Greinasafn fyrir merki: Biskupskjör 2012
Hallveig Sigurðardóttir, hársnyrtir
Anna Geirsdóttir, læknir
Auðbjörg Reynisdóttir, ráðgjafi
Sigurður Árni Þórðarson er réttsýnn og næmur á mannlegt gildi, maður sem metur mannrækt meira en flest annað. Maður sem þekkir mikilvægi trúarinnar fyrir þjóðina, ekki bara einstaklinginn. Ég treysti honum til að tapa ekki sjónar á því sem skiptir máli og til að næra þjóðina á því sem máli skiptir. Hann þekkir hvernig Guð á meira en nóg fyrir alla og að við þurfum ekki að vera fullkomin.
Rakel Eva Sævarsdóttir, hagfræðingur, og Friðrik Ársælsson, lögmaður, Reykjavík
Við höfum þekkt Sigurð Árna og umgengist í nokkur ár, en það var ekki fyrr en hann skírði son okkar og við fluttum á Melana að við kynntumst honum almennilega. Sigurður Árni er hlýr og hjálpsamur maður, eins og góðum presti sæmir. En hann er ekki bara prestur. Nálgunin er ekki síður heimspekileg. Guðsþjónusta hans miðar að skilningi á tilverunni og stöðu mannsins í henni. Þó trúarlegu gildin séu ávallt í forgrunni eru ræður hans lausar við skrúðmælgi og tilgerð; Svipa meira til samtals en predikunar. Áherslan er lögð á inntakið en ekki formið. Þannig á boðskapur hans erindi við fólk og hefur raunverulega merkingu. Með samprestum sínum hefur honum tekist að byggja upp opið og lifandi samfélag í kringum Neskirkju þar sem allir fá tækifæri til að hlúa að trúnni og rækta sinn innri mann.