Lambaskankar

Lambakjöt er stundum á borðum í mínum bæ. En skankar eru almennt vannýtt hráefni og hér er góð og auðveld uppskrift. Þetta er matarmikill réttur fyrir kalda vetrardaga og á að vera stórskorinn! Skanka má alltaf fá í Melabúðinni.

Hráefni

1-2 kíló skankar eða magurt súpukjöt

4-5 eða fleiri hvítlauksrif stungin í kjötið

salt og pipar eftir smekk

2 eggaldin

3 paprikur, í mismunandi litum

vorlaukur

rauðlaukur

púrrulaukur

3-4 stilkar sellerí

1 fennikel

allt saxað mjög gróft / 3-5 cm bitar – alls ekki í smábita 

Tómatsósa:

1-2 fínhakkaður laukur – steiktur í ólífuolíu

2 dósir niðursoðnir tómatar

hunangssletta

2 lárviðarlauf

Tímían

1/2 dós ansjósur

2 hvítlauksrif

1 bolli rauðvín

salt og pipar

látið malla

 Saxaða grænmetið fer á botn á  stóru olíusmurðu ofnfati (lokanlegu). Tómatsósan fer síðan yfir og kjötið þar yfir. Lokið á og fatið síðan sett í ofninn. Bakað fyrst í 15 mínútur við 250 gráður en hitinn síðan lækkaður í 200 gráður og bakað áfram í 1-1 1/2  tíma.

 Borið fram með kúskús eða byggi.

Borðbæn: Þökkum Drottni því að hann er góður / og miskunn hans varir að eilífu. Amen