Greinasafn fyrir merki: graslaukur

Rauðspretta með kapers, vínberjum, steinselju og graslauk

Fyrir 4

Innihald:
1 kg rauðsprettuflök
salt og nýmalaður pipar
3 msk smjör
20 stk græn vínber langskorin í fjórðunga
2 msk kapers
2 msk graslaukur, saxaður
2 msk steinselja

Ofnsteiktir kartöflubátar sem meðlæti. Svo er auðvitað líka meðmælanlegt að nota hrísgrjón eða bygg í stað kartaflanna og litríkt salat með.

Aðferðin:
Skera vínberin, graslauk og steinselju. Blanda saman við kapers. Rauðsprettuflökin snyrt og beinhreinsuð, krydduð með salti og pipar. Ekki roðfletta heldur steikja á pönnu með roðið niður. Vakta vel og snúa þegar nánast er fullsteikt. Brúna smjörið á pönnu. Setja fiskinn fullseiktan á hvern disk, koma vínberja-graslauks-steinselju og kapers-blöndunni yfir fiskinn og og setja ca 1 msk af smjöri yfir hvern skammt. 

Fagurkerarnir vilja Sancerre með og til heiðurs Vigdísi. Verði ykkur að góðu. 

Þökkum Drottni því að hann er góður og miskunn hans varir að eilífu.  Amen. 

Graslauksstjörnur eru kórónur

Grauslaukurinn í garðinum blómstrar. Ég skar þessi litmjúku og formkitlandi laukblóm til að setja í vasa á eldhúsborðið. Við Elín mín tókum svo eitt blómanna, skoðuðum og leystum varlega í sundur. Þá birtust smágerðar og fagrar blómstjörnur og kórónur. Hvað gerir maður við slík dýrmæti? Notar stjörnurnar til skreytingar matarins, gleðst og borðar þær síðan. Stjörnurnar henta vel til slíks og gefa lit og kóróna matinn. En þær krydda líka og passa vel mat sem tekur laukkryddun, t.d. ýmsum fiskréttum og forréttum. Ég mun líka nota graslauksstjörnurnar sem kórónur á blini! Mikill meistari Skaparinn.