Heyskapur á Brautarhóli um 1970. F.v. Sigurður M. Kristjánsson, skólastjóri á Laugum og bóndi á Brautarhóli, Stefanía Jónasdóttir, kona hans, Kristín Þórðardóttir og Kristján Tryggvi Sigurðsson, sonur Stefaníu og frænda, og ónefndur kálfur. Bændur í Gröf að hirða af árspildunni, veiðimaður að veiða í Grafarhyl Svarfaðardalsár – gæti verið Gísli á Hofsá eða Stefán Jónsson, fréttamaður og faðir Kára. Búið á Brautarhóli var stórt miðað við hektarafjöldann. Því voru allir skikar á Bratuarhóli slegnir, líka mýrlendið. Víða var þó svo blautt að handsnúa varð, deiglendið leyfði ekki vélarnotkun. Við, Sigurður frændi og nafni, jafnvel slógum sumt með elsta laginu, með orfi og ljá. Það var ilmandi góð lykt af mýrarstörinni og alltaf svolítið ryk. Heyskapur var hátíðartími.