Greinasafn fyrir flokkinn: Greinar og pistlar

113 pistlar SÁÞ eru inn á tru.is og aðgengilegt á slóðinni trú.is. Þá var talsvert af pistlum einnig á sigurdurarni.annall.is Sá vefur er nú lokaður.

Gunnar Kvaran

Gunnar Kvaran er áttræður. Hann er einn af tónlistarrisum Íslands. Og hann er einn af vitringum Íslands líka. Hlýr og þroskaður mannvinur. Mér þótti alltaf merkilegt að fylgjast með Gunnari þegar hann lék einleik í útförum sem ég þjónaði í. Hann spilaði af innlifun og næmni og settist svo niður og hlustaði grannt á minningarorðin og nam víddir og blæbrigði ræðunnar. Að því komst ég þegar hann vildi ræða einstaka þætti og túlkun í erfidrykkjunni eða í öðru samhengi. Hann hafði hlustað af skapandi athygli. Það eru forréttindi að hafa fengið að njóta tónlistar Gunnars, djúphygli hans og vinsemdar. Lof sé hinum síkvika og vel lifandi áttræða Gunnari Kvaran. Guð blessi hann.

Um Gunnar á Wikipedia. Hreinn S. Hákonarson fjallar vel um Lífstjáningu, bók Gunnars í grein á kirkjan.is. 

Myndina tók ég á tónleikum Gunnars og Hauks Guðlaugssonar í Hallgrímskirkju 18. nóvember 2018.

Kyndilmessa – veðrið í ár og heimsljós

Ef í heiði sólin sést
á sjálfa kyndilmessu.
Snjóa vænta máttu mest,
maður upp frá þessu.

Sól á kyndilmessu merkti skv. íslenskri þjóðtrú að vetrarlegt yrði áfram en sólarleysið væri fremur spá um þokkalegt veður næstu vikurnar. Mamma hafði oft yfir þessa vísu á kyndilmessu. Hún var frjáls í túlkun og varaði við að skilja vísuna of bókstaflega. Hún bætti raunar við að reynsla kynslóðanna hefði verið formgerð í vísunni og hægt væri að hafa gaman af að skoða hvort stæðist.

Á þýsku er kyndilmessa Lichtmeß og til er meðal þýskumælandi hliðstæð veðurvísun: „Sonnt sich der Dachs in der Lichtmeßwoche, so geht er auf vier Wochen wieder zu Loche.“ Í Englandi er til svipuð veðurvísun og á Íslandi og kemur fram í: If Candlemas is fair and clear / there’ll be twa winters in the year.“ Merkingin er sú að ef dagurinn er sólbjartur verði vetrarnapurt lengur en venjulega það árið. Á dönsku er hins vegar umsnúið: „Sne og uvejr på denne dag lover tidligt forår“ Illviðri á kyndilmessu sé ávísun á að vorið komi snemma.

Á kyndilmessu eru 40 dagar eru frá fæðingu Jesú Krists. Nafn messudagsins vísar til ljóss. Meðal kaþólskra hefur dagurinn líka verið hreinsunardagur Maríu, móður Jesú og í samræmi við 3Mós 12.2-4 að kona væri talin flekkuð í fjörutíu daga eftir að hún hafi fætt. Á kyndilmessu var og er gjarnan íhuguð fyrsta koma Jesúbarnsins í musterið í Jerúsalem. Óháð veðri eða verðurspám er dagurinn notaður í trúarlegum tilgangi til að íhuga heimsljósið, hvað er best í lífinu og hver lýsi okkur lífsleiðirnar.

Kyndilmessa

Að þora að breytast

Í morgun burstaði ég tennurnar með vinstri hendinni en ekki þeirri hægri. Er ekki í lagi að brjóta vanann og sinna daglegum störfum með öðrum hætti í dag en í gær? Jú, því þar með eru nýjar stöðvar í heilanum virkjaðar og bæði hvelin nýtt. 

Margir hafa komið sér upp svo ákveðnum jólakortastíl að efnistök eru fyrirsjáanleg. Sum jólakortin síðustu jól voru nánast þau sömu og komu í fyrra. Ég fór að velta vöngum yfir vana. Grunur læddist að mér að flest sem við gerum væri endurtekning. Mér til furðu og raunar skelfingar komst ég að því að jólakort mín síðustu sjö ár voru nánast eins! Svo rak ég augu í að flestir vinir mínir á Facebook skrifa í flestum tilvikum svipaðar athugasemdir á síður sínar. Myndirnar eru líkrar gerðar.

Svo fór ég að skoða lífshætti fólks, hvernig það ver dögum og hvað það gerir í vinnu og heima. Við höldum okkur á sömu slóðum, drekkum sömu kaffitegundina úr sama bollanum. Flestir tala við sama fólkið, hugsa sömu hugsanir, nota sömu orð og dást að sömu „köllunum“ nú eða flokkunum og klisjum. Fólk byrjar daginn með ákveðnu móti og samkvæmt ákveðinni forskrift. Klósettferðin lík, morgunverðurinn svipaður allt árið. Vinna, ferðir og frí samkvæmt forskrift. Hversu gjöfult er þannig líf? Líf vélmennis? Erum við verur ofuríhalds og stöðnuð í endurtekningum okkar?

Þorum við út fyrir þægindaramma hins þekkta og fyrirsjáanlega? Getur verið að lífið sé bara innan ramma eða býr lífsnautnin kannski aðallega handan hans? Ég er viss um og fullyrði að tilgangur lífsins verður aldrei fundinn í ytra formi eða umbúðum. Það er ástæða til að spyrja hvort forrit huga og hegðunar séu góð og henti lífsleikni eða ekki. Við ættum reglulega að endurskoða þau mynstur lífsins sem eru á okkar valdi. Vani er góður en til lítils ef hann skilar ekki lífsnautn.

Allir þarfnast öryggis. En ramminn er ekki markmið heldur aðeins forsenda til að fólk geti undrast og glaðst. Ef lífið verður of vanabundið er hætta á að fólk fari á mis við hið góða og gjöfula. Vani getur jafnvel verið fyrsta stig dauðans því líf í vanaviðjum getur hindrað djúpar upplifanir og þar með þroska. Venjur og siðir eru lífsform en ekki inntak. Líf þarfnast ramma en líka sköpunar. Það þarfnast siðar en líka nýjungar, þarfnast venju en líka hátíðar. Allir þarfnast festu en líka ævintýris, hins djúpa og háleita. Ég tók afleiðingum af hugsunum mínum í upphafi árs. Í ár sleppi ég jólakortaskrifum og endurskoða vanaverkin. En stóra áramótaheitið sem ég strengdi er: Á þessu ári ætla ég að breytast.

Birtist í Vísi 7. janúar 2013. Myndin er af Elínu Sigrúnu Jónsdóttur, lögmanni, á leið í samkvæmi sem Bósi Ljósár! 

Bænaefni Porvoo-kirknasambandsins 2024

Á hverju ári birtir samstarfsnefnd Porvoo-kirknasmabandsins á heimasíðu þess lista bænaefna fyrir vikur ársins. Listinn fyrir 2024 er meðfylgjandi.  Biðjum fyrir kirkjunum, lífi þeirra, starfi og leiðtogum.

The Porvoo Declaration commits the churches which have signed it ‘to share a common life’ and ‘to pray for and with one another’. An important way of doing this is to pray through the year for the Porvoo churches and their Dioceses. The Prayer Diary is a list of Porvoo Communion Dioceses or churches covering each Sunday of the year, mindful of the many calls upon compilers of intercessions, and the environmental and production costs of printing a more elaborate list. Those using the calendar are invited to choose one day each week on which they will pray for the Porvoo churches. It is hoped that individuals and parishes, cathedrals and religious orders will make use of the Calendar in their own cycle of prayer week by week. In addition to the churches which have approved the Porvoo Declaration, we continue to pray for churches with observer status. Observers attend all the meetings held under the Agreement.

JANUARY

7/1

Church of England: Diocese of London, Bishop Sarah Mullally, Bishop Lusa Nsenga-Ngoy, Bishop Emma Ineson, vacancy – bishop of Edmonton, Bishop Jonathan Baker, Bishop Ric Thorpe, Bishop Joanne Grenfell.

Church of Norway: Diocese of Nidaros and Trondheim, Presiding Bishop Olav Fykse Tveit, Bishop Herborg Oline Finnset

14/1

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Oulu, Bishop Jukka Keskitalo

Church of Norway: Diocese of Sør-Hålogaland (Bodø), Bishop Svein Valle

Church of England: Diocese of Coventry, vacancy – bishop of Coventry, vacancy – bishop of Warwick.

21/1

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Tampere, Bishop Matti Repo

Church of England: Diocese of Manchester, Bishop David Walker, Bishop Matthew Porter, Bishop Mark Davies

28/1

Church of England: Diocese of Birmingham, Bishop Michael Volland, Bishop Anne Hollinghurst

Church of Ireland: Diocese of Cork, Cloyne and Ross, Bishop Paul Colton

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Elsinore, Bishop Peter Birch

FEBRUARY

4/2

Church in Wales: Diocese of Bangor, Archbishop Andrew John, vacancy – assistant bishop

Church of Ireland: Diocese of Dublin and Glendalough, Archbishop Michael Jackson

11/2

Church of England: Diocese of Worcester, Bishop John Inge, Bishop Martin Gorick

Church of Norway: Diocese of Hamar, Bishop Ole Kristian Bonden

18/2

Church of Ireland: United diocese of Tuam, Limerick and Killaloe, Bishop Michael Burrows

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Roskilde, Bishop Ulla Thorbjörn Hansen

25/2

Church of England: Diocese of Peterborough, Bishop Debbie Sellin, Bishop John Holbrook

Church of Ireland: Diocese of Meath and Kildare, Bishop Pat Storey 

MARCH

3/3

Church of England: Diocese of Canterbury – Archbishop Justin Welby, Bishop Rose Hudson-Wilkin

Church of Ireland: Diocese of Down and Dromore, Bishop David McClay

10/3

Church of England: Diocese of Chelmsford, Bishop Guli Francis-Dehqani, Bishop Roger Morris, Bishop Peter Hill

Church of Sweden: Diocese of Karlstad, Bishop Sören Dalevi

17/3

Evangelical Lutheran Church of Latvia: Archbishop Jānis Vanags, Bishop Einārs Alpe, Bishop Hanss Martins Jensons, Bishop Rinalds Grants, Bishop Uldis Gailitis

Church of England: Diocese of Lichfield, Bishop Michael Ipgrave, Bishop Sarah Bullock, Bishop Matthew Parker, Bishop Paul Thornton

Church in Wales: Diocese of St David’s, Bishop Dorrien Davies

24/3

Church of Sweden: Diocese of Lund, Bishop Johan Tyrberg

Church of Ireland: Diocese of Cashel, Ossory and Ferns, Bishop Adrian Wilkinson

Church of England: Diocese of Ely, vacancy – bishop of Ely, Bishop Dagmar Winter

31/3

Church of Ireland: Diocese of Armagh, Archbishop John McDowell

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Funen, Bishop Mads Davidsen 

APRIL

7/4

Church of Sweden: Diocese of Uppsala, Archbishop Martin Modéus, Bishop Karin Johannesson

Church in Wales: Diocese of Llandaff, Bishop Mary Stallard

14/4

Church of England: Diocese of Derby, Bishop Libby Lane, Bishop Malcolm Macnaughton

Church of Ireland: Diocese of Clogher, Bishop Ian Ellis

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aalborg, Bishop Thomas Reinholdt Rasmussen

21/4

Church of England: Diocese of Blackburn, Bishop Philip North, Bishop Jill Duff

Scottish Episcopal Church: Diocese of Brechin, Bishop Andrew Swift

The Lutheran Church in Great Britain: Bishop Paulina Hlawiczka-Trotman

28/4

Church of Sweden: Diocese of Gothenburg, Bishop Susanne Rappmann

Scottish Episcopal Church: Diocese of Glasgow and Galloway, Bishop Kevin Pearson

MAY

5/5

Church of England: Diocese of Southwark, Bishop Christopher Chessun, Bishop Martin Gainsborough, Bishop Rosemarie Mallet, Bishop Karowei Dorgu

Church of Norway: Diocese of Björgvin, Bishop Ragnhild Jepsen

12/5

Church of England: Diocese of Gloucester, Bishop Rachel Treweek, Bishop Robert Springett

Church of Sweden: Diocese of Västerås, Bishop Mikael Mogren

19/5

Church of England: Diocese of Guildford, Bishop Andrew Watson, Bishop Paul Davies

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Viborg, Bishop Henrik Stubkjær

26/5

Church of England: Diocese of Exeter, Bishop Robert Atwell, Bishop James Grier, Bishop Jackie Searle

Church of Norway: Diocese of Nord-Hålogaland, Bishop Olav Øygard

JUNE

2/6

Church of England: Diocese of Hereford, Bishop Richard Jackson

The Lusitanian Church (Portugal): Bishop José Jorge Pina Cabral

The Latvian Evangelical Lutheran Church Abroad: Archbishop Lauma Zušēvica

9/6

Evangelical Lutheran Church of Iceland: Bishop Agnes Sigurdardottir, Bishop Kristjan Björnsson, Bishop Gisli Gunnarsson

The Spanish Reformed Episcopal Church: Bishop Carlos Lopez Lozano

16/6

Scottish Episcopal Church: Diocese of Argyll and the Isles, Bishop Keith Riglin

Church of Ireland: Diocese of Connor, Bishop George Davison

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Lolland-Falster, Bishop Marianne Gaarden

23/6

Church of England: Diocese in Europe, Bishop Robert Innes, Bishop David Hamid

Church of Sweden: Diocese of Visby, Bishop Erik Eckerdal

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Copenhagen, Bishop Peter Skov-Jakobsen

30/6

Church of England: Diocese of Lincoln, Bishop Stephen Conway, Bishop David Court, Bishop Nicholas Chamberlain

Church of Sweden: Diocese of Härnösand, Bishop Eva Nordung Byström

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Lapua, Bishop Matti Salomäki

JULY

7/7

Church of England: Diocese of St Albans, Bishop Alan Smith, Bishop Richard Atkinson, Bishop Jane Mainwaring

Church of Sweden: Diocese of Linköping, Bishop Marika Markovits

14/7

Church of England: Diocese of Newcastle, Bishop Helen-Ann Hartley, Bishop Mark Wroe

Church of Norway: Church of Norway: Diocese of Møre, Bishop Ingeborg Midttømme

21/7

Church of Sweden: Diocese of Skara, Bishop Åke Bonnier

Church of England: Diocese of Leeds, Bishop Nick Baines, Bishop Tony Robinson, Bishop Anna Eltringham, Bishop Toby Howarth, Bishop Smitha Prasadam, Bishop Arun Arora

28/7

Evangelical Lutheran Church of Lithuania: Bishop Mindaugas Sabutis

Church of Ireland: Diocese of Derry and Raphoe, Bishop Andrew Foster

AUGUST

4/8

Church of England: Diocese of Bristol, Bishop Vivienne Faull, Bishop Neil Warwick

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Helsinki, Bishop Teemu Laajasalo

11/8

Church of England: Diocese of Portsmouth, Bishop Jonathan Frost

Church of Sweden: Diocese of Stockholm, Bishop Andreas Holmberg

18/8

Church of Ireland: Diocese of Kilmore, Elphin and Ardagh, Bishop Ferran Glenfield

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Aarhus, Bishop Henrik Wigh-Poulsen

25/8

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Espoo, Bishop Kaisamari Hintikka

Scottish Episcopal Church: Diocese of Edinburgh, Bishop John Armes

SEPTEMBER

1/9

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Turku, Archbishop Tapio Luoma, Bishop Mari Leppänen

Church of England: Diocese of York, Archbishop Stephen Cottrell, Bishop Paul Ferguson, Bishop John Thomson, Bishop Eleanor Sanderson, Bishop Stephen Race

8/9

Church of England: Diocese of Salisbury, Bishop Stephen Lake, Bishop Andrew Rumsey, Bishop Karen Gorham

Church in Wales: Diocese of St Asaph, Bishop Gregory Cameron

15/9

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Ribe, Bishop Elof Westergaard

Church of England: Diocese of Bath and Wells, Bishop Michael Beasley, Bishop Ruth Worsley

22/9

Church of England: Diocese of Sheffield, Bishop Pete Wilcox, Bishop Sophie Jelley

Church of Greenland: (Diocese of Greenland within the Evangelical Lutheran Church in Denmark) Bishop Paneeraq Siegstad Munk

29/9

Church in Wales: Diocese of Swansea and Brecon, Bishop John Lomas

Church of England: Diocese of Leicester, Bishop Martyn Snow, Bishop Saju Mathalaly

OCTOBER

6/10

Church of England: Diocese of Liverpool, Bishop John Perumbalath, Bishop Beverley Mason

Church in Wales: Diocese of Monmouth, Bishop Cherry Vann

Evangelical Lutheran Church in Denmark: Diocese of Haderslev, Bishop Marianne Christiansen

13/10

Church of England: Diocese of Truro, vacancy – bishop of Truro, Bishop Hugh Nelson

Church of Norway: Diocese of Tönsberg, Bishop Jan Otto Myrseth

Church of Sweden: Diocese of Strängnäs, Bishop Johan Dalman

20/10

Church of Sweden: Diocese of Växjö, Bishop Fredrik Modéus

Church of England: Diocese of Oxford, Bishop Steven Croft, Bishop Olivia Graham, Bishop Gavin Collins, Bishop Alan Wilson

27/10

Church of England: Diocese of Carlisle, vacancy – bishop of Carlisle, Bishop Rob Saner-Haigh

Church of Norway: Diocese of Stavanger, Bishop Anne Lise Ådnøy

NOVEMBER

3/11

Church of England: Diocese of Winchester, Bishop Philip Mountstephen, Bishop David Williams, vacancy – bishop of Southhampton

Church of Norway: Diocese of Agder and Telemark, Bishop Stein Reinertsen

10/11

Church of England: Diocese of Norwich, Bishop Graham Usher, Bishop Ian Bishop, Bishop Jane Steen

Church of Sweden: Diocese of Luleå, Bishop Åsa Nyström

17/11

Estonian Evangelical Lutheran Church: Archbishop Urmas Viilma, Bishop Tiit Salumäe, Bishop Joel Luhamets

Church of England: Diocese of Rochester, Bishop Jonathan Gibbs, Bishop Simon Burton-Jones

24/11

Church of England: Diocese of St Edmundsbury and Ipswich, Bishop Martin Seeley, Bishop Mike Harrison

Scottish Episcopal Church: Diocese of Aberdeen and Orkney, Bishop Anne Dyer

DECEMBER

1/12

Scottish Episcopal Church: Diocese of St Andrews, Dunkeld and Dunblane, Bishop Ian Paton

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Porvoo, Bishop Bo-Göran Åstrand

8/12

Church of England: Diocese of Chester, Bishop Mark Tanner, Bishop Julie Conalty, Bishop Sam Corley

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Kuopio, Bishop Jari Jolkkonen

15/12

Church of England: Diocese of Southwell and Nottingham, Bishop Paul Williams, Bishop Andy Emerton

Church of Norway: Diocese of Borg, Bishop Kari Mangrud Alfsvåg

22/12

Church of Norway: Diocese of Oslo, Bishop Kari Veiteberg

Church of England: Diocese of Durham, Bishop Paul Butler, Bishop Sarah Clark

Scottish Episcopal Church: Diocese of Moray, Ross and Caithness, Bishop Mark Strange (Primus)

29/12

Church of England: Diocese of Chichester, Bishop Martin Warner, Bishop Ruth Bushyager, Bishop Will Hazlewood

Evangelical Lutheran Church of Finland: Diocese of Mikkeli, Bishop Mari Parkkinen

Myndina hér að ofan tók ég í dómkirkjunni í Riga í Lettlandi á fundi samstarfsnefndar kirknasambandsins þar í október 2016. 

Dýrustu kartöflur á Íslandi

Þjóðviljinn flutti eitt sinn þá frétt, að kona í Vesturbænum ræktaði dýrustu kartöflur á Íslandi. Konan var mamma og Þjóðviljinn birti mynd af garðinum á dýrmætri byggingarlóð. Verktakar og lóðaþurfandi framkvæmdamenn komu svo og vildu kaupa. Pabbi vísaði þeim brosandi á mömmu. Svo hringdu aðrir og spurðu hvort þeir gætu ekki fengið þessa óbyggðu lóð? Og enn vísaði pabbi á mömmu með kímni í augum. Þar fengu framkvæmdamenn heimsins fullkomlega skýr svör. Nei, þeir gætu ekki fengið þessa lóð af því að hún væri notuð til kartöflu- og kálræktar. „En hættið þið ekki bráðum þessari garðrækt?“ „Nei“ sagði mamma ákveðin. Það var alveg sama hvað skynsemi heimsins spurði um, hvað fjármálamennirnir buðu og hvað praktískt hyggjuvitið bar upp. Lóðin á Tómasarhaga 18 var ekki fyrir byggingu af steinsteypu og járni, heldur viðkvæmar byggingar jurta sem nutu verndar, athygli, ástúðar og elsku mömmu.

Nokkrir krakkar í götunni sögðu: „Mamma þín er skrítin því hún ræktar kartöflur. Getur hún ekki keypt þær úti í búð eins og mömmur okkar?“ Þegar við bárum upp þessi eineltisefni setti mamma son sinn og dóttur á stól og skýrði málið. Hún skýrði út að margt fólk héldi að moldarvinna væri ekki fín. En því miður hefði það bara ekki skilið meira eða betur en þetta. Hún væri að rækta því hún væri ræktunarkona. Hún hefði gaman af jurtunum og það væri gott fæði sem hún ræktaði. Þar að auki veldi hún sér sjálf atvinnu, sparaði heimilinu peninga, sem við gætum notað í eitthvað skemmtilegt í stað þess að kaupa kartöflur og kál. Mamma var græn í hugsun og svo var það auðvitað alveg sjálfgefið að Guð elskaði afstöðu hennar og starf. Kartöflurnar hennar voru betri en annarra, kálið hennar stórvaxnara og ljúffengara en í búðinni. Mamma var í leynibandalagi með Guði sem skapar og elskar fólk sem ræktar. Svo fengu nágrannarnir sendingu úr garðinum þegar haustaði af því maður deilir með öðrum gæðum garðs og heims.

Þegar mamma nálgaðist nírætt treysti hún sér ekki lengur að rækta í öllum 600 fermetrunum eins og áður. Hún seldi stóru lóðina en hélt áfram að rækta í þremur beðum til æviloka. Mamma miðlaði hollri lífsleikni og að grænt er sálarvænt.

Vísir