Hljóðskrá prédikunar á Jónsmessu
Messa hvaða Jóns er þessi Jónsmessa? Er það Jón Vídalín? Nei og ekki Jón Arason eða Jón Vilhjálmsson. Og ekki heldur Jón Gnarr. Messa Jóns er messa skírarans Jóhannesar Sakaríasonar, þess sem skírði bæði Jesú og fjölda fólks iðrunarskírn. Nafnið Jóhannes er til í mörgum útgáfum t.d. Jón, Hans, John eða Jon. Já, Jónsmessa er messudagur Jóhannesar skírara. Til hans er sjónum beint um allan hinn kristna heim á þessum tíma kirkjuársins. Lesa áfram Náttúruhátíð og heimsljósið