Greinasafn fyrir merki: Marbellakjúklingur

Marbella kjúklingur

IMG_15501,5 – 2 kg. kjúklingarbitar (nokkrar bringur og leggir)

6 hvítlauksrif

1,5 msk oreganó

0,5 msk salvía

1 msk rósmarín

¼ bolli rauðvínsedik

¼ bolli góð ólívuolía

¼ bolli capers

½ bolli grænar góðar ólífur

½ bolli steinlausar sveskjur, smáskornar

3 lárviðarlauf

1/5 bolli agave síróp

3 rauðlaukar í báta

½ bolli rauðvín

salt

pipar

steinselja fínt söxuð.

IMG_1552

Krydd, olía, edik, olífuolía, sveskjur, capers, vín, ólífur, salt og pipar og lárviðarlauf í bland saman. Hellið yfir kjúklingabita og látið marinerast einhverja klukkutíma og best yfir nótt! En ef tíminn er naumur og marinering enginn verður rétturinn samt góður!

Hitið ofn í 180°. Raðið kjúklingabitunum í eldfast mót og síðan marineringunni aftur yfir. Bakið í eina klukkustund. Dreifa steinselju yfir réttinn þegar hann er tilbúinn.

Borið fram með salati og góðu brauði. Það er líka hægt að nota sætar kartöflur með eða hrísgrjón.

Bæn

Þökkum Drottni – því hann er góður – því miskunn hans varir að eilífu. Amen.

Marbella-kjúklingur er kunnur og margar útgáfur til af honum. Mæli með þessum tveimur. Ragnar Freyr er t.d. alltaf góð fyrirmynd:

http://www.simplyrecipes.com/recipes/chicken_marbella/

http://blog.pressan.is/ragnarfreyr/2012/06/21/dundur-marbella-kjuklingur-ad-haetti-mommu-med-hrisgrjonum-og-salati-revisited/