Greinasafn fyrir merki: goðsaga

Helgisaga sem ástarsaga

Helgisögur eru aldrei bara umbúðir heldur mun fremur inntak. Þær hafa gjarnan glit og glans eins og flottir jólapakkar en það er betra að taka utan af slíkri sögu og skoða innihaldið. Fæðingarsaga Jesú er helgisaga með inntaki. Jesúsagan er ekki um hvernig heldur til hvers, ekki um hvað heldur hvers vegna, ekki um yfirborð heldur merkingu. Jólasagan er ekki frétt í blaði heldur frétt um tilgang alls sem er. Hún tjáir að tilveran er björt og góð. Hún er ekki bisnissaga eða stjórnmálasaga, ekki spekisaga né heldur dæmisaga, skáldsaga eða ljóð. Sagan um fæðingu Jesú er fyrst og fremst ástarsaga.