Kjúklingaskál með kókos-hrísgrjónum

Mar­in­eraður kjúk­lingur með kó­kos­hrís­grjón­um og lit­ríku græn­meti. Þetta er augnayndi og bragðundur. Ekki aðeins er kjúklingurinn dásamlegur, heldur eru hrísgrjónin unaðsleg og heildarsamsetningin heillar. Fyrir 4.

700 g kjúk­linga­bring­ur

3 msk sojasósa

2 msk púður­syk­ur

2 msk ses­a­mol­ía

1 msk chilisósa

4 hvít­lauksrif, mar­in

1 tsk rif­inn engi­fer

 

Kó­kos-hrís­grjón:

1½ bolli jasmín-hrís­grjón

1½  bolli kó­kos­mjólk

½ bolli kó­kos­vatn

¼ tsk. salt

1½ msk. kó­kosol­ía

 

Fyr­ir skál­ina:

4 vor­lauk­ar, fínt skorn­ir

3 stór­ar gul­ræt­ur, skorn­ar í strimla

2 boll­ar skorið rauðkál

2 avoca­do, skorin í þunn­ar sneiðar

2 msk. ristuð ses­am­fræ

1/2 bolli stein­selja

1 lime

Aðferð:

Setja kjúk­ling­inn í poka. Píska sam­an í skál sojasósu, sykur, ses­a­mol­íu, hvít­laukssósu, hvít­lauk og engi­fer. Hella blönd­unni yfir kjúk­ling­inn og geyma í pokanum og marinera, í klukkutíma eða lengur. Marinering yfir nótt er auðvitað til bóta.

Kó­kos­hrís­grjón: 

Hita pott á meðal­hita og setja hrís­grjón út á pönn­una ásamt kó­kos­mjólk, kó­kos­vatni og salti. Hrærið í og láta suðu koma upp. Lækka þá hit­a og látið malla í 30 mín­út­ur þar til vökvinn hef­ur gufað upp. Hrærið aðeins í hrís­grjón­un­um og bæta kó­kosol­í­unni út í.

Kjúklingurinn:

Grillið annaðhvort kjúk­ling­inn eða setjið í ofn á 220°C í 30 mín­út­ur (at­hugið samt hvort hann sé til­bú­inn eft­ir þann tíma). Leyfið kjúk­lingn­um að hvíla í 10 mín­út­ur áður en hann er skorinn í sneiðar.

Setja kó­kos­hrís­grjón á botn­inn á skál, því næst kem­ur avoca­do, rauðkál, gul­ræt­ur, vor­lauk­ur og smá stein­selja. Toppið með kjúk­lingn­um ásamt nokkr­um avoca­do-sneiðum. Ef kjúklingurinn er steiktur í ofni er gott að nota vökvann sem eftir er í steikarfatinu og setja yfir kjúklinginn. Síðan er ristuðum ses­am­fræj­um stráð yfir og lime kreist yfir allt sam­an.

Borðbænin er: Þökkum Drottni því að hann er góður. Og miskunn hans varir að eilífu.

Verði þér að góðu.