England er ekki grænt heldur yfirlýst. Margar stórár heimsins líða fyrir þurrka og hita. Vatnskerfi yfirborðs eru víða veikluð. Flutningar á ám hafa víða farið úr skorðum, ekki má vökva flatir eða gróður. Við fórum fjögur til Oxford í nokkurra daga ferð. Úr flugvélinni sást vel hve England var skrælnað. Flatirnar við Christ Church og Bodleian-bókasafnið voru dauðar og á siglingu á Thames þurfti skipperinn að vanda sig til að taka ekki niðri. Hann sagði yfirborðið hálfum metra lægra en í venjulegu ári. Þakklæti fyrir lífsvatnið barðist hið innra með mér við óttann við umhverfisvanda áranna sem koma. Oxford er dásamleg en jörðin er að verða jafn gul og dreymandi spírur borgarinnar.
Myndin er af Bodleian-safninu í Oxford. Flatirnar skrælnaðar. Myndir sáþ