Umsagnir

Hér má lesa greinar frá stuðningsfólki Sigurðar Árna.
Smelltu hér til þess að senda inn stuðningsyfirlýsingu.

Nýjustu umsagnirnar

  • Himintungl yfir heimsins ystu brún – Jón Kalman StefánssonHimintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson
    Við héldum suðræn bókajól, flugum til Sevilla skömmu fyrir hátíðina. Við tókum með okkur bunka af bókum en lítið af fötum. Við fórum svo suður til Cadiz og fengum í húsaskiptum lánað dásamlegt hús. Þar skiptumst við svo á að lesa bækurnar en létum föt hvers annars vera. Ég var sá þriðji á heimilinu að ...
  • La Vita é bella – lífið er dásamlegtLa Vita é bella – lífið er dásamlegt
    Ástin og líf á stríðstíma. Það er meginstef kvikmyndarinnar La Vita é Bella. Guido, ungur gyðingur heillast kennslukonuni Dóru í ítölsku þorpi. Hún er af öðrum menningarhópi en hann og flest verður til að hindra samskipti og tilhugalíf þeirra. En með hugviti og uppátækjum tekst söguhetjunni að bræða hjarta konunnar og leysa þau félagslegu höft ...
  • MálmhausMálmhaus
    „Þeir segja að tíminn lækni öll sár.“ Er það svo – læknast andleg sár fólks þegar einhver tími er liðinn frá áföllum? Í kvikmyndinni Málmhaus segir pabbinn í sögunni þessa setningu: „Þeir segja að tíminn lækni öll sár. Það er helbert kjaftæði.” Hvaða skoðun hefur þú á sorg og tíma? Er alveg öruggt að þegar einhverjir ...
  • Lena Rós Matthíasdóttir, prestur í Grafarvogskirkju
    Í nærveru góðs leiðtoga finnur þú til mikilvægis þíns og upplifir tengsl sem þú þarft ekki að hafa fyrir að mynda. Ástæðan er sú að leiðtoginn sem heyrir þig, sér þig, þekkir þig og skynjar persónu þína, býr yfir þeirri eðlislægu löngun að vilja kynnast þér og leggur sig fram um það af fyrra ...
  • Sigurður Sigurðarson
    Sr. Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, er mikill kennimaður, sómamaður og ljúfur í eðli sínu. Hann er margfróður enda víðlesinn. Ekki aðeins er hann góður prestur heldur þekkir vel til um allt land, hefur ferðast og gengið á fjöll og ann náttúru landsins rétt eins og títt er um þá sem þekkja hana af eigin ...
  • Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur í Valþjófsstaðarprestakalli
    Ég styð sr. Sigurð Árna Þórðarson í kjöri til Biskups Íslands. Vegna þess að: ég treysti honum til að hlusta á raddir fólksins í söfnuðum landsins, ég treysti honum til að hlusta á raddir þeirra sem starfa í kirkjunni
  • Inga Rún Ólafsdóttir, sóknarnefndarformaður og kirkjuþingsfulltrúi.
    Við erum stödd á lokaspretti kosningabaráttu um kjör til biskups Íslands. Það voru margir kallaðir, en nú standa eftir tveir útvaldir, sem kjósa þarf á milli. Sigurður Árni Þórðarson hefur sett fram skýra framtýðarsýn í 7 liðum um málefni þjóðkirkjunnar. Framtíðarsýn sem lýsir einlægum vilja til þjónustu og sátta við fólkið í landinu, og einnig hugrekki ...
  • Sigríður Haraldsdóttir, landfræðingur
    Sigurður Árni hefur miklu að miðla og gerir það í ræðu og riti og í samtölum við fólk. Hann er næmur á aðstæður og leggur sig fram um að hlusta og kalla eftir skoðunum fólks. Hann sér það einstaka og jákvæða í orðum og athöfnum manna en kann jaframt að glíma við erfiðleika ...
  • Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson
    Nú verður kosið á milli tveggja frambjóðenda í biskupskjöri í seinni umferð og eftir miðjan apríl kemur í ljós hver hefur verið valinn til þjónustunnar. Við hjónin styðjum dr. Sigurð Árna Þórðarson til embættis. Við berum þá von í brjósti að Sigurður Árni Þórðarson verði næsti biskup Íslands.
  • Kristinn Örn Sigurðsson, hugbúnaðarsérfræðingur
    Yndislegur maður í alla staði. Sigurður Árni berst fyrir vellíðan og réttindum fólks, burt séð frá því hvað það trúir. Ég get ekki hugsað mér betri einstakling til þess að þjóna sem biskup þjóðarinnar.

Allar umsagnir í stafrófsröð

  • Katrín H. Árnadóttir, viðskipta- og umhverfisfræðingur
    Vináttan við Sigurð Árna og Elínu Sigrúnu hefur ætið verið umvafin elsku, trausti og virðingu. Sigurður Árni leggur sig fram við að hlusta og skilja hvað býr að baki töluðu orði og spyr viðmælendur sína spurninga sem oftar en ekki er skautað yfir í hinu daglega lífi. Heilindi eru hans einkunnarorð og gerir hann ...
  • Gréta Konráðsdóttir, djákni í Bessastaðasókn
    Það sem kirkjan þarf er leiðtogi sátta og sameiningar með ríka réttlætiskennd og í það verkefni er Sigurður Árni vel hæfur. Síðast en ekki síst er hann afskaplega hlýr maður sem veitir fólki og málefnum fulla athygli.
  • Tinna Guðjónsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur og nemi í HÍTinna Guðjónsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur og nemi í HÍ
    Meðal fólks um þrítugt er mikil umræða um hvort rétt sé að segja sig úr þjóðkirkjunni og hvort rétt sé að láta skíra barnið sitt til kristinnar trúar. Jafnvel verður ungt fólk sem ekki vill skrá sig úr þjóðkirkjunni fyrir þrýstingi frá hópi sem er mjög hlynntur úrsögnum úr þjóðkirkjunni. Því tel ég að í ...
  • Inga Rún Ólafsdóttir, sóknarnefndarformaður og kirkjuþingsfulltrúi.
    Við erum stödd á lokaspretti kosningabaráttu um kjör til biskups Íslands. Það voru margir kallaðir, en nú standa eftir tveir útvaldir, sem kjósa þarf á milli. Sigurður Árni Þórðarson hefur sett fram skýra framtýðarsýn í 7 liðum um málefni þjóðkirkjunnar. Framtíðarsýn sem lýsir einlægum vilja til þjónustu og sátta við fólkið í landinu, og einnig hugrekki ...
  • Flosi Kristjánsson, Menntasviði Reykjavíkur
    Hef þegið frá honum góð ráð, ábendingu sem var ekki patentlausn heldur leiðsögn um skref sem þyrfti að taka. Sr. Sigurður Árni hefur í sér hirðis-gen og leysir vel af hendi sitt starf sem hlustandi og ráðgjafi. Svona mann þurfum við í forystu kirkjunnar á nýrri öld.
  • Sr. Guðni Þór Ólafsson og Guðrún Lára Magnúsdóttir
    Sigurður er maður sem lætur mann finnast að það sé hlustað á mann, og við erum þeirrar skoðunar að hann eigi erindi í þetta embætti. Við höfum oft séð að hann á auðvelt með að hafa frumkvæði, laðar fólk til samstarfs og uppbyggilegra verka og hlúir að því sem horfir til góðs í umhverfinu, bæði ...
  • Bolli Pétur Bollason, sóknarprestur Laufásprestakalli
    Dr. Sigurður Árni Þórðarson prestur í Neskirkju býður sig fram til embættis biskups Íslands. Ég styð það framboð heilshugar og hef þannig trú á þeim mæta manni til að leiða þjóðkirkjuna í ólgjusjó nútímans. Ég kann vel við áherslur frambjóðandans hvað snertir barna-og ungmennastarf innan kirkjunnar.  Það er mikilvægt starf. Dr. Sigurður er málsnjall og ...
  • Hafdís Odda Ingólfsdóttir, innheimtufulltrúi
    Ég styð Sigurð Árna til biskupsþjónustu.
  • Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur í Valþjófsstaðarprestakalli
    Ég styð sr. Sigurð Árna Þórðarson í kjöri til Biskups Íslands. Vegna þess að: ég treysti honum til að hlusta á raddir fólksins í söfnuðum landsins, ég treysti honum til að hlusta á raddir þeirra sem starfa í kirkjunni
  • Sesselja Thorberg, hönnuður
    Sr. Sigurður er hugsjónamaður, kemur vel fyrir og er samkvæmur sjálfum sér. Sr. Sigurður klárar verkið. Fólki líður vel í kringum Sr. Sigurð og ber traust til hans. Þannig persónu vil ég sjá sem biskup Íslands.