Greinasafn fyrir merki: marsipan

Rabarbarakaka Elínar með hvítu súkkulaði, kókos og marsípan

Þetta er besta rabarbarakakan! Um það eru flestir sammála. Jafnvel þau sem hafa aldrei verið hrifin af rabbarbarakökum eða rabbarbarapæ lofsyngja þessa dásamlegu uppskrift. Elín Sigrún Jónsdóttir setti saman þessa uppskrift sumarið 2024 og hún hefur slegið í gegn meðal fagurkeranna. 

  • 3 egg
  • 2 dl hrásykur
  • 1 tsk vanilluextrakt
  • 100 gr brætt smjör
  • 2,5 dl fínmalað spelt
  • 1 tsk lyftiduft
  • sjávarsalt á hnífsoddi
  • 3-400 gr rabarbari, skorinn í litla bita
  • 2 tsk kartöflumjöl
  • 100 gr marsípan, (lífrænt í Nettó)
  • 100 gr hvítt súkkulaði, dropar (lífrænt í Nettó)
  • 1 dl kókosmjöl

Hitið ofnin í 175 gráður, bræðið smjörið og leyfið aðeins að kólna. Þeytið egg, sykur og vanillu þar til létt og ljóst. Hellið bræddu smjörinu út í meðan hrært er. Bætið mjölinu, lyftiduftinu og saltinu saman við og hrærið þar til allt er vel blandað.

Stráið kartöflumjölinu yfir rabarbarann og einnig kókosmjölinu og súkkulaðinu. Blandið þessu út í deigið. Rífið marsípanið með grófu rifjárni yfir kökuna. Bakið í 35-40 mínútur. Ef marsípanið dökknar má leggja álpappír yfir kökuna eftir ca. 25 mínútur. Gæti þurft jafnvel 5-10 mín. bakstur til viðbótar.

Berið fram með rjóma.