Greinasafn fyrir flokkinn: Greinar og pistlar

113 pistlar SÁÞ eru inn á tru.is og aðgengilegt á slóðinni trú.is.

Ég býð mig fram til biskupsþjónustu

Framtíðarkirkjan er mér efst í huga og ég mun beita mér fyrir breytingum og eflingu þjóðkirkjunnar. Ég þekki aðstæður og þarfir dreifbýlis og þéttbýlis, möguleika og kreppur.

Ég hef víðtæka reynslu á öllum sviðum kirkjustarfs og hef verið virkur í umræðu um samfélags- og kirkjumál. Ég hef verið prestur bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík. Ég var rektor Skálholtsskóla, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum, verkefnisstjóri á Biskupsstofu og tók þátt í samstarfi kirkna á Íslandi og erlendis.

Ég lærði guðfræði á Íslandi, í Noregi og í Bandaríkjunum, er cand. theol. frá HÍ, M.A. og Ph. D. frá Vanderbiltháskóla. Í doktorsritgerðinni skrifaði ég um myndmál í trúarhefð Íslendinga. Ég er fjárhagslega, pólitískt og félagslega óháður.

Ég býð mig fram til að þjóna, efla, sætta og hvetja þjóðkirkjufólk til sóknar.