Skírdagsbæn

Kom Jesús Kristur.

Ver hjá okkur – kvölda tekur og degi hallar.

Við biðjum fyrir öllum þeim

sem eru okkur bundin kærleiksböndum.

Gæt þeirra á lífsveginum.

Send heilagan engil þinn, Drottinn,

að styrkja öll þau er syrgja og sakna

allar stundir nætur þar til dagur rennur

og ljós þitt kemur. Hjálpa okkur að heyra hvað við okkur er sagt, hver lífsdómur okkar er.

„Í þínar hendur Drottinn Guð vil ég nú fela anda minn. Þú hefur endurleyst mig Drottinn, þú trúfasti Guð. Gæt vor Drottinn eins og sjáaldurs augans. Varðveit oss undir skugga vængja þinna. Frelsa oss Drottinn meðan vér vökum, varðveit þú oss er vér sofum svo að vér vökum með Kristi og megum hvíla í friði.”

Þú knýrð á, gengur í hús þitt,

Sest niður og brýtur brauðið.

Þú brýtur brauð fyrir veröld, sem hungrar

og þyrstir eftir réttlæti, lífsins orði.

Kenn okkur að þiggja brauð þitt,

Þiggja svikalausa fyrirgefninu – vera þín börn.

Amen

Myndina tók ég í Árnessýslu.