Síðustu dagarnir í október eru hátíðadagar í Hallgrímskirkju. Kirkjudagurinn, vígsludagur kirkjunnar, er 26. október. 27. október er dánardagur skáldsins og prestsins sem kirkjan er kennd við og afmæli byltingar Lúthers er svo haldið hátíðlegt síðasta dag mánaðarins. Að þessu sinni er haldið 500 ára afmæli. Af þessu merka og margfalda tilefni verða Lúthersdagar haldnir í kirkjunni 26. – 31. október. Frammi fyrir Guði eru gjafir og kall tímans íhuguð. Sálmar Sigurðar Flosasonar og Aðasteins Ásbergs Sigurðssonar verða fluttir. Myndlistarsýning Guðrúnar Kristjánsdóttur og Ólafar Nordal verður opnuð og iðkuð af eldri og yngri. Á sunnudeginum verður hátíðarmessa árdegis og kantötuguðsþjónusta síðdegis. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, mun prédika við síðari athöfnina. Tónleikhús um siðbótarkonur verður á mánudeginum. Og á siðbótardeginum verða tesur Lúthers lesnar í kirkju í heyranda hljóði í fyrsta sinn í kirkju. Afmælisveisla siðbótarinnar verður svo um köldið – að lútherskum hætti. Dagskrá Lúthersdaga má sjá á heimasíðu Hallgrímskirkju.