Greinasafn fyrir merki: sæt karfafla

Kjúklingur, spínat, tómatar og sæt kartafla

Ég eldaði þennan rétt eftir að Íslendingar sigruðu Frakka í handbolta með átta marka sigri, 29-21. Þetta var einn glæstasti handboltaleikur Íslendinga síðan gott silfur var gulli betra. Rétturinn er við hæfi á frábærum degi. Afar fallegur á diski. Svo voru allir svangir eftir mikil hróp og átök í sófanum 🙂

2 bakkar úrbeinaðir kjúklingaleggir

1 sæt kart­afla

1 poki spínat

1 dós niðursoðnir kokteiltómatar

1 lít­ill rauðlauk­ur fínskor­inn

Mangó- chutney 3 msk

2msk ólífur

Parmesan-ostur

Balsamik ca 1msk

Hitið ofn­inn í 190°. Flysjið sætu kart­öfluna og sneiðið með osta­skera, flysjara eða mandólíni. Látið sæt-kart­öfluflögurnar í stórt eld­fast mót eða fat. Sletta af góðri ólífu­olíu yfir, saltið og piprið og kryddið með eftirlætiskryddinu. Bakað í ofni í ca. 15 mín­út­ur.

Steikið kjúk­linginn á heitri pönnu. Kryddið með salti, pipar og rósmarín eða öðru eftirlætiskjúklingakryddi. Ég bæti oft chilikryddi við, en það er nú smekksatriði. Í lok steikingar setjið ofurlítið af mangó-chutney á kjúlinginn á pönnunni. 

Þegar kart­öfl­urn­ar hafa verið steiktar í 15 mínútur eru þær tekn­ar út. Þá er spínatið sett yfir sætu kart­öfl­urn­ar og síðan kjúk­ling­urinn yfir spínatið. Koktailtómatarnir og ólífurnar síðan sett yfir kjúkling og rauðlauk síðan þar yfir. Að lok­um parmesan-ostur og svolítilli ólífu-ol­ífuolíu skvett yfir allt.

Setja síðan í ofn og bakið í 30 mín­út­ur.

Þegar rétt­ur­inn kem­ur úr ofn­in­um er bal­sa­mik-ediki dreift yfir allan réttinn. Borið fram með fallegu salati. 

Þökkum Drottni því að hann er góður. Og miskunn hans varir að eilífu.