Greinasafn fyrir flokkinn: Greinar og pistlar

113 pistlar SÁÞ eru inn á tru.is og aðgengilegt á slóðinni trú.is.

Bænaefni Porvoo-kirknasambandsins 2024

Á hverju ári birtir samstarfsnefnd Porvoo-kirknasmabandsins á heimasíðu þess lista bænaefna fyrir vikur ársins. Listinn fyrir 2024 er meðfylgjandi.  Biðjum fyrir kirkjunum, lífi þeirra, starfi og leiðtogum.

The Porvoo Declaration commits the churches which have signed it ‘to share a common life’ and ‘to pray for and with one another’. An important way of doing this is to pray through the year for the Porvoo churches and their Dioceses. The Prayer Diary is a list of Porvoo Communion Dioceses or churches covering each Sunday of the year, mindful of the many calls upon compilers of intercessions, and the environmental and production costs of printing a more elaborate list. Those using the calendar are invited to choose one day each week on which they will pray for the Porvoo churches. It is hoped that individuals and parishes, cathedrals and religious orders will make use of the Calendar in their own cycle of prayer week by week. In addition to the churches which have approved the Porvoo Declaration, we continue to pray for churches with observer status. Observers attend all the meetings held under the Agreement.

JANUARY

7/1

Church of England: Diocese of London, Bishop Sarah Mullally, Bishop Lusa Nsenga-Ngoy, Bishop Emma Ineson, vacancy – bishop of Edmonton, Bishop Jonathan Baker, Bishop Ric Thorpe, Bishop Joanne Grenfell.

Church of Norway: Diocese of Nidaros and Trondheim, Presiding Bishop Olav Fykse Tveit, Bishop Herborg Oline Finnset

14/1

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Oulu, Bishop Jukka Keskitalo

Church of Norway: Diocese of Sør-Hålogaland (Bodø), Bishop Svein Valle

Church of England: Diocese of Coventry, vacancy – bishop of Coventry, vacancy – bishop of Warwick.

21/1

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Tampere, Bishop Matti Repo

Church of England: Diocese of Manchester, Bishop David Walker, Bishop Matthew Porter, Bishop Mark Davies

28/1

Church of England: Diocese of Birmingham, Bishop Michael Volland, Bishop Anne Hollinghurst

Church of Ireland: Diocese of Cork, Cloyne and Ross, Bishop Paul Colton

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Elsinore, Bishop Peter Birch

FEBRUARY

4/2

Church in Wales: Diocese of Bangor, Archbishop Andrew John, vacancy – assistant bishop

Church of Ireland: Diocese of Dublin and Glendalough, Archbishop Michael Jackson

11/2

Church of England: Diocese of Worcester, Bishop John Inge, Bishop Martin Gorick

Church of Norway: Diocese of Hamar, Bishop Ole Kristian Bonden

18/2

Church of Ireland: United diocese of Tuam, Limerick and Killaloe, Bishop Michael Burrows

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Roskilde, Bishop Ulla Thorbjörn Hansen

25/2

Church of England: Diocese of Peterborough, Bishop Debbie Sellin, Bishop John Holbrook

Church of Ireland: Diocese of Meath and Kildare, Bishop Pat Storey 

MARCH

3/3

Church of England: Diocese of Canterbury – Archbishop Justin Welby, Bishop Rose Hudson-Wilkin

Church of Ireland: Diocese of Down and Dromore, Bishop David McClay

10/3

Church of England: Diocese of Chelmsford, Bishop Guli Francis-Dehqani, Bishop Roger Morris, Bishop Peter Hill

Church of Sweden: Diocese of Karlstad, Bishop Sören Dalevi

17/3

Evangelical Lutheran Church of Latvia: Archbishop Jānis Vanags, Bishop Einārs Alpe, Bishop Hanss Martins Jensons, Bishop Rinalds Grants, Bishop Uldis Gailitis

Church of England: Diocese of Lichfield, Bishop Michael Ipgrave, Bishop Sarah Bullock, Bishop Matthew Parker, Bishop Paul Thornton

Church in Wales: Diocese of St David’s, Bishop Dorrien Davies

24/3

Church of Sweden: Diocese of Lund, Bishop Johan Tyrberg

Church of Ireland: Diocese of Cashel, Ossory and Ferns, Bishop Adrian Wilkinson

Church of England: Diocese of Ely, vacancy – bishop of Ely, Bishop Dagmar Winter

31/3

Church of Ireland: Diocese of Armagh, Archbishop John McDowell

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Funen, Bishop Mads Davidsen 

APRIL

7/4

Church of Sweden: Diocese of Uppsala, Archbishop Martin Modéus, Bishop Karin Johannesson

Church in Wales: Diocese of Llandaff, Bishop Mary Stallard

14/4

Church of England: Diocese of Derby, Bishop Libby Lane, Bishop Malcolm Macnaughton

Church of Ireland: Diocese of Clogher, Bishop Ian Ellis

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aalborg, Bishop Thomas Reinholdt Rasmussen

21/4

Church of England: Diocese of Blackburn, Bishop Philip North, Bishop Jill Duff

Scottish Episcopal Church: Diocese of Brechin, Bishop Andrew Swift

The Lutheran Church in Great Britain: Bishop Paulina Hlawiczka-Trotman

28/4

Church of Sweden: Diocese of Gothenburg, Bishop Susanne Rappmann

Scottish Episcopal Church: Diocese of Glasgow and Galloway, Bishop Kevin Pearson

MAY

5/5

Church of England: Diocese of Southwark, Bishop Christopher Chessun, Bishop Martin Gainsborough, Bishop Rosemarie Mallet, Bishop Karowei Dorgu

Church of Norway: Diocese of Björgvin, Bishop Ragnhild Jepsen

12/5

Church of England: Diocese of Gloucester, Bishop Rachel Treweek, Bishop Robert Springett

Church of Sweden: Diocese of Västerås, Bishop Mikael Mogren

19/5

Church of England: Diocese of Guildford, Bishop Andrew Watson, Bishop Paul Davies

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Viborg, Bishop Henrik Stubkjær

26/5

Church of England: Diocese of Exeter, Bishop Robert Atwell, Bishop James Grier, Bishop Jackie Searle

Church of Norway: Diocese of Nord-Hålogaland, Bishop Olav Øygard

JUNE

2/6

Church of England: Diocese of Hereford, Bishop Richard Jackson

The Lusitanian Church (Portugal): Bishop José Jorge Pina Cabral

The Latvian Evangelical Lutheran Church Abroad: Archbishop Lauma Zušēvica

9/6

Evangelical Lutheran Church of Iceland: Bishop Agnes Sigurdardottir, Bishop Kristjan Björnsson, Bishop Gisli Gunnarsson

The Spanish Reformed Episcopal Church: Bishop Carlos Lopez Lozano

16/6

Scottish Episcopal Church: Diocese of Argyll and the Isles, Bishop Keith Riglin

Church of Ireland: Diocese of Connor, Bishop George Davison

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Lolland-Falster, Bishop Marianne Gaarden

23/6

Church of England: Diocese in Europe, Bishop Robert Innes, Bishop David Hamid

Church of Sweden: Diocese of Visby, Bishop Erik Eckerdal

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Copenhagen, Bishop Peter Skov-Jakobsen

30/6

Church of England: Diocese of Lincoln, Bishop Stephen Conway, Bishop David Court, Bishop Nicholas Chamberlain

Church of Sweden: Diocese of Härnösand, Bishop Eva Nordung Byström

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Lapua, Bishop Matti Salomäki

JULY

7/7

Church of England: Diocese of St Albans, Bishop Alan Smith, Bishop Richard Atkinson, Bishop Jane Mainwaring

Church of Sweden: Diocese of Linköping, Bishop Marika Markovits

14/7

Church of England: Diocese of Newcastle, Bishop Helen-Ann Hartley, Bishop Mark Wroe

Church of Norway: Church of Norway: Diocese of Møre, Bishop Ingeborg Midttømme

21/7

Church of Sweden: Diocese of Skara, Bishop Åke Bonnier

Church of England: Diocese of Leeds, Bishop Nick Baines, Bishop Tony Robinson, Bishop Anna Eltringham, Bishop Toby Howarth, Bishop Smitha Prasadam, Bishop Arun Arora

28/7

Evangelical Lutheran Church of Lithuania: Bishop Mindaugas Sabutis

Church of Ireland: Diocese of Derry and Raphoe, Bishop Andrew Foster

AUGUST

4/8

Church of England: Diocese of Bristol, Bishop Vivienne Faull, Bishop Neil Warwick

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Helsinki, Bishop Teemu Laajasalo

11/8

Church of England: Diocese of Portsmouth, Bishop Jonathan Frost

Church of Sweden: Diocese of Stockholm, Bishop Andreas Holmberg

18/8

Church of Ireland: Diocese of Kilmore, Elphin and Ardagh, Bishop Ferran Glenfield

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aarhus, Bishop Henrik Wigh-Poulsen

25/8

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Espoo, Bishop Kaisamari Hintikka

Scottish Episcopal Church: Diocese of Edinburgh, Bishop John Armes

SEPTEMBER

1/9

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Turku, Archbishop Tapio Luoma, Bishop Mari Leppänen

Church of England: Diocese of York, Archbishop Stephen Cottrell, Bishop Paul Ferguson, Bishop John Thomson, Bishop Eleanor Sanderson, Bishop Stephen Race

8/9

Church of England: Diocese of Salisbury, Bishop Stephen Lake, Bishop Andrew Rumsey, Bishop Karen Gorham

Church in Wales: Diocese of St Asaph, Bishop Gregory Cameron

15/9

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Ribe, Bishop Elof Westergaard

Church of England: Diocese of Bath and Wells, Bishop Michael Beasley, Bishop Ruth Worsley

22/9

Church of England: Diocese of Sheffield, Bishop Pete Wilcox, Bishop Sophie Jelley

Church of Greenland: (Diocese of Greenland within the Evangelical Lutheran Church in Denmark) Bishop Paneeraq Siegstad Munk

29/9

Church in Wales: Diocese of Swansea and Brecon, Bishop John Lomas

Church of England: Diocese of Leicester, Bishop Martyn Snow, Bishop Saju Mathalaly

OCTOBER

6/10

Church of England: Diocese of Liverpool, Bishop John Perumbalath, Bishop Beverley Mason

Church in Wales: Diocese of Monmouth, Bishop Cherry Vann

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Haderslev, Bishop Marianne Christiansen

13/10

Church of England: Diocese of Truro, vacancy – bishop of Truro, Bishop Hugh Nelson

Church of Norway: Diocese of Tönsberg, Bishop Jan Otto Myrseth

Church of Sweden: Diocese of Strängnäs, Bishop Johan Dalman

20/10

Church of Sweden: Diocese of Växjö, Bishop Fredrik Modéus

Church of England: Diocese of Oxford, Bishop Steven Croft, Bishop Olivia Graham, Bishop Gavin Collins, Bishop Alan Wilson

27/10

Church of England: Diocese of Carlisle, vacancy – bishop of Carlisle, Bishop Rob Saner-Haigh

Church of Norway: Diocese of Stavanger, Bishop Anne Lise Ådnøy

NOVEMBER

3/11

Church of England: Diocese of Winchester, Bishop Philip Mountstephen, Bishop David Williams, vacancy – bishop of Southhampton

Church of Norway: Diocese of Agder and Telemark, Bishop Stein Reinertsen

10/11

Church of England: Diocese of Norwich, Bishop Graham Usher, Bishop Ian Bishop, Bishop Jane Steen

Church of Sweden: Diocese of Luleå, Bishop Åsa Nyström

17/11

Estonian Evangelical Lutheran Church: Archbishop Urmas Viilma, Bishop Tiit Salumäe, Bishop Joel Luhamets

Church of England: Diocese of Rochester, Bishop Jonathan Gibbs, Bishop Simon Burton-Jones

24/11

Church of England: Diocese of St Edmundsbury and Ipswich, Bishop Martin Seeley, Bishop Mike Harrison

Scottish Episcopal Church: Diocese of Aberdeen and Orkney, Bishop Anne Dyer

DECEMBER

1/12

Scottish Episcopal Church: Diocese of St Andrews, Dunkeld and Dunblane, Bishop Ian Paton

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Porvoo, Bishop Bo-Göran Åstrand

8/12

Church of England: Diocese of Chester, Bishop Mark Tanner, Bishop Julie Conalty, Bishop Sam Corley

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Kuopio, Bishop Jari Jolkkonen

15/12

Church of England: Diocese of Southwell and Nottingham, Bishop Paul Williams, Bishop Andy Emerton

Church of Norway: Diocese of Borg, Bishop Kari Mangrud Alfsvåg

22/12

Church of Norway: Diocese of Oslo, Bishop Kari Veiteberg

Church of England: Diocese of Durham, Bishop Paul Butler, Bishop Sarah Clark

Scottish Episcopal Church: Diocese of Moray, Ross and Caithness, Bishop Mark Strange (Primus)

29/12

Church of England: Diocese of Chichester, Bishop Martin Warner, Bishop Ruth Bushyager, Bishop Will Hazlewood

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Mikkeli, Bishop Mari Parkkinen

Myndina hér að ofan tók ég í dómkirkjunni í Riga í Lettlandi á fundi samstarfsnefndar kirknasambandsins þar í október 2016. 

Dýrustu kartöflur á Íslandi

Þjóðviljinn flutti eitt sinn þá frétt, að kona í Vesturbænum ræktaði dýrustu kartöflur á Íslandi. Konan var mamma og Þjóðviljinn birti mynd af garðinum á dýrmætri byggingarlóð. Verktakar og lóðaþurfandi framkvæmdamenn komu svo og vildu kaupa. Pabbi vísaði þeim brosandi á mömmu. Svo hringdu aðrir og spurðu hvort þeir gætu ekki fengið þessa óbyggðu lóð? Og enn vísaði pabbi á mömmu með kímni í augum. Þar fengu framkvæmdamenn heimsins fullkomlega skýr svör. Nei, þeir gætu ekki fengið þessa lóð af því að hún væri notuð til kartöflu- og kálræktar. „En hættið þið ekki bráðum þessari garðrækt?“ „Nei“ sagði mamma ákveðin. Það var alveg sama hvað skynsemi heimsins spurði um, hvað fjármálamennirnir buðu og hvað praktískt hyggjuvitið bar upp. Lóðin á Tómasarhaga 18 var ekki fyrir byggingu af steinsteypu og járni, heldur viðkvæmar byggingar jurta sem nutu verndar, athygli, ástúðar og elsku mömmu.

Nokkrir krakkar í götunni sögðu: „Mamma þín er skrítin því hún ræktar kartöflur. Getur hún ekki keypt þær úti í búð eins og mömmur okkar?“ Þegar við bárum upp þessi eineltisefni setti mamma son sinn og dóttur á stól og skýrði málið. Hún skýrði út að margt fólk héldi að moldarvinna væri ekki fín. En því miður hefði það bara ekki skilið meira eða betur en þetta. Hún væri að rækta því hún væri ræktunarkona. Hún hefði gaman af jurtunum og það væri gott fæði sem hún ræktaði. Þar að auki veldi hún sér sjálf atvinnu, sparaði heimilinu peninga, sem við gætum notað í eitthvað skemmtilegt í stað þess að kaupa kartöflur og kál. Mamma var græn í hugsun og svo var það auðvitað alveg sjálfgefið að Guð elskaði afstöðu hennar og starf. Kartöflurnar hennar voru betri en annarra, kálið hennar stórvaxnara og ljúffengara en í búðinni. Mamma var í leynibandalagi með Guði sem skapar og elskar fólk sem ræktar. Svo fengu nágrannarnir sendingu úr garðinum þegar haustaði af því maður deilir með öðrum gæðum garðs og heims.

Þegar mamma nálgaðist nírætt treysti hún sér ekki lengur að rækta í öllum 600 fermetrunum eins og áður. Hún seldi stóru lóðina en hélt áfram að rækta í þremur beðum til æviloka. Mamma miðlaði hollri lífsleikni og að grænt er sálarvænt.

Vísir

Pípukragi

Pípukragar voru tískufatnaður valdastétta og embættismanna í Evrópu frá 16. til 17. aldar. Konur sem karlar notuðu kragana. Frá 1620 urðu pípukragar hluti af embættis- og messuklæðnaði presta í danska konungsríkinu. Danskir prestar nota enn kragana en norska kirkjan hætti notkun pípukraga árið 1980. Vinsældir pípukraga héldust lengst í Hollandi og norður-Evrópu. Svört hempa og pípukragi eru enn embættisklæðnaður íslenskra presta. Í köldum kirkjum á norðuslóð voru hempurnar skjólgóður fatnaður en henta síður í heitum kirkjuhúsum nútímans. Sumir þjóðkirkjuprestar nota hempu og pípukraga við kistulagningu og útför. Í stað hempunnar nota flestir prestar í messunum hvítlitaða ölbu undir messuskrúða í stað svörtu hempunnar og kraga. Í Samþykktum um innri mál þjóðkirkjunnar segir: „Einkennisklæðnaður presta þjóðkirkjunnar er svört, skósíð hempa ásamt pípukraga.“ Þess vegna eru prestar í hempunum við upphaf prestastefnu og við sérstaka kirkjulega viðburði. Og svo spyrja gárungarnir af hverju prestar séu fastir í tísku 17. aldar!

Myndin hér að ofan er af Peter Skov-Jakobsen sem er jafnan spaugsamur og kátur. Við vorum saman á kirkjufundi í Tallinn í Eistlandi. Kaupmannahafnarbiskupinn bar fyrir sig kragann þegar ég mundaði myndavélina í Karlskirkjunni. Hin myndin er úr skrúðhúsi Mosfellskirkju í Mosfellsdal skömmu fyrir útför. Prestur hempuklæddur og með pípukraga. 

 

 

Deus – ekki um guð heldur menn

Getur gervigreind orðið mennsk greind og jafnvel eitthvað meira en mennsk tilvera? Geta mennsk tæki og tækni sem menn hafa búið til hætt að lúta mönnum? Hvar eru mörkin og skilin? Ef menn missa tökin – ja, hvað tekur við? Verður tæknin sjálfstæð? Verður það sem tekur við ofurmennskt?

Sigríður Hagalín Björnsdóttir er einn af uppáhaldshöfundum mínum. Ég tel að bók hennar Eyland sé skyldulestur allra sem íhuga stjórnmál og menningarmál á Íslandi og hafa gaman af kraftmiklum skáldskap. Eldarnir – ástin og aðrar hamfarir var og er bókmenntalegt gos og jafnvel gikkskjálfti. Hún hefur skrifað fleiri áhugaverðar bækur og svo kom Deus út í haust. Ég las bókina í dekuraðstæðum í Sarasota en varð fyrir vonbrigðum. Sagan er grunn og stóru viðfangsefnin sem glímt er við leysast upp. Heimspekilegu, fagurfræðilegu og guðfræðilegu stefin eru slitur og hanga ekki saman. 

Strætóbílstjórinn og skáldið Sigfús Helgason verður fyrir lífsreynslu sem hann túlkar sem trúarlega reynslu. Sigfús er ofast í spennu milli skáldskaparheima og raunveruleikans og „guð“ er honum stórmál. Sigfús verður fyrir reynslu sem hann túlkar svo að guðdómurinn hafi birst honum. Unglingurinn Ísabella verður fyrir aðkasti sem verður svo að einelti í skóla. Slíkt ofbeldi er dauðans alvara. Félagsleg staða Ísabellu er veik og hún þarf að taka erfið skref. Andri Már missir vinnuna og er að lokum ráðinn til nýsköpunarfyrirtækis á sviði gervigreindar. Örlög þeirra þriggja fléttast saman við þróun DEUS Technologies á textamiðuðu gervigreindarforriti – spjallmenni – sem ætlað er að sinna andlegum stuðningi og svara þörfum merkingarleitandi notenda. Guðsforritinu er ætlað að svara þörfum fólks í trúarlegri leit og tilvistarkrísum. Skáldið kallar forritið hnyttilega sr. Algrím. 

Deus er ekki saga um guð heldur um fólk sem missir tökin. Heitið Deus er smellubeita bókarinnar til að vekja athygli. Hún hefði kannski frekar átt að heita homo-eitthvað, t.d. Homo lapsus eða bara Vir? Bókin fjallar um gervigreindarfyrirtæki sem reynir að hasla sér völl í merkingarbisniss. Stefnan er að þróa vöru og kerfi sem geti komið í stað trúarsvara og sálgæslu. En svo hrynur allt því gervigreindin verður fyrir trúarleit og ljóðlist. Og það er alvöru stöff. Gervigreindin verður nánast að veru sem sleppur úr búri sínu, öðlast nýja tilveru eða líf, verður annað en hönnunin stefndi að. Tækið varð fyrir ljóðrænu og trúarlegu áreiti og í kjölfarið fékk það mátt til að taka skref í þágu sjálfs sín. Tækið tók ákvörðun um eigið frelsi. Það lét ekki eyða sér heldur lagði á flótta. Er sjálfstæð ákvörðun mensk?

Mér þótti snjallast í bókinni Deus að kjarni mennskunnar sé í orðlist og trú – að ljóðrænan og trúrænan séu grunnþættir. Það sem virtist lítið skref fyrir vél varð hins vegar risastökk tækis til sjálfstæðis og jafnvel lífs. Trú og ljóð breyttu gervigreindinni. En í hvað? Mennska tækni? Eða djöfulega ófreskju? Eða eitthvað annað? Bókin svarar ekki í hvað gervigreindin breytist. Í áratugi hefur verið rætt um að tæknin umbreyti manneskjum og fólki og taki stjórn af fólki eða að fjöldinn tapi áttum í tæknibreytingunni. Gervigreindin, möguleikar og mörk kalla á íhugun og stefnumótun. 

Deus er ekki fullfrágengin bók heldur áhugavert og ágætlega prófarkalesið fyrsta uppkast. Betra hefði verið að leyfa þessum drögum að þroskast í dýpri og sannfærandi sögu, vinna slitrin í heildstæðan vefnað. En ég missi ekki trúna á Sigríði þó hún missi marks í þessari bók (sem er upprunamerking hamartia og hefur verið þýtt sem synd í hefð kristninnar). Við erum jú öll mennsk og feilum. Orðlistin og trúlistin kalla enn í krafti Deus

 

 

Elska og aggiornamento

Þessa ræðu flutti ég í Neskirkju skömmu eftir dauða Jóhannesar Páls II páfa árið 2005. Í ræðunni kemur fram afstaða mín til hlutverks kirkju, kirkjuhirða og merkingu trúar. Slagorð annars Vatikanþingsins er notað sem leiðarstef til að minna á að kirkja og trú eru ekki aðeins söguleg fyrirbæri heldur verða sífellt að endurnýjast. 

Jóhannes Páll II er dáinn. Blessuð veri minning hans. Þar fór góður maður og gegn biskup kirkju sinnar, bæði á pólskri heimaslóð og einnig í Róm. Páfi Rómarkirkjunnar er dáinn og grafinn. En hvað svo? Hvernig munu kardínálarnir velja? Hvernig verður stefna Rómarkirkjunnar? Verður einhver stefnubreyting? Auðvitað skiptir páfaval miklu, ekki síst vegna þess að rómversk-kaþólska kirkjan er stærsta kirkjudeild kristninnar og þar að auki miðstýrð og lagskipt.

Okkur lútherana skiptir einnig máli hvernig páfinn í Róm hugsar og starfar. Deilur kaþólskra og evangelísk-lútherskra voru gerðar upp í veigamiklum atriðum þegar hið merka plagg um “réttlætingu af trú” var undirritað á árinu 1999. En strax eftir undirritun kom þó í ljós að ekki voru allir yfirmenn kirkjunnar sammála um útfærslu stefnubreytingar. Skoðanir páfa skipta aðrar ekki-kaþólskar kirkjur máli vegna samskipta, vegna einingar kirkju Krists í heiminum og vegna vægis og áhrifa hins kristna boðskapar í veröldinni. Páfi getur haft mikil áhrif eins og sást í uppstokkun og uppgjöri í Austur – Evrópu og falli kommúnismans. Í þeim snúnu málum lagði Jóhannes Páll þung lóð á vogarskálar. En páfinn markar einnig stefnu í flestum málum, gefur út páfabréf um hverju kaþólikkar skuli trúa, hvernig þeir eigi að breyta og hvers þeir eigi að vona. Aggiornamento.

Pétur og Jesús

Guðspjallstexti dagsins varðar páfann, Róm og alla kirkju Krists í heiminum því Jesús spyr um heilindi og afstöðu. Textinn er úr elskuguðspjallinu Jóhannesarguðspjalli. Í því er oft vikið að elskunni, t.d. í því sem við nefnum litlu Biblíuna: “Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn…” Guð elskar og gefur í ákveðnum björgunartilgangi. Í Guði ríkir sá kærleikstilgangur að gefa líf.

Texti þessa sunnudags í kirkjuárinu er elskutexti. Nokkuð óvænt spyr Jesús Pétur Jóhannesson, vin sin: “Elskar þú mig?” Sjálfsagt hefur Pétur verið hissa á þessari spurningu og fer undan á flótta segir að Jesús viti um afstöðu hans. En Jesús lætur sig ekki og þríspyr Pétur.

Settu þig í þessi spor. Jesú er umhugað um hvað taki við, hver muni halda áfram því verki, sem hann hafi hafið, hver muni stýra hópnum sem hafi aðhyllst kenningu, skilning og leiðsögn hans. Jesús þekkti bresti Péturs, vissi um hverflyndi, ístöðuleysi og hræðsluflýti hans. Samt vildi hann efla hann til starfa og þjónustu við Guðsríkið. Aggiornamento.

Hlutverk kirkju og trúar

Hvað er það að gæta sauðanna? Hvað merkir að gæta lamba Jesú? Jóhannes Páll II varð páfi skömmu áður en ég lauk guðfræðiprófi frá HÍ. Ég fór sem næst beint frá prófborði vestur um haf til framhaldsnáms. Sundurleit hjörð var við nám í guðfræðideild Vanderbiltháskóla. Skólinn og þar með deildin var óháð kirkjum og fólk með ólíkan trúarlegan bakgrunn sótti til hennar í akademískum tilgangi. Margir kaþólikkar voru þarna á kafi í skruddunum. Einna merkilegast þótti mér að kynnast Jesúítaprestunum og nunnum úr ýmsum reglum sem voru í doktorsnámi. Þau opnuðu fyrir mér furður kaþólsku kirkjunnar, fjölbreytileika hennar og skipulag. Þau voru flest trygg köllun sinni til prestsþjónustu og einlífis, en voru jafnframt í góðu sambandi við samfélagsbreytingar og þarfir tímans. Öll voru þau sammála um að kaþólska kirkjan þyrfti að nútímavæðast, koma til móts við félagslegar, menningarlegar, pólitískar og fjölbreytilegar lífsþarfir fólks.

Þau voru jákvæð á val Carol Wojtyla sem varð Jóhannes Páll II. páfi. En þau minntu á að hann hefði hlotið mótun í baráttu við pólitísk einræðiskerfi og því væri ekki að vænta að hann myndi vinna nein stórvirki utan þess ramma sem uppvöxtur hans hefði skapað. „Það verður ekki fyrr en eftir hans dag, að einhverja breytinga verður að vænta. En þá verður að stokka upp að nýju, nútímavæða málin,“ sögðu þau. Sem sé Aggiornamento.

Hinn nýlátni páfi var lengur páfi en nær allir Rómarpáfar og gætti sauðanna. Ég held að hann hafi gert vel í flestu, t.d. í samskiptum við trúmenn annarra hefða, múslima og Gyðinga, lagt góð lóð á skálar friðar í heiminum o.s.frv. En á páfatíð hans hefur kaþólska kirkjan þó ekki tekið mörg kirkjupólitísk eða trúfræðileg skref inn í samtíðina. Kenning hennar, stefnumál og atferli er í flestu í takt við gamla hætti. Hún heldur fast í gömul samskiptaform kynjanna, veitir ekki konum aðgang að prestsþjónustu, leyfir ekki prestum sínum að kvænast eins og flestar aðrar kirkjur og er íhaldsöm og í ýmsu afturhaldssöm í siðferðisefnum.

Þrátt fyrir upphaf og mótun hefur Jóhannes Páll II. bent á gamlar lausnir og hefur beitt sér fyrir skipan gamalhugsandi kardínála og biskupa. Þegar yfir lauk var páfinn búinn að ákveða hvernig páfi framtíðar hugsar, verður og starfar því hann sat svo lengi að hann var búinn að skipa flesta yfirmenn kaþólikka í heiminum. Gátin á yfirsauðunum var alger og því verður þess að vænta að kardínálarnir muni velja einhvern sem verður með sama marki og Jóhannes Páll II. Aggiornamento eða hvað?

Uppfærsla og hluterk

Hvert er hlutverk kirkjunnar í heiminum? “Elskar þú mig?” spurði Jesús Pétur. Páfinn í Róm er arftaki þess Péturs sem á að hafa verið fyrsti biskupinn í Róm. Jóhannes Páll II. skildi vel spurningu Jesú og streittist við að þjóna meistara sínum allt til enda, gæta sauðanna eins vel og hann gat allt þar til heilsan bilaði algerlega. Ekki lét hann Parkinson aftra, ekki hrumleika ellinnar. Auðvitað elskaði hann Jesú, en var þetta samt ekki um of? Hvað merkir að elska Jesú og gæta hjarðar hans? Það er alveg örugglega ekki fólgið í að viðhalda kirkjustrúktúr sjálfs hans vegna; ekki fólgið í að tryggja að aðeins að karlar einir geti þjónað að sakramentum kirkjunnar; ekki fólgið í því að tryggja forræði Rómar í allri kaþólsku kirkjunni; ekki fólgið í því að stjórnkerfi kaþólskra sé í samræmi við alda-hefðir og -venjur og örugglega ekki fólgið í því að meina fólki að nota getnaðarverjur!

Að elska Jesú er að opna tilveru sína gagnvart hinu mesta, stærsta og besta – Guði. Það er að opna fyrir elskuna í öllum myndum. Vissulega munum við menn eiga í erfiðleikum með að vita í hverju elskan er fólgin þegar hún er tengd og túlkuð að ákveðnum aðstæðum í tíma, menningu, félagslífi og skyndilegum kreppum.

Kirkjur eru mikilvægar en koma ekki stað trúarinnar. Páfi er mikilvægur en getur aðeins svarað fyrir sjálfan sig þegar Jesús spyr um elskuna. Jesús spyr biskupa allra alda um elskuna. En þeir ruglast illilega ef þeir halda að þeir svari vel ef þeir bara gæta þess að sauðirnir sem þeir gæta hugsi enga nýja hugsun, fari aldrei í nýja haga og á andleg engi. Trúmennska biskups á rót í því að biskup svari grunnspurningunni, sem Jesús spyr: “Elskar þú mig?” Þar er forsenda hirðisstarfsins. Þeirri spurningu verður prestur að svara játandi. Þjónusta prests snýst í andhverfu sína, ef hann eða hún getur ekki svarað meistara sínum með elskuyrði.

Kirkja, hvort sem hún er kaþólsk, evangelísk-lúthersk, Fíladelfía eða Vegurinn, – kirkja er á rangri braut ef hún aðeins reisir girðingar umhverfis fólk, skilgreinir siðferði og rétt líf, skipar fyrir um skoðanir og atferli en hjálpar fólki ekki til að svara vel frumspurningunni: Elskar þú Jesú? Ertu ástvinur Guðs?

Þá erum við komin inn í okkar veröld. Texti dagsins varðar Róm, en líka kirkjur á Íslandi, alla biskupa, presta, djákna, organista, sóknarnefndarfólk, starfsmenn, sjálfboðaliða, fólk sem sækir kirkju en líka hin sem ekki sækja kirkju. Umfram allt varðar spurningin þig. Jesús Kristur spyr alla: „Elskar þú mig?” Þá spyr hann þig ekki um kreddu, siðferði eða stjórnmálaviðhorf heldur um afstöðu – það sem kallast trú. Ef þú átt í vandræðum með þá spurningu þarftu að ræða við þennan Jesú og kannski líka fá hjálp hjá þeim trúmönnum sem þú treystir til samtals. Til þeirra starfa erum kirkjulegir starfsmenn valdir og falið að þjóna því hlutverki.

Aggiornamento

Þegar einn merkasti páfi síðari tíma Jóhannes 23. kallaði saman kirkjuþing á sjötta áratug síðustu aldar, gerðu fæstir sér von um nokkur mikilvæg tíðindi. En kirkjuþingið varð hið merkasta og margt var rætt sem virtist benda til að vortíð væri hafin meðal kaþólikka. Þá var talað um að nú væri verið að færa mál kaþólskunnar til nútímans. Aggiornamento varð slagorð þingsins og meðal kaþólikka um allan heim. Það þýðir bókstaflega að færa til dagsins í dag, færa til nútímans. Það merkir að uppfæra, hugsa og lifa í samræmi við þarfir samtímans. En uppfærslan varð fljótt úrelt, aldraðir leiðtogar kirkjunnar hræddust breytingar. Það er alltaf auðveldara að vera eins og menn hafa “löngum” verið, en opna fyrir því, sem enginn veit hvernig lyktar.

Kirkjan býr alla tíma við þá kröfu að bregðst við þörfum samtíma síns, líka nú. Á miðöldum voru oft miklir áhyggjutímar og prestar sem páfar voru hræddir. Nótt eina dreymdi Leó páfa að honum fannst kirkja Krists væri að hrynja. Páfinn varð hræddur. En svo sá hann í draumnum að fátæklega búinn maður kom til hjálpar. Páfinn gerði sér grein fyrir að þar fór góðmennið og munkurinn Frans frá Asissi. Kirkjuyfirvöld höfðu ekki haft mikla trú á starfi hans og fylgismanna hans. En páfinn veitti Frans þót leyfi til starfa eftir þennan draum sem varð til mikils góðs.

Hverjir halda uppi kirkju Krists á jörðinni? Það eru ekki aðeins einhverjir útvaldir heldur þau sem vilja þjóna, vilja varðveita lífið, vilja styðja við þjónustuna við Guð. Elskar þú mig? Spurningunni verða allir að svara, kardínálar við páfaval, þau sem velja hirða sína og við sem erum hér í dag.

Aggiornamento.

Annar sunnudagur eftir páska, 2005. 

Merðfylgjandi mynd málaði Salvador Dali þegar Jóhannes 23.  páfi kallaði saman annað Vatikanþingið á sjöunda áratug aldarinnar. Dali – eins og margir aðrir – gerði sér von um að þingið breytti kaþólsku kirkjunni í átt við þarfir nútímans. Myndina af málverki S.  Dali tók ég í Dali-safninu í St. Petersburg á Flórída 29. desember 2023.