Í stórviðrum og brimi síðustu viku gekk sjór á land á suðvesturhorninu. Víða urðu skemmdir á mannvirkjum og dæla varð úr mörgum húsum á höfuðborgarsvæðinu. Við Skerjafjörð skemmdust göngustígar, mikið af þara barst á land sem og grjót og möl. Fjörukambarnir rofnuðu víða, möl og grjót í fjörunni sópaðist tugi metra upp á land og nýir malarhólar mynduðust. Ef sjór hefði staðið 20 cm hærra hefði farið verr og sjór flætt í fjölda húsa. Nú er ráð að viðurkenna breytingar á sjávarstöðu og virða stórflóð og huga betur að varnargörðum. Breytum forgangsröð varðandi húsbyggingar og mannvirkjagerð. Hættum að byggja á uppfyllingum.
Myndin er af grjótuppburði við Skerjafjörð. Áður var þarna fallegt tún.