Greinasafn fyrir merki: fiskur

Þorskur í puttanescasósu – kraftréttur vinnandi kvenna

Puttanescasósan er kennd við vinnandi konur í Napólí. Vinnandi konur eru alls konar og sósan er til í mörgum útgáfum. Ég nota fisk með þessari sósu en hún er oft notuð með kjúklingi eða pasta. Ég læt oft nægja að hafa grænt salat með. Kryddið er breytilegt og þegar graslaukur er nógur nota ég hann eða steinselju. Ofninn er settur á 180°C og svo er byrjað á vinnukonusósunni.

5 hvítlauksrif, pressuð

1 dós tómatdós – má notað kryddað tómatmauk t.d. m,eð basilíku, hvítlauk og oregano (400 g) þau sem vilja meiri sósu geta notað eina og hálfa dós. 

3 msk góðar ólífur

5-6 ansjósur smátt saxaðar

2 1/2 tsk kapers

1 tsk oreganó

1 tsk smátt saxað chili

2 msk basílíka fínt skorin

Hitið olíu í pönnu á meðalhita. Hvítlaukur og chili steiktur í 1 mínútu. Þá er ansjósunum bætt við og steikt áfram. Síðan fer tómatsósan yfir, þá ólífur, kapers og oreganó. Hrært lítillega og soðið á lágum hita þar grauturinn þykknar. Smakka til og salta og pipra að smekk. 

Ofnfast fat (ég nota tarínu) er smurt með olíu. Fiskstykkjunum ca 2 cm á þykkt er raðað í fatið, saltað og sósu hinna vinnandi kvenna síðan hellt yfir fiskinn. Fatið sett í ofn í 12 mínútur – eða þar til fiskurinn er tilbúinn.

Þökkum Drottni því hann er góður og miskunn hans varir að eilífu. Amen.

Kíkið á fjölbreytnina á netinu – margar útgáfur. Hér er ein útgáfan:

 

Rauðspretta, koli eða smálúða

Þessi matur er dásamlegur og hátíðarfiskréttur.  Fyrir fjóra:

800 gr. smálúðu, kola- eða rauðsprettu-flök

250 gr ferskir sveppir

1 gulur laukur

2 dósir niðursoðnir tómatar

300 ml. grænmetiskraftur

2 dl þurrt hvítvín

1 1/4 tsk salt

300 gr mjúkt smjör (200 gr í steikingu og 100 gr. í fiskrúllurnar – sjá neðar)

2 tsk. estragon

1 dl rjómi

Fínskera sveppina og laukinn. Látið renna af tómötunum. 

Bræða smjör á pönnu. Brúna sveppina og laukinn hægt.

Láta tómatana og grænmetiskraftinn út í ásamt víni og vatni. Sjóða undir loki í ca. 10 mín.

Breiða úr fiskflökunum á bretti og strá salti yfir. Blanda smjöri og estragoni saman og láta eina smjörlíkpu á hvert fiskflak. Rúlla þeim síðan saman eða leggja saman. Festið þau síðan saman með tannstöngli eða ómeðhöndluðum trérprjóni.

Blanda smjöri og rjóma í sósuna.

Leggið fiskinn síðan í sósuna og láta malla í í ca. 10 mín. undir loki, en án þess að sjóði.

Berið fram með hrísgrjónum og salati.

Takk Áslaug Björgvinsdóttir fyrir að miðla okkur þessari uppskrift frá Svíþjóð.