Nú er hægt að hlusta á Nýja testamentið á netinu. Hallgrímskirkja hefur stutt Hið íslenska biblíufélag í hljóðbókarvinnslu. Til minningar um dr. Sigurð Pálsson, sem lést fyrr á þessu ári, hefur Biblíufélaginu verið færð vegleg gjöf til styrktar þessari netvæðingu. Fjármunirnir eru m.a. notaðir til að taka upp Davíðssálma og netmiðla þeim.
Í messulok 22. september tóku Jóhanna G. Möller, eiginkona Sigurðar, og Margrét Kristín, dóttir þeirra, við skjali frá kirkjunni um þessa minningargjöf. Myndin er af þeim mæðgum.
Sigurður Pálsson fæddist 19. september árið 1936. Hann starfaði sem kennari og að fræðslumálum og skrifaði doktorsritgerð sína um kristindómsfræðslu á Íslandi. Sigurður var framkvæmdastjóri Biblíufélagsins áður en hann varð prestur í Hallgrímskirkju. Minningarorð um Sigurð sem flutt voru við útför hans í Hallgrímskirkju eru að baki þessari smellu.