Greinasafn fyrir flokkinn: Greinar og pistlar

113 pistlar SÁÞ eru inn á tru.is og aðgengilegt á slóðinni trú.is.

Takk fyrir Jón Kristján og Ísak

Yngri drengirnir mínir eru átján ára í dag. Þeir þora vera þeir sjálfir, virða styrkleika sína og líka það sem þeir mega vinna með. Þeir hafa mannast skemmtilega, hafa sinn eigin smekk og hugðarefni. Þeir hafa þroskað með sér mannvirðingu sem er aðall hvers manns.  

Við foreldrar vitum að það er ekkert sjálfsagt að börnin okkar nái fullorðinsárum heilbrigð, hraust og hamingjusöm. Margt getur komið fyrir svo sem slys og félagsleg áföll. Innri togstreita og erfiðar fjölskylduaðstæður geta skaddað og lemstrað. En drengirnir mínir hafa blómstrað. Kvennó hefur verið þeim öflug menningar- og menntastofnun. Þeir sinna heilsurækt af dug og festu og hlægja með vinum, fjölskyldu og foreldrum. Þeir hafa líka opnað huga mót dýrmætum menningar og heims. Nú eru þeir farnir að sækja í bókahvelfingu foreldranna og kom út með bækur heimsbókmenntanna til að lesa. Svo eru þeir farnir að sækja í bóksölur bæjarins og Bókina til að bæta í safn heimilisins. Þeir flytja okkur fyrirlestra um Dostojevskí og Matthías Jochumsson, rapp og þróun kínversks kommúnisma, ræða skólagöngu Oppenheimer í Þýskandi og líðan Jóns Sveinsonar – Nonna – í Kaupmannahöfn  – okkur foreldrum til mikillar ánægju, stundum furðu en oftast til fræðslu og menntunar. Þeir bræður tóku snemma þá ákvörðun um að hafa gaman af samveru með foreldrum þeirra. Enn taka þeir ekki annað í mál en ferðast með okkur hvort sem er innan lands eða utan. Við eigum trúnað þeirra sem er undursamlegt og þakkarvert. Þeir trúa okkur fyrir vangaveltum sínum, vanda og vegsemd svo samskiptin eru jafnan gefandi og skemmtileg.

Þegar Ísak og Jón Kristján voru nýfæddir hugsaði ég stundum um hvernig það yrði þegar þeir lykju stúdentsprófi og ég væri sjötugur. Ég fann þá fyrir nokkrum kvíða og fannst ekki sjálfgefið að þeir myndu hafa gagn eða gaman af föður sínum. En þeir tóku ákvörðun um og lánaðist að leita til mín og móður þeirra með smá mál sem stór, ræða þau og hlusta á rök elskunnar og skynsemi. Afleiðing og ávöxtur er að við erum vinir á vegi lífsins. Það er yngjandi og skemmtilegt að vera á ferðafélagi kraftmikilla ungkarla og maður slitnar ekki úr sambandi við tímann. Síðustu daga hef ég rifjað upp áhyggjur mínar fyrir átján árum. Í stað kvíða, ótta og uppgjafar hefur undrun, gleði og þakklæti fyllt huga minn. Ég þakka fyrir drengina mína, móður þeirra sem aldrei hvikar í elskustuðningnum og lífið sem Guð gefur. Drengirnir mínir byrja nýtt hamingjuár og við foreldrarnir erum lukkuhrólfar í lífinu. Mér finnst ég vera fimmtugur að nýju. 

Kennimyndin var tekin í morgun þegar afmælisdrengirnir voru að fara í skólann. Myndin hér að neðan var tekin þegar Ísak kom heim af vökudeildinni eftir 18 daga lífsháska. Þegar hann var lagður við hlið bróðurins steinsofnaði hann – og þeir báðir. Þá var allt orðið eins og það átti að vera.

101 Öxará

Hvað tekur þú með þér inn í haust, myrkur og vetur? Hvaða liti, hljóð, sögur, orð og upplifanir eru þitt vetrarnesti? Ég nýt þeirrar blessunar með konu minni að horfa líka á veröldina með ungum drengjum okkar. Við reynum að miðla þeim visku og vitum að á þessum árstíma eru Þingvellir aðalstaðurinn til upplifana. Við notuðum því laugardaginn til pílagrímsferðar inn í ríki blámans, langsýna og skýrleika. Gjárnar seiddu, hægur Silfrustraumur heillaði og haustlitir glöddu. Við skokkuðum upp hleðslugötuna upp Hallann og í Stekkjargjá og síðan að úðandi Öxarárfossi.

Eftir gleðihopp í gjánni héldum við svo niður að breiðunni við Neðrifoss. „Nú ætla ég að sýna ykkur undur lífsins” sagði ég við karlana mína. Við læddumst öll að ánni og viti menn. Þarna var stór urriði, sem rauk af stað og sprettbunga myndaðst á grunnsævinu. „Vá” hann er stór. „Þeir eru fleiri hér einhvers staðar,” sagði pabbinn, „það glittir í eitthvað þarna við flúðina.” Við fórum upp á brúna við Drekkingarhyl og undrið blasti við. Stór torfa fiska brosti þarna í glitrandi vatninu, kviðmiklir og bolþykkir. Sporðarnir voru sem skóflur. Ég taldi 101 stykki, kannski voru sumir þessara risafiska nærri tuttugu pund?

Ég hef fylgst vel með Öxará í tvo áratugi og ástalífið þar fer batnandi. Mikilvægar riðstöðvar við útfall Sogsins við Kaldárhöfða voru eyðilagðar við gerð Steingrímsstöðvar fyrir hálfri öld. Hinn stórvaxni urriðastofn vatnsins hrundi, en hefur braggast síðustu ár með hjálp manna. Fyrir tuttugu árum voru aðeins nokkrir fiskar sem komu í Öxará til að efla lífið, en nú má vænta tvö til fjögur hundruð ofurfiska í ána hvert haust. Það er því sjón að sjá boltana. Nú er ástalífið í gerðinni í Öxará og lífsgleðin magnast.

Fyrst er að kenna drengjum á undur lífsins, að við megum njóta og taka með okkur svona upplifun inn í okkur og veturinn. Svo þurfum við líka að vita að menn geta skemmt eða verndað. Ég sagði þeim ekkert um Drekkingarhyl í þessari ferð, en naut þess fremur að tala og hugsa um þessa lífiðju, gleði og vonir neðan við fossinn hjá hyl grimmdarinnar. Töfrar lífsins þrátt fyrir dauða. Í nánd við Drekkingarhyl spírar lífið í þessari Lífbreiðu. Neðan við Drekkingarhyl eru stangveiðar bannaðar en upplifanir leyfðar. Dauðinn dó en lífið lifir – góð viska fyrir veturinn og allt líf mannabarna.

 Þessi pistill birtist upprunalega í Vísi 5. október 2010. 

Bænalisti Porvoo-samtakanna 2023

PORVOO PRAYER DIARY 2023
The Porvoo Declaration commits the churches which have signed it ‘to share a common life’ and ‘to pray for and with one another’. An important way of doing this is to pray through the year for the Porvoo churches and their Dioceses. The Prayer Diary is a list of Porvoo Communion Dioceses or churches covering each Sunday
of the year, mindful of the many calls upon compilers of intercessions, and the environmental and production costs of printing a more elaborate list. Those using the calendar are invited to choose one day each week on which they will pray for
the Porvoo churches. It is hoped that individuals and parishes, cathedrals and religious orders
will make use of the Calendar in their own cycle of prayer week by week.

JANUARY
1/1
Church of England: Diocese of London, Bishop Sarah Mullally, Bishop Lusa Nsenga-Ngoy,
vacancy – bishop of Kensington, Bishop Rob Wickham, Bishop Jonathan Baker, Bishop Ric
Thorpe, Bishop Joanne Grenfell.
Church of Norway: Diocese of Nidaros and Trondheim, Presiding Bishop Olav Fykse Tveit,
Bishop Herborg Oline Finnset
8/1
Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Oulu, Bishop Jukka Keskitalo
Church of Norway: Diocese of Sør-Hålogaland (Bodø), Bishop Ann-Helen Fjeldstad Jusnes
Church of England: Diocese of Coventry, Bishop Christopher Cocksworth, Bishop John
Stroyan.
15/1
Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Tampere, Bishop Matti Repo
Church of England: Diocese of Manchester, Bishop David Walker, Bishop Mark Ashcroft,
Bishop Mark Davies
22/1
Church of England: Diocese of Birmingham, vacancy – bishop of Birmingham, Bishop Anne
Hollinghurst
Church of Ireland: Diocese of Cork, Cloyne and Ross, Bishop Paul Colton
Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Elsinore, Bishop Peter Birch
29/1
Church in Wales: Diocese of Bangor, Archbishop Andrew John, Bishop Mary Stallard
Church of Ireland: Diocese of Dublin and Glendalough, Archbishop Michael Jackson
FEBRUARY
5/2
Church of England: Diocese of Worcester, Bishop John Inge, Bishop Martin Gorick
Church of Norway: Diocese of Hamar, Bishop Ole Kristian Bonden
12/2
Church of Ireland: United diocese of Tuam, Limerick and Killaloe, Bishop Michael Burrows
Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Roskilde, Bishop Ulla Thorbjörn
Hansen
19/2
Church of England: Diocese of Peterborough, Bishop Donald Allister, Bishop John Holbrook
Church of Ireland: Diocese of Meath and Kildare, Bishop Pat Storey
26/2
Church of England: Diocese of Canterbury – Archbishop Justin Welby, Bishop Rose Hudson-
Wilkin, vacancy – bishop of Maidstone, Bishop Norman Banks
Church of Ireland: Diocese of Down and Dromore, Bishop David McClay
MARCH
5/3
Church of England: Diocese of Chelmsford, Bishop Guli Francis-Dehqani, Bishop Roger
Morris, Bishop Lynne Cullens
Church of Sweden: Diocese of Karlstad, Bishop Sören Dalevi
12/3
Evangelical Lutheran Church of Latvia: Archbishop Jānis Vanags, Bishop Einārs Alpe,
Bishop Hanss Martins Jensons, Bishop Rinalds Grants, Bishop Uldis Gailitis
Church of England: Diocese of Lichfield, Bishop Michael Ipgrave, Bishop Sarah Bullock,
Bishop Matthew Parker, Bishop Clive Gregory
Church in Wales: Diocese of St David’s, Bishop Joanna Penberthy
19/3
Church of Sweden: Diocese of Lund, Bishop Johan Tyrberg
Church of Ireland: Diocese of Cashel, Ossory and Ferns, Bishop Adrian Wilkinson
Church of England: Diocese of Ely, Bishop Stephen Conway, Bishop Dagmar Winter
26/3
Church of Ireland: Diocese of Armagh, Archbishop John McDowell
Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Funen, Bishop Tine Lindhardt
APRIL
2/4
Church of Sweden: Diocese of Uppsala, Archbishop Martin Modéus, Bishop Karin
Johannesson
Church in Wales: Diocese of Llandaff, Bishop June Osborne
9/4
Church of England: Diocese of Derby, Bishop Libby Lane, Bishop Malcolm Macnaughton
Church of Ireland: Diocese of Clogher, Bishop Ian Ellis
Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aalborg, Bishop Thomas Reinholdt
Rasmussen
16/4
Church of England: Diocese of Blackburn, Bishop Julian Henderson, Bishop Jill Duff,
Bishop Philip North
Scottish Episcopal Church: Diocese of Brechin, Bishop Andrew Swift
The Lutheran Church in Great Britain: Bishop Tor Berger Jørgensen
23/4
Church of Sweden: Diocese of Gothenburg, Bishop Susanne Rappmann
Scottish Episcopal Church: Diocese of Glasgow and Galloway, Bishop Kevin Pearson
30/4
Church of England: Diocese of Southwark, Bishop Christopher Chessun, vacancy – bishop of
Kingston, Bishop Rosemarie Mallet, Bishop Karowei Dorgu
Church of Norway: Diocese of Björgvin, Bishop Halvor Nordhaug
MAY
7/5
Church of England: Diocese of Gloucester, Bishop Rachel Treweek, Bishop Robert Springett
Church of Sweden: Diocese of Västerås, Bishop Mikael Mogren
14/5
Church of England: Diocese of Guildford, Bishop Andrew Watson, vacancy – bishop of
Dorking
Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Viborg, Bishop Henrik Stubkjær
21/5
Church of England: Diocese of Exeter, Bishop Robert Atwell, Bishop James Grier, Bishop
Jackie Searle
Church of Norway: Diocese of Nord-Hålogaland, Bishop Olav Øygard
28/5
Church of England: Diocese of Hereford, Bishop Richard Jackson
The Lusitanian Church (Portugal): Bishop José Jorge Pina Cabral
The Latvian Evangelical Lutheran Church Abroad: Archbishop Lauma Zušēvica
JUNE
4/6
Evangelical Lutheran Church of Iceland: Bishop Agnes Sigurdardottir, Bishop Kristjan
Björnsson, Bishop Gisli Gunnarsson
The Spanish Reformed Episcopal Church: Bishop Carlos Lopez Lozano
11/6
Scottish Episcopal Church: Diocese of Argyll and the Isles, Bishop Keith Riglin
Church of Ireland: Diocese of Connor, Bishop George Davison
Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Lolland-Falster, Bishop Marianne
Gaarden
18/6
Church of England: Diocese in Europe, Bishop Robert Innes, Bishop David Hamid
Church of Sweden: Diocese of Visby, Bishop Erik Eckerdal
Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Copenhagen, Bishop Peter Skov-
Jakobsen
25/6
Church of England: Diocese of Lincoln, acting bishop – Bishop Stephen Conway, Bishop
David Court, Bishop Nicholas Chamberlain
Church of Sweden: Diocese of Härnösand, Bishop Eva Nordung Byström
Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Lapua, Bishop Matti Salomäki
JULY
2/7
Church of England: Diocese of St Albans, Bishop Alan Smith, Bishop Richard Atkinson,
vacancy – bishop of Hertford
Church of Sweden: Diocese of Linköping, Bishop Marika Markovits
9/7
Church of England: Diocese of Newcastle, Bishop Helen-Ann Hartley, Bishop Mark Wroe
Church of Norway: Church of Norway: Diocese of Møre, Bishop Ingeborg Midttømme
16/7
Church of Sweden: Diocese of Skara, Bishop Åke Bonnier
Church of England: Diocese of Leeds, Bishop Nick Baines, Bishop Tony Robinson, vacancy
– bishop of Ripon, Bishop Toby Howarth, vacancy – bishop of Huddersfield, Bishop Arun
Arora
23/7
Evangelical Lutheran Church of Lithuania: Bishop Mindaugas Sabutis
Church of Ireland: Diocese of Derry and Raphoe, Bishop Andrew Foster
30/7
Church of England: Diocese of Bristol, Bishop Vivienne Faull, Bishop Lee Rayfield
Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Helsinki, Bishop Teemu Laajasalo
AUGUST
6/8
Church of England: Diocese of Portsmouth, Bishop Jonathan Frost
Church of Sweden: Diocese of Stockholm, Bishop Andreas Holmberg
13/8
Church of Ireland: Diocese of Kilmore, Elphin and Ardagh, Bishop Ferran Glenfield
Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aarhus, Bishop Henrik Wigh-Poulsen
20/8
Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Espoo, Bishop Kaisamari Hintikka
Scottish Episcopal Church: Diocese of Edinburgh, Bishop John Armes
27/8
Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Turku, Archbishop Tapio Luoma,
Bishop Mari Leppänen
Church of England: Diocese of York, Archbishop Stephen Cottrell, Bishop Paul Ferguson,
Bishop John Thomson, Bishop Eleanor Sanderson, Bishop Stephen Race
SEPTEMBER
3/9
Church of England: Diocese of Salisbury, Bishop Stephen Lake, Bishop Andrew Rumsey,
Bishop Karen Gorham
Church in Wales: Diocese of St Asaph, Bishop Gregory Cameron
10/9
Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Ribe, Bishop Elof Westergaard
Church of England: Diocese of Bath and Wells, Bishop Michael Beasley, Bishop Ruth
Worsley
17/9
Church of England: Diocese of Sheffield, Bishop Pete Wilcox, Bishop Sophie Jelley
Church of Greenland: (Diocese of Greenland within the Evangelical Lutheran Church in
Denmark) Bishop Paneeraq Siegstad Munk
24/9
Church in Wales: Diocese of Swansea and Brecon, Bishop John Lomas
Church of England: Diocese of Leicester, Bishop Martyn Snow, Bishop Saju Mathalaly
OCTOBER
1/10
Church of England: Diocese of Liverpool, Bishop John Perumbalath, Bishop Beverley Mason
Church in Wales: Diocese of Monmouth, Bishop Cherry Vann
Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Haderslev, Bishop Marianne
Christiansen
8/10
Church of England: Diocese of Truro, Bishop Philip Mounstephen, Bishop Hugh Nelson
Church of Norway: Diocese of Tönsberg, Bishop Jan Otto Myrseth
Church of Sweden: Diocese of Strängnäs, Bishop Johan Dalman
15/10
Church of Sweden: Diocese of Växjö, Bishop Fredrik Modéus
Church of England: Diocese of Oxford, Bishop Steven Croft, Bishop Olivia Graham, Bishop
Gavin Collins, Bishop Alan Wilson
22/10
Church of England: Diocese of Carlisle, Bishop James Newcome, Bishop Rob Saner-Haigh
Church of Norway: Diocese of Stavanger, Bishop Anne Lise Ådnøy
29/10
Church of England: Diocese of Winchester, vacancy – bishop of Winchester, Bishop David
Williams, Bishop Debbie Sellin
Church of Norway: Diocese of Agder and Telemark, Bishop Stein Reinertsen
NOVEMBER
5/11
Church of England: Diocese of Norwich, Bishop Graham Usher, Bishop Alan Winton,
Bishop Jane Steen
Church of Sweden: Diocese of Luleå, Bishop Åsa Nyström
12/11
Estonian Evangelical Lutheran Church: Archbishop Urmas Viilma, Bishop Tiit Salumäe,
Bishop Joel Luhamets
Church of England: Diocese of Rochester, Bishop Jonathan Gibbs, Bishop Simon Burton-
Jones
19/11
Church of England: Diocese of St Edmundsbury and Ipswich, Bishop Martin Seeley, Bishop
Mike Harrison
Scottish Episcopal Church: Diocese of Aberdeen and Orkney, Bishop Anne Dyer
26/11
Scottish Episcopal Church: Diocese of St Andrews, Dunkeld and Dunblane, Bishop Ian Paton
Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Porvoo, Bishop Bo-Göran Åstrand
DECEMBER
3/12
Church of England: Diocese of Chester, Bishop Mark Tanner, Bishop Julie Conalty, Bishop
Sam Corley
Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Kuopio, Bishop Jari Jolkkonen
10/12
Church of England: Diocese of Southwell and Nottingham, Bishop Paul Williams, Bishop
Andy Emerton
Church of Norway: Diocese of Borg, Bishop Kari Mangrud Alfsvåg
17/12
Church of Norway: Diocese of Oslo, Bishop Kari Veiteberg
Church of England: Diocese of Durham, Bishop Paul Butler, Bishop Sarah Clark
Scottish Episcopal Church: Diocese of Moray, Ross and Caithness, Bishop Mark Strange
(Primus)
24/12
Church of England: Diocese of Chichester, Bishop Martin Warner, Bishop Ruth Bushyager,
Bishop Will Hazlewood
Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Mikkeli, Bishop Seppo Häkkinen

Meðfylgjandi mynd Sigurður Árni Þórðarson

Heillaóskaskrá og afmæliskveðja

Prédikanasafn mitt Ástin, trú og tilgangur lífsins verður gefið út í byrjun nóvember. Í þessu safni verða 78 prédikanir helstu helgidaga og hátíða ársins. Hallgrímskirkja styður þessa útgáfu. Þetta verður stórbók og forlagið, Bjartur-Veröld-Fagurskinna, vandar útgáfuna. Ragnar Helgi Ólafsson, rithöfundur og grafískur hönnuður, býr ritið til prentunar og mér sýnist bókin muni verða falleg. Það hefur verið skemmtilegt að vinna með Ragnari Helga en hann er sjálfur tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Á sínum tíma hannaði Ragnar Helgi biblíuútgáfu JPV – þessa sem notuð er í öllu helgihaldi íslenskrar kristni síðustu fimmtán árin.

Bókin er gefin út við starfslok og sem afmælisrit. Í henni verður heillaóskaskrá. Frestur til að skrá nöfn er 10. september. Þau er vilja setja nafn eða nöfn (t.d. hjóna eða systkina) í skrána eru beðin að senda nöfnin í tölvupósti og ganga frá greiðslu. Pétur Már Ólafsson, forleggjarinn, tekur við nöfnum og netfang hans er pmo@bjartur.is. Síðan er greitt á sölusíðu útgefanda sem er að baki þessari smellu. Forsöluverð er 11.990 sem er þrjú þúsund krónum lægra en verður eftir útgáfudag. Skrifið TABULA á afsláttarkóðann og þá fæst afslátturinn við frágang á netinu. Skráningarfrestur vegna heillaóskaskrár verður stuttur svo gerið svo vel að verið snögg til ef þið viljið nota skrána til að gleðja höfundinn. Besta afmælisgjöfin. Svo verður auðvitað útgáfuhátíð og afmælisteiti sem stefnt er að halda 11. nóvember. Þið eruð öll boðin til veislu. 

Af hverju gefa út prédikanir? Þær eiga erindi og sá mikli fjöldi sem les staðfestir áhugann. Teljarinn á heimasíðunni minni sýnir að þúsundir og í nokkrum tilvikum tugir þúsunda hafa lesið sumar prédikanirnar. Prédikanir verða til fyrir lifandi fólk hvers tíma og tjá viðfang og þarfir. Best er þegar útleggingin verður fólki erindi til fagnaðar og blessunar. Vinur minn spurði: „Ertu ekki hræddur við að gefa svona út og einhver fari að nota þessar ræður?“ En svarið er einfalt. Fluttar ræður í kirkju eru eign kirkjunnar og erindi þeirra má nota og margnota. Vonandi verður Ástin, trú og tilgangur lífsins hagnýt bók í lífi og starfi kirkjunnar, kristni á Íslandi og trúarglímu einstaklinga.

Með ástarkveðjum, Sig. Árni

 

 

 

Sigurþór Smári skírður

Ekkert prestsverk er skemmtilegra en að skíra og kitlandi gaman í himnesku veðri og nánast í fjörunni. Sigurþór Smári Sigríðarson Corno var blessaður í garðinum við Garðabæinn við Ægisíðu sunnudaginn 20. ágúst.

Ég hef oft gengið að heiman í hempunni til athafna og stundum frá kirkjunni líka. Hlaupararnir, vinir mínir á stígnum, kölluðu til mín og spurðu hvort mér væri ekki heitt í prestaúlpunni! Ísak sonur minn sem gekk með mér að heiman og út að Görðunum kímdi og hvíslaði að mér að allir yrðu svo formlegir við að mæta klerki á gangi og byðu góðan daginn. Þennan dag ákvað ég að embætta upp á danska stílinn – í hempunni. Það væri í stíl við sögu Garðanna og Grímsstaðaholtsins. 

Garðagarðurinn varð helgidómur, gleðin skein úr augum. Önnur amman bauð alla velkomna og stýrði umferð því svo margir komu til athafnar að helst líktist útihátíð. Guðmóðirin spilaði fagurlega á fiðlu og hélt á drengnum undir skírn. Bachhljómarnir fléttuðust að lágværum ölduklið. Fjörulyktin blandaðist gróðurilmi jarðar. Annar afinn las texta og hinn hélt ræðu, ekki fjallræðu heldur fjöruræðu. Amma hellti vatni í gullbryddaða skál sem guðfaðirinn hélt á. Allir sungu. Foreldrarnir geisluðu og Sigurþór Smári svaf værðarlega allt þar til klerkurinn lyfti honum – allir klöppuðu.

Mikið er af hvönn milli Garðanna og Lambhóls og ég náði í hvannafræ og setti í vatnið þegar vatnið var helgað. Talaði um mikilvægi náttúruverndar og minnti á að hvönnin væri ekki aðeins lækningajurt heldur héti því táknræna nafni angelica archangelica. Okkar verk væri að bregðast við kalli um að vernda náttúru og mannfólk – til að skírnardrengurinn fengi að njóta heilbrigði, náttúran og við öll.

Sigurþór Smári er heppinn með foreldra, Sigríði Regínu og Davíð. Það er vermandi að fylgjast með þeim þjóna syni sínum. Nú er bæði búið að skýra frá nafni hans og hann er skírður líka. Hann er drengur tíma og eilífðar. Svo fer ég upp í Neskirkju eftir helgi til að fá drenginn skráðan í kirkjubók enda var ég búinn að afla heimildar sóknarprests. Uppgjafaprestur vinnur jú engin prestsverk í leyfisleysi. Guð og menn blessi sólardrenginn Sigurþór Smára. Megi tuttugu gráðu blíðudagar verða margir í lífi hans og hans fólks.