Þorskur í paprikusósu

Þegar ég var búinn að puða í ræðuskrifum síðdegis skaust ég í fiskbúðina og keypti góðan þorsk. Tvistaði fiskuppskrift úr mbl. Skemmtileg uppskrift fyr­ir fjóra.

800 g þorsk­hnakk­ar

100 gr. smjör

1 stór gul­ur lauk­ur

6 hvít­lauksrif

2 rauðar paprik­ur

2 msk. tóm­at­þykkni – pa­ste

2 tsk. papriku­duft – notaði ofurlítið reykta papriku líka

1 tsk sumac

400 gr niðursoðnir tóm­at­ar

300 ml mat­reiðslur­jómi

1 tsk. grænmetiskraft­ur

1 msk. sæta t.d. hunang

salt og pip­ar

fersk­ur graslauk­ur að smekk

kirsu­berjatóm­at­ar

Skerið fisk­inn í pass­lega bita, saltið og piprið létt og setjið til hliðar.

Saxið paprik­ur, lauk og hvít­lauk fremur smátt og steikið á pönnu upp úr smjör­inu þar til allt mýk­ist.

Bætið við kryddinu, tóm­at­þykkni, niðursoðnu tómöt­unum og mat­reiðslur­jómanum á pönnuna og hleypið suðunni upp.

Kryddið með grænmetiskraftinum, sætunni, salti og pip­ar eft­ir smekk og leyfið að malla í 8-9 mín­út­ur eða þar til sós­an þykkn­ar vel.

Leggið fisk­bit­ana í sós­una og ýtið aðeins niður.

Dreifið kirsu­berjatómöt­um yfir eft­ir smekk og leyfa að sjóða við væg­an hita í 6-7 mín­út­ur eða þar til fisk­ur­inn er eldaður í gegn. Hægt að setja lok á pönnuna ef þið viljið að tómatarnir maukist og vökvinn verði meiri í réttinum. 

Stráið síðan fersk­um graslauk yfir og síðan eru herlegheitin borin fram.

Meðlæti góð hrísgrjón og grænt salat.

PS Meðmælanlegt: Hægt að nota sósuna og grænmetið í sósunni daginn eftir í rækjurétt. Tveggja daga matur og góður í bæði skiptin.