Í vitund margra Íslendinga er stjörnuskinið fegurst á jólanótt þegar birtan endurspeglast í fannbreiðum. Þegar Erla Elín fann bók árið 2014 með eitt hundrað hekluppskriftum hófst nýtt ævintýri. En nú voru það uppskriftir að snjókornum. Hún heklaði fjölda snjókorna, sem hafa blasað við þeim sem hafa síðan komið í Hallgrímskirkju á aðventu og jólum. Margir sem hafa sótt athafnir og tónleika hafa heillast af þessu fagra handverki.
Kirkjur á Íslandi hafa notið hannyrða og stuðnings kvenna. Hallgrímskirkja var byggð vegna þess að dugmiklar konur vildu byggja kirkju. Áfram verða undrin vegna þess að hugsjónafólk þorir. Erla Elín Hansdóttur er ein þeirra. Snjókornin hennar birtast brosandi í Hallgrímskirkju á aðventu. Sofandi stjörnur vakna til jólagleðinnar og spá fyrir um fæðingu guðssonarins og komu jólanna.
Birtist í Morgunblaðinu 12. desember 2020. Myndir af stjörnum er að baki þessari smellu.