Greinasafn fyrir merki: Hljómur

Segðu það með blómum Halldóru

Halldóra Kristinsdóttir var mikil hannyrðakona og gaf fólki í Neskirkju sem hafði gaman af hannyrðum vettlinga og blóm. Hún prjónaði rauð blóm handa konunum í Litlakórnum og síðar Hljómi og rauða skartklúta handa körlunum. Við vorum mörg í Neskirkju á föstudag með Halldórublóm á barmi eða klút frá Halldóru í vasa.

Útför hennar var gerð frá Neskirkju föstudaginn 8. febrúar og minningarorðin eru hér á þessum vef og að baki þessari smellu. Eftir útförin tók ég mynd með símanum mínum af blóminu mínu – setti það á hempuna. Þegar ég sé þetta fallega blóm, snerti það léttilega – þá kemur myndin af yndislegri, glaðsinna og umhyggjusamri konu fram í hugann. Blessuð veri minning Halldóru Kristinsdóttur.

Halldóruklútur