zeiler, Ecumenical Department, Church of Sweden, johannes.zeiler@svenskakyrkan.se

page2image25871104page2image25870528

JANUARY 6/1

Church of England: Diocese of London, Bishop Sarah Mullally, Bishop Graham Tomlin, Bishop Pete Broadbent, Bishop Rob Wickham, Bishop Jonathan Baker, Bishop Ric Thorpe,Vacancy – Bishop of Stepney

Church of Norway: Diocese of Nidaros/ New see and Trondheim, Presiding Bishop Helga Haugland Byfuglien, Bishop Herborg Oline Finnset

13/1

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Oulu, Bishop Jukka Keskitalo
Church of Norway: Diocese of Soer-Hålogaland (Bodoe), Bishop Ann-Helen Fjeldstad Jusnes

Church of England: Diocese of Coventry, Bishop Christopher Cocksworth, Bishop John Stroyan.

20/1

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Tampere, Bishop Matti RepoChurch of England: Diocese of Manchester, Bishop David Walker, Bishop Mark Ashcroft,

Bishop Mark Davies

27/1

Church of England: Diocese of Birmingham, Bishop David Urquhart, Bishop Anne Hollinghurst

Church of Ireland: Diocese of Cork, Cloyne and Ross, Bishop Paul Colton
Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Elsinore, Bishop Lise-Lotte Rebel

page3image25790144page3image25791488

FEBRUARY

3/2

Church in Wales: Diocese of Bangor, Bishop Andrew John

Church of Ireland: Diocese of Dublin and Glendalough, Archbishop Michael Jackson

10/2

Church of England: Diocese of Worcester, Bishop John Inge, Bishop Graham Usher

Church of Norway: Diocese of Hamar, Bishop Solveig Fiske

17/2

Church of Ireland: Diocese of Limerick and Killaloe, Bishop Kenneth Kearon

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Roskilde, Bishop Peter Fischer- Moeller

24/2

Church of England: Diocese of Peterborough, Bishop Donald Allister, Bishop John HolbrookChurch of Ireland: Diocese of Meath and Kildare, Bishop Pat Storey

page4image25870080page4image25866624

MARCH 3/3

Church of England: Diocese of Canterbury, Archbishop Justin Welby, Vacancy – Bishop of Dover

Church of Ireland: Diocese of Down and Dromore, Bishop Harold Miller10/3

Church of England: Diocese of Chelmsford, Bishop Stephen Cottrell, Bishop John Perumbalath, Bishop Roger Morris, Bishop Peter Hill

Church of Sweden: Diocese of Karlstad, Bishop Sören Dalevi17/3

Evangelical Lutheran Church of Latvia: Archbishop Jānis Vanags, Bishop Einārs Alpe,Bishop Hanss Martins Jensons

Church of England: Diocese of Lichfield, Bishop Michael Ipgrave, Vacancy – Bishop of Shrewsbury, Bishop Geoff Annas, Bishop Clive Gregory

Church in Wales: Diocese of St David’s, Bishop Joanna Penberthy

24/3

Church of Sweden: Diocese of Lund, Bishop Johan Tyrberg

Church of Ireland: Diocese of Cashel, Ossory and Ferns, Bishop Michael Burrows

Church of England: Diocese of Ely, Bishop Stephen Conway, Vacancy – Bishop of Huntingdon.

31/3

Church of Ireland: Diocese of Armagh, Archbishop Richard Clarke
Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Funen, Bishop Tine Lindhardt

page5image25854336page5image25859520

APRIL

7/4

Church of Sweden: Diocese of Uppsala, Archbishop Antje Jackelén, Bishop Ragnar PerseniusChurch in Wales: Diocese of Llandaff, Bishop June Osborne
14/4
Church of England: Diocese of Derby, Vacancy, Bishop Jan McFarlane

Church of Ireland: Diocese of Clogher, Bishop John McDowell

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aalborg, Bishop Henning Toft Bro

21/4

Church of England: Diocese of Blackburn, Bishop Julian Henderson, Bishop Jill Duff, Bishop Philip North

Scottish Episcopal Church: Diocese of Brechin, Bishop Andrew SwiftThe Lutheran Church in Great Britain: Bishop Martin Lind
28/4
Church of Sweden: Diocese of Gothenburg, Bishop Susanne RappmannScottish Episcopal Church: Diocese of Glasgow and Galloway, Vacancy

page6image25802240page6image25797824

MAY 5/5

Church of England: Diocese of Southwark, Bishop Christopher Chessun, Bishop Richard Cheetham, Bishop Jonathan Clark, Bishop Karowei Dorgu

Church of Norway: Diocese of Björgvin, Bishop Halvor Nordhaug

12/5

Church of England: Diocese of Gloucester, Bishop Rachel Treweek, Bishop Robert Springett

Church of Sweden: Diocese of Västerås, Bishop Mikael Mogren

19/5

Church of England: Diocese of Guildford, Bishop Andrew Watson, Bishop Jo Wells

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Viborg, Bishop Henrik Stubkjær

26/5

Church of England: Diocese of Exeter, Bishop Robert Atwell, Bishop Nicholas McKinnel, Bishop Jackie Searle

Church of Norway: Diocese of Nord-Hålogaland, Bishop Olav Øygard

page7image25793984page7image25796480

JUNE

2/6

Church of England: Diocese of Hereford, Bishop Richard Frith, Bishop Alistair Magowan,

The Lusitanian Church (Portugal): Bishop José Jorge Pina Cabral

The Latvian Evangelical Lutheran Church Abroad: Archbishop Lauma Zušēvica

9/6

Evangelical Lutheran Church of Iceland: Bishop Agnes Sigurdardottir, Bishop Kristjan Björnsson, Bishop Solveig Lara Gudmundsdottir

The Spanish Reformed Episcopal Church: Bishop Carlos Lopez Lozano

16/6

Scottish Episcopal Church: Diocese of Argyll and the Isles, Bishop Kevin Pearson

Church of Ireland: Diocese of Connor, Bishop Alan Abernethy

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Lolland-Falster, Bishop Marianne Gaarden

23/6

Church of England: Diocese in Europe, Bishop Robert Innes, Bishop David HamidChurch of Sweden: Diocese of Visby, Bishop Thomas Petersson

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Copenhagen, Bishop Peter Skov- Jakobsen

30/6

Church of England: Diocese of Lincoln, Bishop Christopher Lowson, Bishop David Court, Bishop Nicholas Chamberlain

Church of Sweden: Diocese of Härnösand, Bishop Eva Nordung ByströmEvangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Lappo, Bishop Simo Peura

page8image25803008page8image25800128

JULY 7/7

Church of England: Diocese of St Albans, Bishop Alan Smith, Bishop Richard Atkinson, Bishop Michael Beasley

Church of Sweden: Diocese of Linköping, Bishop Martin Modéus
14/7
Church of England: Diocese of Newcastle, Bishop Christine Hardman, Bishop Mark TannerChurch of Norway: Diocese of Moere (Molde), Bishop Ingeborg Midttoemme
21/7
Church of Sweden: Diocese of Skara, Bishop Åke Bonnier

Church of England: Diocese of Leeds (formerly called the Diocese of West Yorkshire and the Dales), Bishop Nick Baines, Bishop Tony Robinson, Bishop Helen-Ann Hartley, Bishop Toby Howarth, Bishop Jonathan Gibbs, Bishop Paul Slater

28/7

Evangelical Lutheran Church of Lithuania: Bishop Mindaugas SabutisChurch of Ireland: Diocese of Derry and Raphoe, Bishop Kenneth Good

page9image25795712page9image25793408

AUGUST

4/8

Church of England: Diocese of Bristol, Bishop Vivienne Faull, Bishop Lee RayfieldEvangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Helsinki, Bishop Teemu Laajasalo11/8
Church of England: Diocese of Portsmouth, Bishop Christopher Foster

Church of Sweden: Diocese of Stockholm, Bishop Eva Brunne
18/8
Church of Ireland: Diocese of Kilmore, Elphin and Ardagh, Bishop Ferran GlenfieldEvangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aarhus, Bishop Henrik Wigh-Poulsen25/8
Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Espoo, Bishop Kaisamari HintikkaScottish Episcopal Church: Diocese of Edinburgh, Bishop John Armes

page10image25798784page10image25791296

SEPTEMBER 1/9

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Turku, Archbishop Tapio Luoma, Bishop Kaarlo Kalliala

Church of England: Diocese of York, Archbishop John Sentamu, Bishop Paul Ferguson, Bishop John Thomson, Bishop Alison White, Bishop Glyn Webster

8/9

Church of England: Diocese of Salisbury, Bishop Nicholas Holtam, Bishop Andrew Rumsey, Bishop Karen Gorham

Church in Wales: Diocese of St Asaph, Bishop Gregory Cameron

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Ribe, Bishop Elof Westergaard

15/9

Church of Ireland: Diocese of Tuam, Killala and Achonry, Bishop Patrick Rooke

Church of England: Diocese of Bath and Wells, Bishop Peter Hancock, Bishop Ruth Worsley

22/9

Church of England: Diocese of Sheffield, Bishop Pete Wilcox, Bishop Peter Burrows

Church of England: Diocese of Sodor and Man, Bishop Peter Eagles

Church of Greenland: (Diocese of Greenland within the Evangelical Lutheran Church in Denmark) Bishop Sofie Petersen

29/9

Church in Wales: Diocese of Swansea and Brecon, Archbishop John Davies
Church of England: Diocese of Leicester, Bishop Martyn Snow, Bishop Guli Francis-Dehqani

page11image25794368page11image25801664

OCTOBER

6/10

Church of England: Diocese of Liverpool, Bishop Paul Bayes, Bishop Beverley Mason

Church in Wales: Diocese of Monmouth, Bishop Richard Pain

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Haderslev, Bishop Marianne Christiansen

13/10

Church of England: Diocese of Truro, Bishop Philip Mounstephen, Bishop Chris GoldsmithChurch of Norway: Diocese of Tönsberg, Bishop Jan Otto Myrseth
Church of Sweden: Diocese of Strängnäs, Bishop Johan Dalman
20/10

Church of Sweden: Diocese of Växjö, Bishop Fredrik Modéus
Church of England: Diocese of Oxford, Bishop Steven Croft, Bishop Andrew Proud, Bishop

Colin Fletcher, Bishop Alan Wilson

27/10

Church of England: Diocese of Carlisle, Bishop James Newcome, Bishop Emma Ineson

Church of Norway: Diocese of Stavanger, Bishop (Vacancy – Constituted bishop/Cathedral dean Anne Lise Ådnøy )

page12image25793216page12image25707648

NOVEMBER 3/11

Church of England: Diocese of Winchester, Bishop Timothy Dakin, Bishop David Williams, Bishop Jonathan Frost

Church of Norway: Diocese of Agder and Telemark, Bishop Stein Reinertsen10/11

Church of England: Diocese of Norwich, Bishop Graham James, Bishop Alan Winton, Bishop Jonathan Meyrick

Church of Sweden: Diocese of Luleå, Bishop Åsa Nyström17/11

Estonian Evangelical Lutheran Church: Archbishop Urmas Viilma, Bishop Tiit Salumäe, Bishop Joel Luhamets

Church of England: Diocese of Rochester, Bishop James Langstaff, Bishop Simon Burton- Jones

24/11

Church of England: Diocese of St Edmundsbury and Ipswich, Bishop Martin Seeley, Bishop Mike Harrison

Scottish Episcopal Church: Diocese of Aberdeen and Orkney, Bishop Anne Dyer

page13image25722624page13image25715328

DECEMBER

1/12

Scottish Episcopal Church: Diocese of St Andrews, Dunkeld and Dunblane, Bishop Ian Paton

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Porvoo, Bishop Björn Vikström

8/12

Church of England: Diocese of Chester, Bishop Peter Forster, Bishop Keith Sinclair, Bishop Libby Lane

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Kuopio, Bishop Jari Jolkkonen15/12

Church of England: Diocese of Southwell and Nottingham, Bishop Paul Williams, Bishop Tony Porter

Church of Norway: Diocese of Borg, Bishop Atle Sommerfeldt

22/12

Church of Norway: Diocese of Oslo, Bishop Kari Veiteberg

Church of England: Diocese of Durham, Bishop Paul Butler, Vacancy – Bishop of Jarrow

Scottish Episcopal Church: Diocese of Moray, Ross and Caithness, Bishop Mark Strange (Primus)

29/12

Church of England: Diocese of Chichester, Bishop Martin Warner, Bishop Mark Sowerby, Bishop Richard Jackson

Evangelical Lutheran Church in Finland: Diocese of Mikkeli, Bishop Seppo Häkkinen

Dyggðir og lestir – Siena

Öld er liðin frá stríðslokum fyrri heimsstyjaldar. 9 milljónir hermanna féllu – eða 6000 hermenn hvern einasta dag stríðsins. Það er svipaður fjöldi og íbúar í Hallgrímssókn! Tugir milljóna annarra féllu eða urðu fyrir stórfelldu tjóni í átökunum eða vegna þeirra. Svo hélt hryllingurinn áfram tveimur áratugum síðan. Sú styrjöld var enn grimmilegri og lífsfrekari. Þau eru dæmd til hryllingsverka sem ekki læra af sögunni. Friður eða stríð, blóð eða réttlæti. Hvernig eflum við frið og sköpum réttlátan frið? Hvernig getum við gengið erinda friðar himins og jarðar? Lagt lífinu lið? Nært elskuna – verið fulltrúar Jesús Krists? Á þessum tímamótum flaug hugur minn suður til Toskana og til Siena sem er mér kær.

Friðarsalurinn í ráðhúsi borgarinnar er áhrifaríkur. Þar eru ávirkar myndskreytingar sem sýna áhorfendum hvernig góð stjórn kemur góðu til leiðar og hvernig ill stjórn spillir. Í kirkjum miðalda var almenningi kennd hin kristnu fræði með orðum en einnig með myndum. Myndskreytingar helgistaðanna voru Biblía hinum fátæku og þar með ólesandi. Þær voru Biblia pauperum. Borgaryfirvöldin í Siena skildu, að myndverk gætu þjónað líka borgaralegum tilgangi ekki síður en andlegum og kristilegum. Þau fengu listamenn til að uppteikna vanda og vegsemd hins góða borgarlífs. En einnig hins illa, sem stjórnvöld geta valdið borgurunum. Skömmu fyrir 1340 réðu borgaryfirvöld Ambrosíus Lorenzetti til að skreyta borgarstjórnarsalinn í ráðhúsinu fagra Siena, þar sem hinir níu borgarstjórnarmenn hittust. Freskumyndir Lorenzettis sýna hið góða og illa og hvernig mismunandi stjórnhættir hafa áhrif. Það er ástæða til að fara af hörputorginu inn í ráðhúsið og íhuga viskuna.

Mynd hinnar góðu stjórnar (allegorie del Buon Governo) sýnir skeggprúðan stjórnanda í miðju myndar og í svörtum og hvítum kyrtli. Við fætur honum er úlfynjan sem fóstraði Rómulus og Remus, en þeir koma við sögu Sienaborgar og er víða í borginni að finna af þeim myndir sem og fósturmóður þeirra. Á báðar hendur stjórnvaldi sitja hinar klassísku eða borgaralegu dyggðir (virtu civili). Yfir svífa hinar trúarlegu eða kristilegu dyggðir, Trú von og kærleikur (Fede, Speranza e Caritá). Hinar borgaralegu dyggðir er friður, kappsemi, hugrekki, göfuglyndi, hófstilling og réttlæti (Pace, Fortezza, Prudenza, Magnamita, Temperenza, Giustizia). Sýnu lötust og afslöppuðust er Pace, friðarengillinn eða gyðjan. Það er svo mikil værð yfir henni að einna líkast er að hún sé að leka út af. Er það húmor eða er það svo að friðurinn er óttalaus þegar stjórn er góð? Réttlætið nýtur sérstakrar áherslu myndarinnar. Yfir réttlætisgyðjunni svífur viskan, sapienza. En réttlætið kemur fram í tveimur útgáfum, sekt og sakleysi (sýknandi réttlæti en einnig refsandi réttlæti, aftaka). Á neðri hluta myndarinnar eru hermenn með fanga á ferð en á hinum neðri hlutanum eru 24 borgarar sem koma fram saman og eru samstiga. Fyrir framan þá eru tveir höfðingjar sem vilja afhenda ríki og kastala til hinnar góðu borgarstjórnar.

Nærri freskunni af hinni góðu ríkistjórn er sýnt hvernig afleiðingar eru fyrir borgarlífið; friður, hamingja, vinnusemi, ríkuleg uppskera landbunaðar, árangursrík verslun, öryggi og árgæska. Á hinum veggnum er sýnt hvernig vond stjórn er. Verurnar, sem birtast í líki stjórnherra, eru dýrslegar ásýndum. Þær eru harðstjórn, grimmd, blekking, fals, reiði, óeining og illska. Réttlætið er hamið og í fjötrum hlekkja og niðurtroðið af illskupúkum. Afleiðingarnar eru einnig sýndar í mynd stríðs, akrar og atvinnutæki brunnin eða í rúst, fólk í fangelsum, rænt,  nauðgað eða drepið. Ógnin, Terrore, ríkir. Hvort er nú betra? Friður eða stríð, góð stjórn eða ill? Almenningur í Siena hafði fyrir augum stöðuga áminningu um að valið, en stjórnendur höfðu einnig fyrir augum áminngu um að þeirra hlutverk og skylda væri að velja rétt.

Enn í dag eru sömu lögmál við landsstjórn, stjórn fyrirtækja og allra félaga. Okkar er valið. Hundrað ár frá fyrri heimstyrjöld en ótrúleg stríð hafa verið háð síðan. Að rækta frið er verkefni allra daga.

Árnabiblían

Ég hef aldrei keypt Biblíu handa sjálfum mér. Mér hefur þó aldrei verið Biblíuvant því ég hef verið svo lánsamur að hafa fengið margar Biblíur að gjöf. Ein af gjafabiblíunum rataði í hendur mínar síðla árs 2003. Hún er ekki aðeins falleg hið innra heldur líka hið ytra, bundin í skinn og silfurslegin. Það þarf engan bókelskling eða biblíuvitring til að sjá að þetta er mikið lesin bók.

Ég var settur til afleysingar í Hallgrímskirkju haustið 2003. Af því ég hafði sungið í einum kórnum þekkti ég marga í starfsliði kirkjunnar. Það var því ánægjulegt að koma til starfa fyrsta vinnudaginn. Eftir kaffibolla, hlátra og hlýjar móttökur héldu allir á sínar vinnustöðvar. Inn á skrifstofunni, sem mér var ætluð, var bókastafli á skjalaskápnum. Þarna voru gamlar bækur, Passíusálmar og guðsorðabækur. Þá sá ég kunnuglega Biblíu. Blóðið þaut fram í kinnar mínar. Ég þekkti hana því ég hafði svo oft handleikið hana í húsi við Sjafnargötu. Biblían var merkt Árna Þorleifssyni, sem hafði fengið hana að afmælisgjöf þegar hann varð sextugur árið 1937. Ég hafði ekki séð hana í meira en þrjátíu ár, þar til á þessum degi í Hallgrímskirkju.

Árni Þorleifsson var vinur foreldra minna og þau kynntust í hans skjóli. Þegar þeim fæddist drengur bað hann um að sá stutti fengi líka að bera nafn hans því hann átti ekki börn sjálfur. Ég heiti því Árni og þar sem ég var afalaus gekk hann mér í afa stað. Árni missti sjón á gamals aldri og bað mig um að lesa fyrir sig. Ég fór til hans í hverri viku öll unglingsárin. Hann gaf mér smjörköku eða vínarbrauð, við ræddum saman og svo bað hann mig oftast að lesa fyrir sig úr Biblíunni. Hann ákvað hvaða kaflar skyldu lesnir og ég tók bókina góðu og las upphátt. Við nutum samfélagsins og hann sá til þess að ég lærði að lesa í Biblíunni og skilja samhengi og dýrmæti. Síðan lést Árni og bækur hans og Biblíur hurfu mér einnig.

Svo varð samsláttur atburða í tíma. Nokkrum dögum áður en ég hóf störf var Biblían afhent kirkjunni að gjöf. Svo tók hún á móti mér. Hvaða verkfæri fær prestur betra en Biblíu við upphaf prestsstarfs? Tákn um ábyrgð prests að rannsaka ritningarnar og leyfa lífsorði Guðs að streyma um sig í menningu og kirkju. Í árslok 2003 var mér svo gefin þessi Árnabiblía. Síðan hefur hún fylgt mér.

Biblían kemur víða við sögu og flestir eiga sér einhverja persónulega minningu um hana. Persónur eða viðburðir Biblíunnar eiga sér afleggjara í bókmenntum, listum og sögu heimsins. Áhrifasaga Biblíunnar er mikilfengleg. En áherslur samfélaga breytast. Hvað í Biblíunni skiptir nútímafólk máli og hvað hefur hlutverki að gegna í menningu samtíðar? 

Á miðvikudögum í október og nóvember er á dagskrá í hádeginu í Hallgrímskirkju dagskrá um Biblíuna. Fyrirlesarar segja frá eftirminnilegum Biblíuviðburðum í lífi sínu og tala um hvað í Biblíunni skipti máli í menningunni eða eigin lífi. Biblíurnar koma til okkar með ýmsum hætti. 

Þessi pistill birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 20. október 2018. 

Guð tjáir sig í kartöflum og eplum

Hvernig tekur þú við gjöfum? Hvaða merkingu hafa gjafir og hvernig bregstu við þeim?

Ég var í Tallinn í Eistlandi liðna helgi. Borgin er heillandi og hefur fríkkað og braggast eftir sjúkdómstíma kommúnismans. Þetta get ég sagt því ég sótti hana heim á sovéttímanum árið 1990 – og þrisvarsíðan. Það er gaman að ganga um gamla bæinn og sjá hvernig húsum hefur verið gert gott til, sótið hefur verið þvegið, gömul málning skafin af og allt endurmálað. Nýjar þakrennur eru á húsunum, göturnar eru viðgerðar og mannífið ríkulegt í gömlu miðaldaborginni. Eins og álagaham hafi verið lyft, allt fengið lit, líf og fegurð að nýju. Kirkjurnar sem voru laskaðar, vanhelgaðar, eru nú viðgerðar. Það er heillandi fara inn í þessa söguríku, miklu helgidóma. Í öllum eru auðvitað ölturu og prédikunarstólar og orgel allt þetta sem búast má við í kirkjum. En það sem kom á óvart var að í öllum kirkjunum var mikið af grænmeti og ávöxtum. Við kórtröppurnar voru kartöflur, kálhausar, grasker, epli, gulrætur, laukur, tómatar, ber og perur. Það var fagurt, að sjá þessar náttúrugjafir í kirkjunum. En af hverju var búið að koma þessu fyrir? Var þetta skreyting, eitthvað til að fegra og í staðinn fyrir blóm eða listmuni? Eða selja fólki? Var búið að breyta kirkjum í markað? Nei. Ástæðan var önnur. Hver var hún?

Ávextir jarðar hafa verið bornir í helgidómana á haustin um aldir. Hinir fornu hebrear höfðu liðið sáran matarskort á langferð til fyrirheitna landsins og pílagrímagöngu tímans. Þegar hinir umreikandi Aramear höfðu fengið land til ræktunar og frið til að yrkja jörðina spratt fram þakklæti. Þetta fólk gerði sér grein fyrir að matur er ekki mannréttindi heldur þakkarverðar lífsgjafir. Og svo varð til helgigjörningar til að marka tengsl mannaþakka og guðsgjafa. Í 26. kafla 5. Mósebókar segir frá að setja eigi þessar jarðargjafir í samhengi gæsku Guðs og bera sumt af þeim í helgidóminn. Það voru ekki gjafir til að gefa guðunum að borða, heldur var gjörningurinn til að staðfesta samhengi lífsins. Svo hefur verið um allan heim. Þegar landnemar í Bandaríkjunum höfðu uppskorið héldu þeir þakkargerðarhátíð.

Að vera maður Guðs í heiminum er andstætt lífi frekjunnar. Allan sóvéttímann, í baráttu og matarskorti bar fólk í Eistlandi kartöflur og aðra jarðarávexti í kirkjurnar á haustin. Það var gerningur gleði og þakkar, afstaða sem alltaf er sterkari en dólgshátturinn. Eftir dauða kemur líf. Jesúboðskapur, Jesúiðkun – djúpur hjartsláttur þess heims sem Guð hefur gert. Grænmeti og ávextir í kórum kirkna heimsins vekur djúpar spurningar. Hvernig lifi ég? Hvernig lifir þú? Tekur þú bara til þín í markaleysi og frekju eða ræktar þú með þér gjafmildi. Það er merkilegt að lesa ábendingar um meðferð jarðagæðanna meðal hebreanna, að sérstaklega er tekið fram að fólk skuli halda hátíð en líka gefa aðkomufólki með sér. Við börn heims og himinsins erum öll í sömu þörf fyrir gjafir lífs. Í okkur öllum býr þrá til hamingju, öryggis, friðar, matar og sáttar við sjálf, samfélag og lífgjarann sjálfan. Og kartöflur, kál og epli í kirkjum eru tákn um ást, sem skapar okkur öll, já – spannar okkur öll, alla náttúru. Okkar er að tryggja að allir njóti. Þannig er ástarsaga himins. Guð tjáir sig í kartöflum og eplum.

Amen.

Guð sem skapar, Guð sem leysir, Guð sem helgar.

Þökk sé þér fyrir ástargjafir þínar, grænmetið, alla ávexti jarðar, mannfólk, litríki veraldar, tónlist heimsins.

Þökk fyrir að þú vilt að veröldin sé ríkulegt veisluhús mettaðs og þakkandi fólks.

Allt líf kallar þú fram, allt líf nærir þú og allt líf helgar þú.

Kyrrðarstund í Hallgrímskirkju 18. október 2018