Greinasafn fyrir merki: Anna Kristín Arngrímsdóttir

Anna Kristín – blessuð veri minning hennar

Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin. Hún var frænka mín. Þegar hún kom suður til að hefja leiklistarnám kom hún oft í heimsókn á heimili mitt, til að gleðja frænku sína, kynnast fændfólkinu og líka til að fá lánaðar bækur. Mér þótti gaman að ganga með fallegu en feimnu frænku meðfram mörgum bókaskápum heima og fylgjast með hvernig hún valdi. Hún fékk lánaðar þær bækur sem tengdust leikritum eða leikhúsinu, augljóslega til að menntast og lesa sér til. Stundum staldraði hún við ljóðabækurnar og fagnaði eftirminnilega vel þegar hún fann kvartmeter af bókum Davíðs Stefánssonar. Það kvöld fór hún klyfjuð til síns heima. Hún sagðist brosandi ætla að æfa sig á upplestrinum sem hefur orðið með bjartari og hlýrri blæ en hjá skáldinu frá Fagraskógi. Takk fyrir allar sýningarnar. Blessuð veri minning Önnu Kristínar og Guð umvefji ástini hennar og okkar.

Anna Kristín er sjötta frá vinstri – í hópi leiklistardrottninga.