Eldaði eggjafritatta fyrir fólkið mitt á laugardegi í sveitinni. Úr varð þessi fíni dögurður í hádeginu. Svo þegar við vorum búin að nærast fórum við í góðan göngutúr.
8 egg
½ l rjómi
1 poki ferskt spínat
1 bréf beikon
½ poki rifinn ostur
2 msk smjör
3 rif hvítlaukur fyrir þau sem þola hvítlauk
krydd (t.d. miðjarðarhafskrydd – og hamborgarakrydd gengur ágætlega), salt og pipar.
Ofninn hitaður í 180°
Beikonið steikt í 1 msk smjöri þar til það er orðið stökkt. Þá er spínatinu bætt út í.
Rjómi og egg þeytt saman smástund og hellt í eldfast mót.
Beikoni og spínati bætt út í, kryddað og rifinn ostur yfir. Bakað í 25-30 mínútur.
Gott meðlæti er ferskt salat. Við notuðum mangó með en það má vera þroskuð pera og fetaostur. Svolítið balsamik bætir oftast.
Þökkum Drottni, því að hann er góður. Miskunn hans varir að eilífu. Amen og verði ykkur að góðu.