Helgi Gíslason bauð mér í heimsókn á vinnustofu sína í Gufunesi. Helgi var í stuði og ég gleymdi bæði tíma og sjálfi og varð pínlega seinn á fund síðdegis! En þakkarvert, skemmtilegt og nærandi er flæðandi samtal um mikilvægustu málin; listina, sjálf, trú, orð, hrifvalda, lífgjafa, tengsl, ódeili og eilífð, efni, dýptir, ógn, ljós – já stóru stefin í lífinu. Svo skoðuðum við seríu Helga um píslarstöðvar. Ég var með myndavél í fanginu og ýtti stundum á tökutakkann og nokkrar myndir lifðu eftir samtalið sbr. þessar meðfylgjandi. Ekki aðeins magnaður myndlistarmaður Helgi heldur líka hrífandi persóna í samtali. .