Greinasafn fyrir merki: sætkartöflur

Steiktar sætkartöflur með pekanhnetum og hlynsírópi !

Á að sykra sætuna? Þarf hlynsíróp og rúsínur til að sætkartöflur rísi undir nafni? Kannski ekki, en gómsætt er góðgætið sem einréttur en er einnig glæsilegt meðlæti með alls konar steikum.

Fyrir fjóra

  • 2 sætar kartöflur (850 gr.)
  • 3 msk ólífuolía
  • 35 gr pekanhnetur
  • 4 vorlaukar, gróft skornir
  • 4 msk grófskorin steinselja (venjuleg eða flatblaða)
  • 2 msk grófskorið kóríander
  • ¼ tsk þurrkaðar chiliflögur
  • 35 gr sultana-rúsínur
  • salt and pipar

DRESSING

  • 4 msk ólífuolía
  • 2 msk hlynsíróp
  • 1 msk sherrí-edik  
  • 1 msk sítrónusafi
  • 2 msk appelsínusafi
  • 2 tsk nýraspaður engifer
  • ½ tsk kanill

MATSELDIN

  1. Forhita ofninn í 190°C
  2. Fyrst eru það sætkartöflurnar. Ekki flysja (nema þær séu ólífrænar) heldur skera í kubba 2 cm á kant. Raðað á bökunarplötu og ólífuolíu ýrt yfir auk salts og pipars. Steikt í ofninum í upb hálftíma. Gjarnan snúa kubbunum varlega eftir 15 mínútur.
  3. Steikið pekanhneturnar í ca. 5 mínútur á annarri bökunarplötu. Taka síðan hneturnar úr ofninum og saxa.
  4. Til að gera dressinguna er ráð að hræra allt hráefnið saman í skál og bæta við salti og pipar. Bragðið til.
  5. Þegar sætkartöflurnar eru tilbúnar færið þær strax heitar í stóra skál. Bætið við vorlauknum, steinseljunni, kóríander, chiliflögunum, pekanhnetum og sultana-rúsínunum. Hellið dressingunni yfir og blandið gætilega og kryddið að vild og smekk.  
  6. Rétturinn borinn strax á borð og á að vera vel volgur.

Þökkum Drottni, hann er góður því miskunn hans varir að eilífu. 

Rétturinn frá Ottolenghi.

Þorskur, pistasíusalsa og sætkartöflumús

Vel eldaður þorskur er uppáhaldsmatur á mínu heimili. Viðbótin er sæt kartöflumús, pistasíusalsa og kraftmikil sósa. Og gjarnan eitthvað grænt með. Þessi klikkar ekki og það er skemmtilegt þegar gestir biðja um að ábótin verði ekki minni en það sem var á diski við upphaf máltíðar.

Sætkartöflumús – f. 4

  • ca 800 gr sætar kartöflur, skrældar og skornar í bita
  • 1/2 rautt chili, fræhreinsað
  • safi úr 1/2 límónu (lime)
  • ca 1 msk smjör
  • salt og pipar

Kartöflur og sætar kartöflur skrældar og skornar í svipað stóra bita. Þær eru svo settar í pott og vatn rétt látið fljóta yfir. Chili skorið í tvennt langsum, fræin hreinsuð úr og því svo bætt út í pottinn. Til að fá bragðsterkari kartöflumús er hægt að saxa chili smátt. Límónusafa bætt út í pottinn. Suðan látin koma upp og soðið í 15-20 mínútur eða þar til að kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Vatninu helt af og chili (ef það er í heilu) fjarlægt. Kartöflurnar stappaðar fínt með smjöri og bragðbættar með salti, pipar og jafnvel meiri límónusafa. Til að skerpa á hitanum á sætkartöflumúsinni er hún sett í pott og hituð upp við meðalhita, hrært í á meðan.

Þorskur með pistasíusalsa:

  • ca  800 gr þorskhnakkar eða þorskflök
  • salt og pipar
  • 4 msk pistasíuhnetur, saxaðar (í neyð má líka nota ristaðar furuhnetur)
  • 4 msk sítrónusafi og rifið hýði af 1 sítrónu (helst lífrænni)
  • 1,5 msk olífuolía
  • ca 1,5 dl fersk steinselja, söxuð
  • 1/2 rautt chili, fræhreinsað og fínsaxað

Ofninn hitaður í 220 gráður. Þorskflökin skorin í bita og þeim raðað í smurt eldfast form. Kryddað vel með salti og pipar. Því næst er blandað saman í skál: pistsíuhnetum, sítrónuhýði, steinselju og chili. Sítrónusafa hellt yfir fiskinn og pistasíublöndunni svo dreift yfir fiskinn og síðast ólífuolían og kannski salt líka. Bakað í miðjum ofni við 220 gráður í ca 12-15 mínútur eða þar til fiskurinn er fulleldaður. Gætið þess að ofelda ekki.

Sojasmjörsósa (sósan er undur og mæli meða að gera meira en einfalda uppskrift)

  • 3 msk smjör
  • 1/2 rauðlaukur, saxaður fínt
  • 2 hvítlauksrif, saxað fínt
  • 1 tsk rautt chili, saxað fínt
  • 3 msk sojasósa
  • 2 msk steinselja, söxuð smátt

Smjör brætt í potti og látið krauma við fremur vægan hita í ca 15 mínútur þannig að smjörið verði brúnt. Froðan veidd af smjörinu. Lauk, hvítlauk, sojasósu, chili og steinselju blandað saman í skál og blandað út í smjörið rétt áður en sósan er borin fram.

sumarsalat

Uppskrfitin fengin af vef eldhússagna: https://eldhussogur.com/2012/09/04/ofnbakadur-thorskur-med-pistasiusalsa-saetkartoflumus-og-sojasmjorsosu/

Þurfamaður ert þú, mín sál, þiggur af Drottni sérhvert mál, Fæðu þína og fóstrið allt, fyrir það honum þakka skalt.