Á að sykra sætuna? Þarf hlynsíróp og rúsínur til að sætkartöflur rísi undir nafni? Kannski ekki, en gómsætt er góðgætið sem einréttur en er einnig glæsilegt meðlæti með alls konar steikum.
Fyrir fjóra
- 2 sætar kartöflur (850 gr.)
- 3 msk ólífuolía
- 35 gr pekanhnetur
- 4 vorlaukar, gróft skornir
- 4 msk grófskorin steinselja (venjuleg eða flatblaða)
- 2 msk grófskorið kóríander
- ¼ tsk þurrkaðar chiliflögur
- 35 gr sultana-rúsínur
- salt and pipar
DRESSING
- 4 msk ólífuolía
- 2 msk hlynsíróp
- 1 msk sherrí-edik
- 1 msk sítrónusafi
- 2 msk appelsínusafi
- 2 tsk nýraspaður engifer
- ½ tsk kanill
MATSELDIN
- Forhita ofninn í 190°C
- Fyrst eru það sætkartöflurnar. Ekki flysja (nema þær séu ólífrænar) heldur skera í kubba 2 cm á kant. Raðað á bökunarplötu og ólífuolíu ýrt yfir auk salts og pipars. Steikt í ofninum í upb hálftíma. Gjarnan snúa kubbunum varlega eftir 15 mínútur.
- Steikið pekanhneturnar í ca. 5 mínútur á annarri bökunarplötu. Taka síðan hneturnar úr ofninum og saxa.
- Til að gera dressinguna er ráð að hræra allt hráefnið saman í skál og bæta við salti og pipar. Bragðið til.
- Þegar sætkartöflurnar eru tilbúnar færið þær strax heitar í stóra skál. Bætið við vorlauknum, steinseljunni, kóríander, chiliflögunum, pekanhnetum og sultana-rúsínunum. Hellið dressingunni yfir og blandið gætilega og kryddið að vild og smekk.
- Rétturinn borinn strax á borð og á að vera vel volgur.
Þökkum Drottni, hann er góður því miskunn hans varir að eilífu.
Rétturinn frá Ottolenghi.