Hugsum til Úkraínumanna sem ráðist var á – megi styrkur þeirra verða óskertur.
Hugsum til kvennanna og barnanna sem eru á flótta – megi gæfan umlykja þau.
Hugsum til allra þeirra sem geta ekki flúið eða farið – megi æðruleysið efla þau.
Hugsum til þeirra sem syrgja og gráta – megi þau finna frið.
Hugsum til allra þeirra sem eru kvíðin og stríðandi – í Úkraínu og um allan heim – megi samheldni okkar umvefja þau.
Hugsum til þeirra Rússa sem eru ósátt við árásarstríð – megi þau finna farveg fyrir afstöðu og friðarsókn.
Hugsum um okkur sjálf, okkur sem hóp, samfélag og þjóðfélag – megi okkur lánast að efla hvert annað til dáða, aðgerða, fegurðar, söngs, ástar og lífs.
Meðfylgjandi mynd: Sigurður Páll Sigurðsson.