Marineraður kjúklingur með kókoshrísgrjónum og litríku grænmeti. Þetta er augnayndi og bragðundur. Ekki aðeins er kjúklingurinn dásamlegur, heldur eru hrísgrjónin unaðsleg og heildarsamsetningin heillar. Fyrir 4.
700 g kjúklingabringur
3 msk sojasósa
2 msk púðursykur
2 msk sesamolía
1 msk chilisósa
4 hvítlauksrif, marin
1 tsk rifinn engifer
Kókos-hrísgrjón:
1½ bolli jasmín-hrísgrjón
1½ bolli kókosmjólk
½ bolli kókosvatn
¼ tsk. salt
1½ msk. kókosolía
Fyrir skálina:
4 vorlaukar, fínt skornir
3 stórar gulrætur, skornar í strimla
2 bollar skorið rauðkál
2 avocado, skorin í þunnar sneiðar
2 msk. ristuð sesamfræ
1/2 bolli steinselja
1 lime
Aðferð:
Setja kjúklinginn í poka. Píska saman í skál sojasósu, sykur, sesamolíu, hvítlaukssósu, hvítlauk og engifer. Hella blöndunni yfir kjúklinginn og geyma í pokanum og marinera, í klukkutíma eða lengur. Marinering yfir nótt er auðvitað til bóta.
Kókoshrísgrjón:
Hita pott á meðalhita og setja hrísgrjón út á pönnuna ásamt kókosmjólk, kókosvatni og salti. Hrærið í og láta suðu koma upp. Lækka þá hita og látið malla í 30 mínútur þar til vökvinn hefur gufað upp. Hrærið aðeins í hrísgrjónunum og bæta kókosolíunni út í.
Kjúklingurinn:
Grillið annaðhvort kjúklinginn eða setjið í ofn á 220°C í 30 mínútur (athugið samt hvort hann sé tilbúinn eftir þann tíma). Leyfið kjúklingnum að hvíla í 10 mínútur áður en hann er skorinn í sneiðar.
Setja kókoshrísgrjón á botninn á skál, því næst kemur avocado, rauðkál, gulrætur, vorlaukur og smá steinselja. Toppið með kjúklingnum ásamt nokkrum avocado-sneiðum. Ef kjúklingurinn er steiktur í ofni er gott að nota vökvann sem eftir er í steikarfatinu og setja yfir kjúklinginn. Síðan er ristuðum sesamfræjum stráð yfir og lime kreist yfir allt saman.
Borðbænin er: Þökkum Drottni því að hann er góður. Og miskunn hans varir að eilífu.
Verði þér að góðu.