Helgisöguna um vitringana sem komu til Maríu, Jósefs og Jesú á ekki að taka bókstaflega heldur alvarlega. Svona sögur á ekki að kreista því þá brotnar allt, líka skilningurinn. Þetta er ekki saga um gull, reykelsi eða myrru og ekki heldur um bull, ergelsi og pirru. Í þessu hljóðvarpi tala ég um vitringahelgisöguna.
