…að boð kom frá Ágústus keisara um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina… Alla, hverja einustu stelpu og strák í heiminum – karla og konur, Kínverja, Rússa? Er hægt að muna eftir öllum?
Boð frá … keisara. Það er blákaldur hljómur í þessum orðum. Járnbragð kemur í munninn og meiðslaverkur í putta. Ekki góður keisari, sem neyðir ófríska kona að fara að heiman, langa leið á asna og milli gistihúsa í myrkri?
María og Jósep fóru fóru út úr heimi keisarans, inn í bláleita veröld flakkandi stjörnu, undurveröld vitringa og engla í stuði, kærleiksríkra kinda og jórtrandi kúa. Það var örugglega sveitalykt af heimi Jesú. Þar er allt hægt, allt satt, allt gott.
Keisarinn þarf að skrifa til að muna, en þó er alltaf einhver útundan. Guð man eftir öllum. Hjá Guði er allt gott.
Dýrð sé Guði í upphæðum og friður. Já, það var það, sem þurfti að skrifa í heiminum. Ekki friður keisarans, heldur friðurinn sem skrifaður er í lífið. Boð kom frá Guði handa strákum og stelpum heimsins að skrifa sína stafi.
(Fann þetta við tiltekt í tölvunni – samdi einhvern tíma á jólakort til vina – svo þetta er ofurlítil aðventuleiðsla).