Ástarleikir kríunnar

Kría er minn uppáhaldsfugl, langförul, trygglynd, kát, ákveðin og ver sínar stöðvar af listilegu harðfylgi. Latneska heiti kríunnar – sterna paradisaea – merkir paradísarstjarna, sem tjáir aðdáun einhverra fuglaskoðara fortíðar. Í lok maí var ég í Akrafjöru á Mýrum og þar voru ástarleikir íðkaðir af ástríðu. Kerlan kvakaði framan í karlinn í miðjum leik og óljóst hvað þeim fór á milli, kannski að henni þætti ferlið landregið sbr. Hólavallagarðsspurningin í Ofvita Þórbergs. En þau létu vel að hvort öðru á eftir. Spaugari í kríugerinu flaug niður að parinu og veifaði sandsíli sem ekki truflaði parið.