Greinasafn fyrir merki: capers

Ofngrillaður þorskhnakki með ansjósu, capers og ólífusmjöri

Ofurgóður þorskhnakki fyrir sælkera. F. 4.
100 gr smjör
50 gr. jómfrúarolía
6 ansjósuflök
2 msk capers
15 kalamata-ólífur
1/2 chilli-pipar
1 kg þorskhnakki
salt og pipar.
Setjið olíu og smjör í pott og bræðið smjör, lækið hitann og setjið söxuð ansjósflökin út í og látið malla við vægan hita í fimm til sjö mínútur þangað til ansjósurnar hafa bráðnað saman við smörið.
Bætið við kapers, smátt söxuðum chilli-pipar og ólífum eldið í áfram í 10 mínútur.
Skerið þorskahnakka í skammtastærðir og penslið með smjöri, salt og pipra. Grilla hnakkana undir ofngrilli – fiskurinn á að vera rétt ofan við miðjan ofn. Tilbúinn etir sjö-tíu mín. Raða á disk og hella smjöri yfir fiskinn. Berist fram með kartöflum – + grænmeti.
Þessi uppskrift er til í ýmsum útgáfum og með tilbrigðum – mig minnir að ég hafi fengið hana frá lækninum í eldhúsinu.