Greinasafn fyrir merki: kjarvalssletta

Kjarval í leyni

Mér þykir gaman að sýna áhugasömum huldustaði Þingvalla. Í dag sýndi ég syni mínum hvar Kjarval hafði setið og málað og líka hreinsað úr penslum sínum á steininn. Jón er hrifinn af Kjarval sem málara og fannst mikið til um Kjarvalsslettuna. Hann tók þessa mynd til minningar. Þau eru mörg meint Kjarvalsmálverkin og þetta ekki það sísta. En það fer hver að verða síðastur að skoða verkið því Kjarvalsslettan er mun minni en fyrir þrjátíu árum og verður horfin eftir önnur þrjátíu. Kannski var það meining meistarans að þetta væri eyðingarverk eins og Banksy-verk sem hverfur í tætara.  

Á myndinni hér fyrir neðan situr Jón Kristján Sigurðarson við Kjarvalssteininn og skoðar leyfarnar af slettu meistarans.