Til framtíðar
Ég býð mig fram til biskupsþjónustu. Framtíðarkirkjan er mér efst í huga og ég mun beita mér fyrir breytingum og eflingu þjóðkirkjunnar. Ég hef víðtæka reynslu á öllum sviðum kirkjustarfs og hef verið virkur í umræðu um samfélags- og kirkjumál. Ég hef verið prestur bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík.
Ég býð mig fram til að þjóna, sætta og hvetja þjóðkirkjufólk til sóknar.
Skoða yfirlit yfir feril og fræði
Stefnumálin sjö
PRESTUR ÞJÓÐARINNAR
Biskup á að vera fús til samtals, vera virkur þátttakandi í menningarþróun, veita andlega leiðsögn, vera prestur prestanna og þjóðarprédikari.
KIRKJA SÓKNAR
Þjóðkirkjan er á breytingaskeiði og hennar hlutverk er að vera kirkja fólksins. Kirkjan á að vera framsækin, frjálslynd, lífleg og öllum opin. Hún á að vera sóknarkirkja en ekki varnarkirkja.
KIRKJA TRAUSTS
Traust til þjóðkirkjunnar hefur minnkað síðustu ár. Kirkjan á að heyra gagnrýni, gera upp og vera traustsins verð. Biskup þjóðkirkjunnar á að beita sér fyrir að kirkjan sé öruggt og gott samfélag.
KIRKJA ÞJÓNUSTU
Mikilvægt er að létta af biskupsembættinu hlutverki framkvæmda-stjóra kirkjunnar. Stjórnsýsla kirkjunnar þarf að vera gegnsæ og skilvirk. Biskupsstofa á að verða þjónustumiðstöð kirkjunnar.
KIRKJA JAFNRÉTTIS
Biskup Íslands á að beita sér fyrir jafnri stöðu kvenna og karla. Þjóðkirkjan á að efla jafnrétti og virkni allra aldurshópa í kirkjunni.
KIRKJA FRAMTÍÐAR
Æskulýðsstarf á að vera flaggskip þjóðkirkjunnar. Öflugt barna- og unglingastarf, byggt á nærveru og boðskap Jesú Krists, byggir upp og styður ungt fólk, uppalendur og fjölskyldur.
KIRKJA ÞJÓÐARINNAR
Auka þarf þátttöku fólks í kirkjustarfi og styrkja lýðræði. Þjóðkirkjan þjónar fólki óháð trúfélagsaðild. Biskupi ber að ganga erinda friðar og leiða kirkjuna með gestrisni og til sátta en þó án þess að kirkjan tapi stefnu sinni.