Greinasafn fyrir merki: koli

Pönnusteikt rauðspretta / eða lúða

Ég elda þessar vikur rauðsprettu, lúðu eða kola á föstudögum. Sem sé pizzan á útleið og fiskur á innleið. Ljómandi skipti og allir kátir. 

Fyrir 4

800 g rauðspretta (roðflett) eða lúða eða koli
2 egg
2 dl hveiti
Salt, pipar og ofurlítið estragon eftir smekk
140 gr smjör

1 dl hvítvín
2 msk safi úr sítrónu
4 hvítlaukslauf kramin
3 dl rjómi
2 msk kapers
30 ólífur eða eftir smekk
Fersk steinselja

Kartöflur
1/2 kg kartöflur
2 msk ólífuolía

2 hvítlaukslauf kramin
Salt, pipar og ½ tsk kúmen

1 dl Parmesanostur

Aspargus

2 hvítlaukslauf kramin. 1 búnt aspargus. Snyrt og síðan gufusoðin í nokkrar mínútur. Síðan steikt í smjöri og hvítlauk á pönnu. Saltað og piprað.

Salat

Grænt með og má gjarnan gefa grænu salatinu uppfrískum með einhverju litríku með t.d. með granateplum og bláberjum

Aðferð

Skerið kartöflur fremur smátt. Blandið saman ólífuolíu, hvítlauk og kryddi og hellið yfir kartöflurnar. Veltið til að kryddölgurinn þeki þokkalega. Setjið í eldfast fat og bakið í ofni við 200°C í 20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru fullbakaðar. Á meðan þær eru í ofninum er fiskurinn matreiddur.

Skerið fiskinn í bita og kryddið og veltið úr hveiti. Pískið egg í skál og veltið bitunum upp úr eggi og að lokum aftur upp úr hveiti.

Bræðið smjör á pönnu og steikið fiskinn í smjörinu í 3-4 mínútur á hvorri hlið eða þar til gyllt húð er mynduð á fiskinum.

Bætið ólífum, kapers, hvítvíni, safa úr sítrónu og hvítlauknum út í. Leyfið að malla í 1 mínútu. Bæta síðanrjóma út í. Leyfið að malla í nokkrar mínútur.

Parmesan ostur yfir kartöflurnar og steinselja yfir fiskinn.

Aspargusinn eldaður um leið og fiskurinn er steiktur.

Sanserre með. Pinot Grigio eða Sauvignon Blanc ganga líka ágætlega.

Þökkum Drottni því hann er góður og miskunn hans varir að eilífu.